28 December 2008

Vesturfarar:)

Þetta er svoooo gaman :)
Annan í jólum þá var ákveðið einn tveir og þrír að redda sér fari NÚNA vestur!!!!
Pétur minn keyrði okkur næstum til Hólmavíkur og þar kom á móti okkur hann Halli besti frændi :) Hann keyrði semsagt frá Flateyri til að ná í okkur :)
Það voru ég BÁP og Helgi :)
Á morgun koma síðan þau Pétur og Margrétin :)

Lalla lánaði okkur húsið sitt en það er læknabústaðurinn :)
Það er frábært að vera þar :)

Við mæðgur erum staddar hjá Guggu núna og á leið að borða hennar marg rómuðu fiskisúpu :)
Í fyrrakvöld beið hún eftir okkur með kjúlla kei og í gærkvöld vorum við í pizzupartýi hjá henni Gullu :)

Í gær átti hún mamma afmæli og var heljarinnar veisla hjá frúnni, þar sem Gugga og Ella sáu aðallega um að hlaða borðið af kræsingum :)

Já það er enn og aftur bara þetta sama gamla og góða....éta mat éta mat éta lon og don :)

Jólaballið var í dag frá kl þrjú til fimm í Samkomuhúsinu :)
Það var að venju mikið fjör og mikið grín :) Mjög mikið dansað í kringum jólatréð og strákarnir flottastir sem spiluðu og sungu fyrir okkur :)

BÁPan að venju byrjaði að titra og skjálfa þegar hljómsveitarmeðlimirnir fóru að tala um að nú færu jólasveinarnir ábyggilega að koma!!!! Þegar þeir mættu svo á svæðið byrjaði sú stutta að gráta og titra og vildi helst sitja í fanginu á mér!!!! Þetta ætlar greinilega ekki að eldast af henni!!!

Helvítið hann Grétar hefur náð að skelfa hana svona þegar hann var í rauðu fötunum hér ár eftir ár......þarf að ná á drenginn þann!!!!

En vildi semsagt bara láta ykkur vita að við erum komin vestur og höfum það rooooosalega gott :)

Vona að þið hafið það gott líka :)

25 December 2008

Jólin jólin og sveinarnir

Aðfangadagur kom þó engin Magga "granna" né Sigrún Gerða létu sjá sig, eins og venjan var þegar við bjuggum í Gula Húsinu :) Heyrði nú þó í grönnunni í síma :)

Jólasveinar tveir birtust hé fyrir hádegi með hávaða og látum :) Bergljót Ásta var á ganginum en um leið og þeir ruddust inn um dyrnar, sló hún heimsmet í langstökki þegar hún stökk inn í stofuna og annað heimsmet en það var í hástökki þegar hún stökk upp í fangið á pabba sínum!!!
Hún róaðist þó þegar ég var búin að láta þá vita að hún væri nú svona frekar hrædd við svona sveina og þeir hægðu á sér:) Báðu hana að spila á píanóið fyrir sig og spilaði hún jingle bells fyrir þá :) Þetta var sko aldeilis uppákoma sem hún á ábyggilega ekki eftir að gleyma :)

Hinrik bróðir smíðaði kross sem hann lét á milli leiðana hjá honum pabba og hennar Sifjar minnar:) Hann sendi mér mynd af því í gær og þótti mér vænt um það :)
Halli frændi fór líka að leiðinu hennar Sifjar minnar í gær og var ég mjög þakklát fyrir það:)
Ég veit reyndar að ég á mjög góða að sem kíkja til hennar þegar þau geta. Reyndar er veðrið þannig að ekki er hægt að kveikja á kerti hjá henni.

Það er samt hálf asnalegt að geta ekki eins og við höfum gert frá því hún Sif dó, en þá höfum við Pétur og börn farið til hennar á Jóladag og síðan hefur verið kaffiboð hjá okkur í því Gula á eftir!!! En við kveikjum bara á kertum hér heima og borðum síðan bara sjálf hveitikökurnar og hangikjetið og annað góðgæti sem finnst hér :) Hringjum síðan bara í fólkið og tölum við það í síma :)

Aðfangadagurinn var yndislegur í alla staði og leið okkur öllum vel hér í fyrsta sinn saman komin á Króknum um jól :) Sauðárkrókur er líka góður staður til að búa á :)

En nú ætlar þessi fallega og góða fjölskylda á Ægisstígnum að fara í smá bíltúr um bæinn!!!

23 December 2008

Jólakveðja :)

Ætli það verði nú ekki eitthvað lítið kíkt í tölvu á morgun!!!
Skatan var yyyynnnndddiiisssllleeegggg hjá þeim Magga og Sonju :)

Eins og áður hefur komið fram á blogginu hjá mér þá sendi ég engin jólakort í ár!!!
Ákvað að senda ykkur jólakveðju héðan og þið komið kveðjunni áfram til þeirra sem ekki lesa bloggið mitt :)

Georg Rúnar minn fór til Barcelona í dag og heyrði ég í honum þegar hann var kominn á leiðarenda og gekk allt vel :)

Já hann Helgi minn kom heim í gær, þannig að nú eru öll börn í húsi nema Goggi minn :)

Gulla mín og Eiríkur sáu um að ljós er á krossinum hennar Sifjar minnar.
Gugga og Ragnheiður ætla að setja grenigrein og kveikja á kerti á morgun hjá henni. Vona að veðrið verði þannig að hægt sé að kveikja á því.

Kæru vinir og allir aðrir, við á Ægisstíg 4 óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum ykkur allar góðar stundir á árinu sem er að líða.
Vonum að þið hafið það eins gott og hægt er á þessum stundum.

Jólakveðjur frá Spákonunni- Pétri-Helga-Margréti-Georg og Bergljótu Ástu :)

22 December 2008

Dásamlegt er þetta.....

Á morgun er seinasti dagur í vinnu fyrir jólafrí og mikið hlakka ég til að komast í frí :)

Pétur minn og BÁPan fóru suður í gær og komu til baka núna áðan ásamt honum Helga mínum :)
Þau sluppu við leiðinlega veðrið :)

Georg minn fer til Barcelona í fyrramálið :)

Á morgun er svo SKÖTU dagurinn uummmm.......það er sko virkilega tilhlökkunnarefni :)
Skata, kartöflur og mikið af mörfloti yfir :) Jammíjamm :)

Síðan verður farið í Skaffó og keypt restina af því sem vantar.
Skipt á rúmunum annað kvöld og kannski skúrað þá líka :)
Pétur, Helgi og Bergljót Ásta ætla að henda upp jólatrénu á morgun og skrautinu á það:)
Og þá er þetta tilbúið :)

Leiðinlegasta spurningin þessa dagana sem ég fæ er sú sama og fyrir hver jól: "ertu búin að öllu?" Ég veit nefnilega aldrei hvað þetta ALLT er............

Hlakka til að blogga meira á morgun :)

21 December 2008

Þetta er nú bara yndislegt :)

Gaman var í morgun þegar Önni, Sigrún og stelpurnar kíktu í kaffi til okkar áður en þau brunuðu vestur :) Þau tóku fyrir okkur jóla jóla til fjölskyldunnar fyrir vestan :)

Við fórum til Akureyrar í gær og keyptum jólagjafir :)
Skemmtilegasta við Akureyrarferðina var þó samt að hafa aðeins getað hitt hana Strúllus okkar :) Hana höfum við náttúrulega ekki séð síðan í brúðkaupi hennar og Bjarka :)

Á leiðinni heim hlustuðum við að sjálfsögðu á Rás 2 og urðum himinglöð þegar tilkynnt var að FJALLABRÆÐUR væru í 6. sæti á vinsældarlista Rásar 2 :)
Húrra fyrir þeim :) Þeir eru náttúrulega bara lang lang flottastir :)

Pétur minn og BÁPan óku suður í dag með jóla jóla sem áttu að fara í þá áttina og til að ná í hann Helga minn :) Líka til að knúsa hann Georg Rúnar minn áður en hann fer til Barcelona :)
Leitt þykir mér að geta ekki gefið honum gott knús en ég á það bara inni uns ég hitti hann síðar :)

En enn og aftur auglýsi ég eftir fari vestur frá BRÚ fyrir okkur BÁPuna þann 26. eða 27. desember!!!!

Það eru svosem engin komment undanfarið þannig að ég er farin að halda að allir séu komnir í tölvujólafrí :)

En samt ef einhver veit um far............

19 December 2008

Skataskata og svo vantar mig far vestur......

Mikið rosalega fékk ég góðan mann í heimsókn í gær :)
Það var hann Maggi Hinriks og bauð hann mér að koma í SKÖTU á Þorláksmessukvöld......og hann er sko með hnoðmör og alles :) UUmmmmm.......og að sjálfsögðu þáði ég það :) Og mikið svakalega hlakka ég til :) Pétur minn fær saltfisk hjá honum :)

Alltaf gaman að hafa eitthvað til að hlakka til :)

EN EF ÞIÐ VITIÐ UM EINHVERN SEM ER AÐ FARA AÐ KEYRA VESTUR ÞANN 26. EÐA 27. DESEMBER VILJIÐ ÞIÐ ÞÁ LÁTA MIG VITA?????

ÞVÍ ÞÁ ÆTLUM VIÐ BERGLJÓT ÁSTA AÐ BIÐJA UM FAR FRÁ BRÚ :)

18 December 2008

The hottest of the hottest :)

Er hann Pétur minn hot eða HOT????
Hann er sko örugglega HOT HOT HOT!!!!!!!!
Hann eldaði nefnilega tikka masala kjúkling í kvöldmatinn og var hann sko hot (kjúllinn)
Það rýkur enn úr eyrunum á mér....en mikið djöfull var hann góður....sko kjúllinn, en Pétur minn er það nú líka :)

Í dag barst í hús pakki frá Guggs og fjölsk. :) Spennandi :)
Einnig barst pakki frá 99 :) í dag og innihélt hann þennan líka flotta rauða kúreka hatt með ljósum, til mín :) Og svo ekki jólapakki til BÁPunnar :) Hann kom frá Danmörkunni....GÁsunni :)
GÁsa mín tusund takkir fyrir :) Heyrum í þér um jólin :)

EN veit einhver um einhvern sem ætlar að keyra vestur þann 26. eða 27. desember????

Hafið það gott og hot :)

16 December 2008

Bónda-hveitijól :)

Jæja frúin á Ægisstígnum hefur ekki stoppað síðan hún kom heim úr vinnunni um kl fimm í dag :)

Því við mæðgur þrjár ákváðum að baka Bóndakökur núna úr því Pétur minn keypti Mónu súkkulaðisdropa í bænum áður en hann kom heim :) Þeir fengust ekki hér sl. laugardag sko!!!

Já kjallinn kom að sunnan í dag endurnærður, enda búinn að hafa það gott hjá mömmu og pabba í Reykjavíkinni :) Þannig að hann eldaði kvöldmatinn hér á meðan við MAM byrjuðum á Bóndakökunum, sem eru víst uppáhald Margrétinnar minnar!!!

Eftir það hélt ég áfram og bakaði fleiri hveitikökur............þær eru svo góðar og svo er ég búin að senda nokkrar frá mér :)

Þetta verða sko Bóndahveitikökujól í ár :)

En gaman að þessu með DV múhahahahahahaha :)

15 December 2008

Skotárás :)

Já það er nú ekki öll vitleysan eins!!!
Þegar Pétur minn keyrði suður á föstudaginn lenti hann í skotárás!!!

Hann stoppaði í EKKI uppáhaldsbænum sínum á leiðinni : Borgarnesi :)
Stóð fyrir utan Hyrnuna þegar drengir komu akandi þar á bíl og miðuðu, skutu og hittu hann í kálfann......sem betur fer þó, þá voru þeir með loft riffill!!!

Pétur er náttúrulega lögga og því snar í snúningum eftir því.
Stökk inn í bílinn sinn, elti drengina og náði númerinu hjá þeim.
Fór á löggustöðina og tilkynnti þetta :)
Löggan náði óláns piltunum og tók af þeim riffilinn og þeir greyin vonandi lært að það borgar sig öngan veginn að skjóta á fólk og alls ekki á svona snögga löggu, eins og hann Pétur minn er :)

Þetta var löggusaga dagsins :)

14 December 2008

Saltkjöt og SÖRUR.....

Já Víðir minn nú dugar ekkert annað en að hrækja þessum andskota úr sér!!!

Þess vegna er frúin að elda núna saltkjöt og baunir túkall :)
Ummm ilmurinn er YYYYYndislegur og ég get varla beðið :)
Það er meira að segja smá fita á kjetinu og þykir mér það sko ekkert verra :)
En það er heill klukkutími núna í að þetta verði tilbúið hjá mér svo ég verð bara að hanga í tölvunni á meðan :)

Annars erum við Bergljót Ásta búnar að vera að spila BINGO í dag og vann hún blessunin :(

Ég fékk frábæra heimsókn í dag en það var sko hún Silla pilla sem er matráðurinn á Furukoti :)
Kom hún með fullan poka af SÖRUM......er hún ekki frábær????
Ekki það að ég hafi verið búin að væla eitthvað í henni að ég kynni ekki að baka þær en finnist þær rosa rosa góðar og hvort hún væri til í að gera nokkrar fyrir mig.......nei nei (hóst hóst) ég var ekkert búin að væla um það við hana!!!! UUUMMMM þær fóru beint í frystinn og verða ekki teknar þaðan fyrr en á Aðfangadag þegar við gömlu opnum jólakortin til að lesa :) Þá verður nú gott að maula á SÖRUnum :) Get varla beðið :)

Mér þykir svo vænt um þegar einhver (sem er nú ekki oft hér) rekur við hjá mér á Ægisstígnum :)
Í gærkvöld kom hún Halla mín í heimsókn og var það frábært :)
Heba rak líka inn í nefið og er hún svo góð stelpa :)

En eigið gott kvöld :)

Lasarusar.......

Jæja þau nýgiftu eru að fljúga til Dk í dag og þar ætla þau að búa.
Góða ferð og gangi ykkur allt í haginn elsku Júlla og Þórir.

Frúin á Ægisstígnum aftur orðin stífluð af helv....kvefinu og vesen:(

BÁPan enn að æla og vaknaði ég um kl hálf þrjú í nótt þar sem hún var búin að æla allt rúmið út og á gólfið blessunin (ég er með mottu við hliðina á rúminu!!!) Þannig að það var nóg að gera hjá mömmunni að hugga og þrífa stelpu angan og taka utan af rúminu og koma öllu að sjálfsögðu í þvottavélina :) Frökenin er svo líka komin með hita.....aftur.

En hún fékk BINGO spil í skóinn í nótt svo við getum vonandi stytt okkur stundir í dag og spilað BINGO :)

Eigið bingo góðan dag í dag :)

13 December 2008

Hjónin Júlía Bjarney og Þórir :)

Jeminn eini jeminn eini og já jeminn eini!!!!

Sko þessar fréttir settu allt skipulagið mitt úr böndum í dag.....því nú er svo brjálað hjá minni að gera að breiða út fagnaðarerindið!!!

Það er veisla núna í Hafnarfirðinum hjá Júllu Baddý og Þóri....þau eru að kveðja en þau ætla nefnilega að flytja aftur til Köben....á morgun :)

Ég komst ekki því Bergljót Ástan VAR lasin....en Pétur fór :)

EN þetta er sko ekki bara kveðju veisla þetta er nefnilega líka brúðkaupsveisla!!!!
Þau giftu sig í gær!!!! ÓMÆGOD og ÉG vissi það ekki!!!!
Já þau létu pússa sig saman á Eyrarbakka í gær kl sex.....góð tala þetta sex!!!!

TIL HAMINGJU ELSKU JÚLLA BADDÝ OG ÞÓRIR :)

En ég ætla að drífa mig að halda áfram að auglýsa þessar yndislegu fréttir :)

Já og ég er að hugsa um að berja hana BÁPuna mína fyrir að hafa valið þennan tíma til að fá æluna!!!!!

12 December 2008

Draumur.

Mig dreymdi tvær nætur í röð, hana Sif mína þegar hún var lítil og í bæði skiptin var hún með rauðu húfuna sína sem á stóð nafnið hennar og í bæði skiptin var hún grátandi.

Mig hefur ekki dreymt hana oft síðan hún dó.
Ég man ekki núna fyrri drauminn en man þann seinni svona nokkurn veginn.

Draumurinn var þannig að ég var að labba að húsinu hans Alla Guðmunds á Flateyri, sem núna er LIONS húsið og leiddi ég þau Sif og Helga og voru þau alveg eins og þegar þau voru lítil, í úlpunum sem þau áttu þegar þau voru ca 3-5 ára og með rauðu húfurnar þeirra með nöfnunum þeirra á. Sif mín grét mjög og var mjög sorgmædd. Mér þótti það að sjálfsögðu leitt. Við vorum eins og ég sagði að ganga að húsinu.......meira man ég ekki en finnst eins og þetta eigi að merkja eitthvað!!!

Ætli henni Sif minni líði eitthvað illa eða er hún að reyna að segja mér eitthvað.....eða var þetta bara draumur sem ekkert merkir???

Ég reyndar held sjálf að hún sé að reyna að segja mér eitthvað.
Hvað haldið þið???

11 December 2008

Aldrei fór ég suður......

Þar fór það!!!
BÁPan kom heim úr skólanum í hádeginu með ælupestina!!!!
Þegar ég kom heim úr vinnunni klukkan fimm var hún komin með hita og niðurgang....og þá meina ég sko niðurgang!!!! Bara aðeins að lýsa þessu fyrir ykkur :)

Þannig að við mæðgur munum ekki fara suður á morgun eins og ráð var gert fyrir!!!
Aldrei að vita nema PB fari og kveðji þau Júllu Baddý og Þóri :)

Svona er þetta bara.......og Pollýanna mín bankaði í öxlina á mér og minnti mig á hvað við erum heppin að hún verði búin með þessa pest fyrir jól og áramót :)

Þetta var skítablogg dagsins!!!

10 December 2008

Hitt og þetta

Í fyrrakvöld sat ég pungsveitt að horfa á uppáhaldið mitt í sjónvarpinu, þá Fjallapunga....nei ég meina Fjallabræður :) Þeir eru yndislegir og ekki þykir mér verra að vita að þeir eru allir (að sögn Georgs og fl.) með stóra punga!!! Hlakka til að sjá þá á sviði og gvöð minn góður ég veit hvert ég mun horfa á meðan ég hlusta á þá þessa punga :) Jahh þeir eru margir í þessum kór sem ég hef nú skipt um bleiju á!!!! Sjálfsagt hef ég nú lagt drögin að söngkunnáttu þeirra líka á meðan ég passaði þá á leikskólanum.....enda segjast þeir syngja með pungnum!!! Ég gerði bara mitt besta þá :)

Að öðru....ekki hafði ég hugmynd um að fangar hafi tölvu inn á herbergi hjá sér!!!

Mér hefur tekist þessa tvo daga á meðan ég hef verið lasin hér heima, að sökkva mér í söknuð og smá þunglyndi........ég hlakka svo til þegar nýja árið er komið :)

Við ætlum suður um næstu helgi að kveðja Þóri og Júllu Baddý, þar sem þau munu flytja aftur til Köben núna í næstu viku tror jeg!!!

Við ætlum líka að reyna að kaupa einhverjar jólagjafir (en því erum við ekki byrjuð á) og vonandi að klára það dæmi!!!!

Ég ætla ekki að senda nein jólakort núna.
Ég mun bara blogga jólakveðju til ykkar allra og vonandi verðið þið jafn glöð með það :)

Ég hugsa mikið núna til aðfangadags....eða öllu heldur að það kemur engin Magga "granna" né Sigrún Gerða í heimsókn þá :(

Ég sakna líka .........já margs frá Flateyrinni minni, þessa dagana!!!

Mig langar í BB blaðið sem kom út í dag eða kemur út á morgun :)

Vildi að ég sæti núna hjá henni Gullu minni að borða sörur með henni :)
Eða væri hjá henni Öllu minni að t.d. naga utan af hryggjarbeinum úr örbylgjuofninum :) Nú eða bara að borða einhvern af þessum góða mat sem hún býr alltaf til fyrir okkur Gullu :)

Ég verð að bíða með Þorláksmessuskötuátið mitt þar til ég kem vestur !!!!

Jæja þetta er nóg í bili.

09 December 2008

Bloggiddiblogg....

Ohhh ég er svo mikið baby!!!!
Því ég er heima lasin með hálsbólgu og eyrnaverk OG hita!!!!!
Er reyndar ekki að þola þetta og geri mitt besta til að hrækja þessu úr mér!!!!

Ásta mágkona kom til okkar sl. föstudag og fór aftur í dag.
Hún náði nú að hengja upp tvær seríur og jólast smá hjá okkur :)
Hún hjálpaði bÁPunni með heimanámið og söng með henni lögin sem mín er að æfa í kórnum....og það er nú ekki slæmt að hafa hana Ástu til að leiðbeina henni í söngnum :)´

En þegar Bergljótin mín kom heim í hádeginu í dag og sá það svart á hvítu að Ásta væri farin grét hún sáran. Hún vildi nefnilega hafa hana lengur......hún er nú lík mér í því að vilja hafa alla sem lengst hjá okkur og svo þolum við ekki kveðjustundir!!!!

Pétur minn keyrði skvísuna ásamt hinni skvísunni (Rebekku) núna klukkan hálfsjö suður í Löngumýri en þar er kórinn sem þær eru í, að syngja :)
Þetta er aðeins lengra en Varmahlíð (fyrir ykkur sem ekki vitið)

Meira blogg seinna :)

08 December 2008

Fjallabræður í Kompás :)

ALLIR AÐ HORFA Á KOMPÁS Á STÖÐ 2 NÚNA KLUKKAN 19:20
ÞAR VERÐA FJALLABRÆÐUR Í AÐALHLUTVERKI :)
ÞEIR ERU EINS OG ALLIR VITA SÁ ALLRA ALLRA BESTI KARLAKÓR SEM FYRIR FINNST Í HEIMINUM :)

JÁ ÞAÐ ER MÁLIÐ : FJALLABRÆÐUR Í KOMPÁS KL 19:20

07 December 2008

Tristan Berg :)

Eins og áður hefur komið fram á þessu bloggi, þá eignaðist hún Kristrún Una dreng þann 6. desember sl. :)
Hún hefur nefnt þann litla og hef ég hennar leyfi að segja ykkur nafn frænda :)
Hann heitir Tristan Berg :)

Til hamingju með það kæra frænka og litli frændi :)
Hlakka til að sjá ykkur um næstu helgi :)

Þetta var blogg kvöldsins :)

ES: Margrétin mín setti inn nýjar myndir í dag, á síðuna mína :)
Það eru myndir af kellunum á Furukoti + einhverjar aðrar :)

Jólahlaðborð

Ásta mágkona komin í heimsókn :) Það er náttúrulega bara gaman :)

Við hjón fórum á jólahlaðborð í gær með sýslumannsembættinu.
Fyrst fórum við í heimahús sem var mjög skemmtilegt :)
Við vorum svo komin kl átta í íþróttahúsið á jólahlaðborðið :) Það átti að byrja kl hálf níu!!!
Í húsinu skilst mér að hafi verið um 650 manns :)

Það var mikið fjör og mikið gaman og hlökkuðum við til að fá okkur að borða:)
Fékk mér samloku hér heima um kl 5, sem betur fer.
Simmi og Jói voru veislustjórar, mjög skemmtilegir :)

650 manns í húsinu og klukkan orðin 9 og við aðeins farin að finna fyrir hungri.
Mikið fjör við borðið okkar----mjög gaman :)

650 manns í húsinu og klukkan orðin hálf tíu og maginn farinn að láta frá sér svengdarhljóð.
Simmi og Jói ekki alveg eins skemmtilegir, þegar hungrið var farið að segja til sín.

650 manns í húsinu og klukkan orðin tíu og svengdarhljóðin orðin háværari og ég á leið heim að borða pizzuna sem ég vissi að væri til þar.

650 manns í húsinu og klukkan orðin korter yfir tíu og ég alveg að líða út af, af hungri.
Simmi og Jói orðnir hundleiðinlegir og meira segja Jói eftirherma ekki einu sinni fyndinn.
Farin að heyra fólk tala um að fara heim að grilla.

Þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu var komið að okkur að fara í biðröðina við matarborðið. Ég hef aldrei hrúgað eins miklu á diskinn hjá mér og ég gerði í gær.....matur matur og ilmurinn yndislegur......ég var með kúfaðan disk......sósan flæddi út af honum.....svínakjötssneið lenti undir hangikjötssneiðinni......ég náði ekki að setja á diskinn heita kjötinu.

Tróð mér til baka að borðinu....með lekandi sósuna á leiðinni....settist við borðið gúffaði í mig allskyns setteringum af mat.......hef ekki séð það ólystugara.
Jói eftirherma orðin aðeins fyndinn þegar smá af mat var kominn ofan í mann og pirringurinn aðeins að minnka.
Það tók mig hugsa ég 3 mínútur að skella þessu ofan í mig......en biðin eftir matnum, hungrið og pirringurinn voru komin til að vera þetta kvöldið.

Labbaði heim um kl ellefu og fór að sofa.
Pétur minn sem hafði ætlað sér að bíða eftir eftirréttinum, var kominn heim um miðnættið og þá var eftirrétturinn ekki kominn.........

Steinsofnaði strax og dreymdi um Stútung þar sem allt gengur smurt og lítil sem engin bið eftir að komast að matarborðinu :) Það hlaðborð er svipað stórt og það sem var hér í gær.....en hér voru nærri 700 manns en á Stútung rúmlega 200 manns :)

Þetta var blogg dagsins.

06 December 2008

6. des 2008 Lítill drengur...en þó stór :)

Jæja þá er fyrsta langömmubarnið hennar mömmu fætt :) Og fyrsta ömmubarnið hennar Gunnhildar systur :)
Kristrún Una eignaðist nefnilega strák 38 mín yfir miðnætti :)
Hann er 16 merkur og 54,5 cm :)
Til hamingju elsku Kristrún Una, Gunnhildua, mamma og bara til hamingju við öll :)

Hún Magga granna á nú líka afmæli í dag :)
Til hamingju með daginn kæra granna :)

Jæja ætla að hringja í nýju ömmuna og langömmuna :)

05 December 2008

Til hamingju :)

Það er allavegana eitt stykki afmælisbarn í dag :)
En það er hann Libbi libb (pabbi hans Mola)
Herra Lýður þar sem ég veit að þú lest ALLTAF bloggið mitt, þá vil ég senda þér bestu afmæliskveðjur frá okkur á Króknum :)

Eigðu góðan og gleðilegan dag :)

Vona að þið ekki afmælisbörn eigi líka góðan og gleðilegan dag :)

04 December 2008

Kór-Rauður-Fés :)

BÁPan er að syngja í kór og sá kór að syngja á morgun í Skaffó :)
Því miður kemst ég ekki til að hlusta á þau né til að taka myndir buhuuuu :(

Á MORGUN, FÖSTUDAG ER RAUÐUR DAGUR Á LEIKSKÓLANUM :)
ÉG ÆTLA AÐ MÆTA Í RAUÐA PILSINU MÍNU (mannstu Ella gella)
OG ÆTLA AÐ HAFA MJÖG RAUÐAN VARALIT Á VÖRUNUM MÍNUM LITLU OG NETTU :)

Það er ótrúlega skemmtilegar konur sem ég vinn með......bara fyndnar og skemmtilegar :)
Börnin eru svo að sjálfsögðu algjörar rúsínu dúllur :)

Þetta er allt að koma hjá mér í sambandi við fés bókina og Pétur minn búinn að vera ótrúlega þolinmóður kennari (æ á ekki klípa mig á meðan ég er að blogga!!!) Þið verðið bara að vera þolinmóð líka því kannski er ég búin að eyða ykkur eða eitthvað, þá bara reynið aftur!!!!

En nú er best að SÖTRA smá kaffi áður en að háttatíma kemur :)

Eigið góða daga :)

FÉSBÓKIN MÍN.....

Jæja já frúin í....jahhh eitthvað þarna á milli 99og 110 er komin með svona fésbók!!!!

Pétur minn (aðalkallinn sko) gerði svona fyrir sig í gær, þannig að það kom ekkert annað til greina en hann hjálpaði mér að stofna svona líka!!!!

Sem hann náttúrulega gerði blessaður.....en frúin varð svo pirruð, geðill, óþolinmóð og allt þar á milli, því hún skildi þetta ekki strax.....rauk bara inn í rúm og undir sæng eins og hver annar frekasti og leiðinlegasti krakkagrislingur!!!!

Verð að vefja eiginmanninn minn örmum tveim (ef ekki bara þrem) er hann kemur heim á eftir og verða þolinmóðari í kvöld þegar hann klárar að sýna mér þetta dæmi!!!!
En plís verið þið þolinmóð þangað til ég kann að "adda" ykkur inn og kann að svara ykkur :)
Maður er nú ekkert unglamb lengur að læra á svona tækni sko!!! Þið skiljið :)

Eigið góðan dag :)

03 December 2008

Sellaví...............

Assskoti hvað hjartað getur verið þyngra suma daga og allt viðkvæmnara!!!!!!
Er enn ekki farin að átta mig á þessu og alltaf kemur þetta mér jafn mikið á óvart!!!
Þetta kemur bara alltaf allt í einu og algjörlega upp úr þurru!!!
Púfff.............óþolandi samt!!!!

02 December 2008

Sjötug í dag :)

Hún á afmæli í dag :)

Ég kynntist henni fyrst fyrir 11 árum.
Síðan þá hefur hún verið hin amma barnanna minna.
Hún hefur stutt mig gegnum súrt og sætt.
Hún hefur haldið utan um mig þegar gleði og sorg hafa fyllt mitt hjarta.
Okkur þykir afskaplega mikið vænt um hana.
Já þetta er hún tengdamamma mín.

Elsku Bergljót okkar til hamingju með sjötugasta afmælisdaginn þinn :)
Bestu kveðjur frá okkur á Króknum :)

01 December 2008

Önnur tilraun á bloggi :)

Jæja ég reyndi að blogga í hádeginu, en það gekk ekki :(
Ætla að reyna aftur :)

Við keyrðum suður sl. föstudag :)
Ég kíkti til Gunnhildar systur á laugardagsmorgun og síðan til Júllu, Vigdísar og Ingvars og þaðan til Þóru og Örvars enda búa þau öll í Hafnarfirðinum :)

Haldið var upp á sjötugs afmæli hennar tengdamömmu á laugardagskvöldinu, en hún á afmæli 2. desember :) Heim til hennar komu um fimmtíu manns og var ótrúlega gaman :)

Vonandi koma myndir fljótlega frá afmælinu og allri ferðinni okkar suður :)

Keyrðum heim seinnipartinn í gær og gekk það líka vel :)

Frúin fór svo í vinnu í morgun og var þar til kl fimm eins og venjulega :)

Eigið gott kvöld :)

Helgin mín :)

28 November 2008

Afmælisbarn dagsins......

Í dag er 28. nóvember 2008 :)

Í dag á hann stór frændi minn afmæli :)
Hann er staddur hjá mömmu sinni á Flateyri og fær því
ábyggilega heimsins besta afmælismat í kvöld :)
.......hann velur nú örugglega pizzur :)

Það er hann Halli frændi sem á afmæli í dag :)
Til hamingju með daginn elsku Halli okkar :)
Þú ert heimsins besti frændi og megir þú eiga góðan afmælisdag í vestfirsku ölpunum :)

Bestu kveðjur frá okkur öllum hér :)

27 November 2008

.........

Inga Rún, hún Bergljót Ásta fékk bréfið (myndina) frá þér á dögunum :)
Hún varð ofsa kát og knúsaði myndina fram og til baka :)
Hún sendir ykkur Braga kveðju :)

Ætla rétt að vona að veðrinu fari að slota því á morgun ætlum við að keyra suður.....annars þá bara næsta dag......en spáin hlýtur að vera góð fyrir morgundaginn :)

Hafið það gott.

26 November 2008

Vinahópur BÁPunnar------Hittingur.

Pétur minn hefur verið pungsveittur í allan dag :)
Hann bakaði skúffuköku fyrir Bergljótu Ástu og vini hennar í vinahópnum, en það var hittingur hjá þeim í dag hér á bæ frá kl 16-18 :)

Þegar ég kom heim úr vinnunni voru þau öll (ásamt Pétri) úti í garði í boltaleik í kuldanum :) Hressandi :) Komu síðan öll inn og fengu skúffuköku og ískalda mjólk með :)
Síðan voru nokkrir innileikir.....flöskustútur, fela hlut og fleira.....aftur í skúffukökuna og síðan gerði PB að sjálfsögðu galdur og ætluðu augun út úr höfðinu á blessuðum börnunum :)
Nú frúin spilaði við þau á spilin 52 og síðan var haldið heim :)
Allir glaðir og sáttir að ég held :)

Nú er sá bitni á fullu í eldhúsinu að undirbúa kvöldmatinn sem verður plokkfiskur :)

Sá held ég sofni nú snemma í kvöld eftir annasamann dag :)

25 November 2008

Jebbsss jóla jóla......

Eins og mér finnst nú gaman að hafa jólaljós og jóla jóla heima hjá mér, þá veit ég ekkert leiðinlegra en að setja upp þessar helv....seríur í gluggana!!!!

Kom heim úr vinnunni kl fimm, setti jólagardínurnar í þvottavélina.
Þreif eldhúsgluggana að innan og utan, þar sem mikil sjávarselta er á þeim utanverðu!!!
Sauð ýsu á meðan PB hamaðist við að setja seríu fyrir annan gluggann!!!

Átum ýsuna með mikilli áfergju og Pétur minn gerði afganginn af henni tilbúinn fyrir plokkfisk á morgun :)

Gekk frá eftir matinn.
Straujaði jóla jóla gardínurnar.
Þrusaði upp seríunni fyrir hinn eldhúsgluggann og setti síðan upp gardínurnar :)
Þær koma þræl vel út í þessum gluggum :)
Pétur minn setti útiseríuna í samband.
Ég tók myndir (sem Margrétin mín mun vonandi setja inn senn)

Undirbjó pakka til vinar míns í pakkaleiknum. (púff)
Hringdi í hana Öllu mína. (Æði)
Fór í tölvuna og nú á leið í draumalandið.

ZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Det er nu det.....

Mér leiðist.

Mér er illt í hjartanu.

Ég hlakka til að fara vestur um áramótin.

Það er þriðjudagur.

24 November 2008

Vinavika :)

Mánudagur til mæðu!!!!
Mér finnst samt miklu betra að hafa það mánudag til matar :)

Á morgun byrjar vinavika hjá starfsfólkinu í vinnunni minni :)
Þá eigum við allar leynivin og gefum honum gjöf upp á hvern dag :)
En við vitum ekki hver er vinurinn....fyrr en á föstudag :)

Spennandi................

23 November 2008

Sunnudagurinn 23. nóv '08

Á sl. fimmtudag fóru þau Pétur og Bergljót Ásta suður í Hafnarfjörðinn og koma aftur heim í dag :) Það er eiginlega allt of hljótt í húsinu þegar við Margrétin erum bara tvær heima :)

Eftir vinnu á föstudag bakaði (steikti) ég úr öðru kílói af hveitikökum :)
Um kvöldið komu nokkrar úr vinnunni til mín og áttum við kósíkvöld saman :)

Í gær fengum við Margrét Alda okkur göngutúr í N-1
Áttum síðan rólegan dag í gær :)
Um kvöldið horfði ég á Spaugstofuna og þáttinn hennar Ragnhildar og ætlaði síðan að horfa á fyrstu mynd kvöldsins en HALLÓÓÓÓ......hvílíkt bull og leiðindi....ég slökkti á sjónvarpinu, kíkti aðeins í tölvuna og var svo komin undir sæng um kl ellefu og ætlaði að lesa smá fyrir svefninn!!! Ég sofnaði kl að verða FJÖGUR!!!!
Margrét hafði farið að hitta stelpurnar og mér finnst óþægilegt að vera alein!!!!

En kjúklingurinn sem ég eldaði í gær klikkaði ekki frekar en fyrri daginn hjá mér og verður afgangurinn af honum í sósunni í kvöld fyrir heimilisfólkið......nema kannski ég steiki hjörtu í matinn fyrir hana Margrétina mína.......henni finnast hjörtu svooo góð :)

22 November 2008

Hún á afmæli í dag :)

Hún Kristrún Una er ólétt og er sett á daginn í dag :)



Hún Jóna systir á afmæli í dag :)

Hún Jóna á þrjú frábær börn.
Hún Jóna á frábæran mann.
Hún Jóna á líka frábær systkini :)
Hún Jóna á frábæra mömmu :)
Já hún Jóna systir er nú aldeilis heppin kona :)

Til hamingju með daginn elsku Jóna :)
Vildi að ég væri komin í kaffi til þín, því ef ég þekki þig rétt þá svigna borðin núna undan hnallþórunum þínum :) Og kvöldverðurinn verður sá girnilegasti (er ég viss um)

Orti Björn Ingi ekki örugglega fallegt ljóð til þín og færði þér í rúmið í morgun???

Til hamingju til hamingju með daginn :)

20 November 2008

Hún á afmæli í dag :)

Jeminn eini ég var næstum búin að gleyma að hún...........

....SIGRÚN GERÐA á afmæli í dag :)

Hún er 65 ára í dag :)

Til hamingju elsku Sigrún Gerða :)

Þú ert konan sem píndir mig til að baka fyrstu kökuna sem ég bakaði :)
Þið Einar Oddur voru þau fyrstu sem treystu mér fyrir bíl :)
Ég fékk að keyra fram og til baka Volvo station bílnum ykkar á planinu fyrir utan Sólbakka á meðan daman hún Brynhildur (sem ég var að passa) svaf í vagninum!!! Um leið og hún fór að orga varð ég að sleppa bensíngjöfinni og drepa á bílnum og skipta um bleyju á krakka grislingnum!!!

Þú fórst einn sunnudagsmorgunn með mig (ég var þá 12 ára ca) niður á heilsugæslustöð til ástralskrar konu sem var að vinna í frystihúsinu en var menntuð tannlæknir og lést hana draga tönn úr mér!!! Ég hafði verið með svo mikla tannpínu kvöldið áður þegar ég var að passa hjá þér....þú komst þá snemma heim og gafst mér 1/2 svefntöflu svo ég gæti sofnað......mér fannst ég fullorðin að hafa fengið svefntöflu!!!! Síðan þá hef ég verið hrædd við allar töflur!!! Hrædd um að lenda hjá tannlækni....eða eitthvað!!!!

Þú ert konan sem dróst mig í leikfélagið :)
Þú ert konan sem studdir mig og hvattir þegar ég átti mjög erfitt þegar ég hafði ekki börnin hjá mér.
Þú ert konan sem kemur alltaf til mín á Aðfangadag :) (ásamt Möggu grönnu)
Þú ert konan sem sagði mér að það væri allt í lagi þó ég eldaði BJÚGU í öll mál fyrir Einar Odd :)
Þú ert kraftmikil kona Sigrún Gerða og á ég margar góðar minningar með þér og þínum :)
Innilega til hamingju með daginn og láttu þér líða alltaf sem best :)

PS: Mundu bara að kjósa rétt í næstu kosningum :)

Nú er ég hreint kjaftstopp.......

Nei hætti nú alveg hreint!!!!

Hvað telur hann Davíð sig eiginlega vera???

Ég á nú ekki til eitt einasta aukatekið orð!!!

Jebbsiddi jebbs.....

Jóhanna Gunnl: Þú ert ekki sú eina sem misskildir með gashellurnar :) En það gerði hún María Sif líka.....kerlingin sú hefur að sjálfsögðu aldrei steikt kleinur á þannig hellum, heldur bara á keramik!!!!

Litla norn: Takk fyrir piparkökubakstursboðið en Bergljótin mín verður ekki heima um helgina, þannig að við mæðgur gerum bara aðra tilraun seinna hér heima :)

En annars er bara ekkert að frétta héðan :)
Það hefur snjóað og snjóað í dag!!!

Blablablablablabla.......

18 November 2008

Kleinubakstur

Hefur einhver steikt kleinur á gashellu???

Og ef svo er hvernig tókst það???



17 November 2008

Bloggið í dag :)

Jæja dagurinn í dag léttari en í gær :)
Alltaf gott að komast líka í vinnuna :)

En fyndið/skrítið að í gær þá var mér hugsað til hennar Guðrúnar Ásu........hún sendi mér sms um kvöldið!!!

Ég hugsaði mjög mikið til Begga frænda í gær........sá hann svo í sjónvarpinu (á EDDUNNI) í gærkvöld!!!

Bað Ingu Rún í sms-i að setja inn mynd af henni Sif minni á bloggið (í gær) og hugsaði þá um myndina af okkur Sif saman þar sem við dönsuðum dátt á balli út á Ingjaldssandi..........og það var einmitt myndin sem Inga Rún setti á bloggið í gær!!!

Já stundum er þetta svona :)

Kannski ég ætti að hugsa mikið um peninga núna og hver veit.....kannski koma þeir þá....eða sé þá í sjónvarpinu, nú eða þá mynd af þeim á bloggið mitt :)

Þetta var blogg dagsins :)

16 November 2008

já svona er þetta nú bara.

Frúin greinilega ekki í sínu besta bakstursformi í dag!!!!
Henti einni uppskrift af helvítis piparkökudeigi sem hafði misheppnast hjá mér, þegar ég reyndi að nota þetta tæki mitt sem er hvorki hrærivél né þeytari.....aaarrrrgggg!!!!

Sýndi smá þolinmæði og henti í aðra uppskrift og hnoðaði það í höndum!!!
Tókst ekki nógu vel....molnaði allt....fékk þá Pétur minn til að hnoða aðeins betur.
Allt kom fyrir ekki...það var ekki hægt að fletja draslið út til að forma....til að mála!!!
Bjó til kúlur og setti í ofninn og bakaði!!!!
Þær eru frekar harðar en stelpurnar og Pétur gátu gúffað í sig nokkrum :)
En semsagt ekkert málað á piparkökur í dag.

Til að hafa nóg að gera í dag, tók ég utan af rúminu okkar, þreif djúpsteikingarpottinn og nóg að gera í þvottinum :)
Svona gagnlausar upplýsingar fyrir ykkur :)

Nú og svo er kjúllinn kominn í ofninn og frönskurnar bíða þolinmóðar að komast í nýja og fína olíuna í djúparanum :)

Sifin mín er afskaplega ofarlega í huga mínum í dag og hafa grátkirtlarnir haft nóg að gera og kannski ekki alltaf verið viðbúnir þar sem þeir hafa þurft að starfa hvenær sem er og hvar sem er í allan dag!!! En enn og aftur....svona er þetta líf og engu um það ráðið!!!
Því nú andskotans ver og miður!!!!!!!!!!!!

Sunnudagur til...piparkökubaksturs

Frúin sem still is in 98 in the morning, var svo lúin í gærkvöld eftir amstur dagsins að hún var komin undir sæng um kl átta og steinsofnuð kl hálf níu!!!! Og það á laugardagskvöldi!!!
Reyndar varð ég líka smá döpur þegar ég heyrði fallegt lag í útvarpinu, lag sem var spilað við jarðarförina hennar Sifjar minnar. Þá helltist yfir mig fullt fullt af minningum.

Svona er þetta bara.

Endurnærð núna og full orku sem er eins gott því nú ætlum við Bergljót Ásta að fara í piparköku bakstur og málun :)

Svo ef það gengur vel þá er aldrei að vita nema maður hendi í annað kíló af hveitikökum!!!
Pétri mínum fannst þær eiginlega ekki nógu margar kökurnar sem komu úr kílóinu í gær!!!
Við nefnilega elskum hveitikökur :) Nú svo ef ég tek eina með mér til Strúllus í hittinginn okkar í desember....þá er betra að baka fleiri :)

Ég ætla að eiga góðan sunnudag og vonandi þið líka.

15 November 2008

Annað blogg á þessum undur fagra degi :)

Frúin/rokkarinn sem var í 98 í morgun en er núna í 98,5 (ekki 99) er ein sú duglegasta kona sem ég þekki :)

Fyrir utan það að hafa farið út að leika með dömunni fyrir hádegi, sett í þvottavél í allan dag, þurrkað, brotið saman og gengið frá er nú búin að baka jóla hveitikökurnar :)
Jebbs frúin bakaði úr kílói núna og mun sennilega gera úr öðru kílói fyrir jólin, þar sem þetta tókst ágætlega á gaseldavélinni :)

Hentaði mjög að hnoða og fletja út á meðan hún hlustaði á friðsælu mótmælin fyrir sunnan :)
Síðan í sínum hugarheimi á meðan steikt var :)

Já þetta gerði frúin (frekar létta) í dag á meðan ein frú er ég þekki rembist og rembist við EINA ritgerð, hér í bæ!!! Enda endar sú frú alltaf á msn-inu........ og svo hjá mér í kvöld :)

Já frúin í 98,5 er svo skipulögð, framtaksöm og dugleg.....ætti nú bara að bjóðast í seðlabankastjórnina nú eða bara á alþingi :) Þið mynduð nú ekki tapa á því :)

En ekkert hangs hér því næst er að hnoða í pizzur, taka úr þvottavélinni, setja í þurrkarann og ganga frá þvotti :)

Laugardagurinn 15. nóv 2008

Frúin vaknaði um kl hálf sex þennan morguninn en sofnaði þó aftur klukkutíma seinna í klukkutíma!!!
Ók Margrétinni til vinnu :)
Það snjóaði í nótt og tók ég mér því góðan tíma í að skafa af bílnum og hita hann vel:)
Veðrið er dásamlegt :)

Bauð BÁPunni út að leika í snjónum og er hún því núna á fullu að klæða sig og gera sig klára :)

Frúin steig á vigtina svona til gamans núna áðan og er að hugsa um að gera það alltaf á morgnana hér eftir :) Miklu frekar en seinnipart dags.....talan er skemmtilegri svona örlí inn ðe morning....hún kemur manni frekar í svona gott skap.....líka langt síðan ég hef séð þessa tölu!!! Munar þó bara einu kílói jú nó!!!!!!!!!!!

Brauðbollurnar sem ég bakaði í gær eru frekar líkari litlum stein hnullungum!!!
Aldrei að vita ef maður étur þetta að maður mæti tannlaus til vinnu nk. mánudag :)

Jæja daman er tilbúin í útiveru :)

14 November 2008

Helgin komin enn og aftur :)

Aftur komin helgi......aftur helgi :) Hvar er Helgi???
Engin helgispjöll hér sko!!!

Ætla njóta þess í botn að vera í fríi :)
Sá fingurbitni eldaði þennan líka yndælis lambaframpart í lærislíki með öllu tilheyrandi :)

Ísbíllinn klingdi öllum bjöllum hér í kvöld og feðginin náðu að kaupa ís af sölumanninum, sem reyndar kom stökkvandi að útidyrunum um leið og þær voru opnaðar :)

Frúin búin að hnoða í brauð og bíður eftir að deigið hefist:)

Feðgarnir Maggi og Viktor Darri komnir í heimsókn :)
En Viktorinn er fjögurra ára og einn sá allra skemmtilegasti :)
Held að Pétur sé hans IDOL (eins og mitt hóst hóst)

Alla mín hefur það gott í eyjum :)
Búin að heyra í henni nokkrum sinnum og á eftir að heyra oftar í henni í kvöld :)
Hún er svo dugleg alltaf að hringja í mig :)

Hafið það nú kósí kvöld í kvöld :)

13 November 2008

Hann á afmæli í dag :)

Að hugsa sér að í dag eru FJÖGUR ÁR síðan hann Pétur minn fékk að gjöf hann Hannes hana og að í dag eru tæp fjögur ár síðan hann Hannes hani dó úr leiðindum hjá honum Sigga Gumma!!!!

Já í dag á hann elskulegur eiginmaður minn afmæli :)


Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Pétur
hann á afmæli í dag :)

Til hamingju með daginn elsku Pétur :)

Fingur heila hafð'ann fimm
fjórir eru eftir.........

og botnið nú þennan líka "flotta" fyrripart :)

10 November 2008

Til Akureyris........

Jæja þá er hann Georg minn Rúnar farinn frá okkur.
Hann lagði af stað í morgun upp úr klukkan ellefu og komst heilu og höldnu alla leið :)
Ég sakna hans strax.

BÁPan fékk frí í skólanum í dag og kom með okkur Pétri og Margréti til Akureyrar.
Ég fékk líka frí frá minni vinnu til að mæta hjá bæklunarlækninum.

Ég mæli með þessum lækni sem þurfa á bæklunarlækni að halda.
Hann útskýrir mjög vel fyrir manni, teiknaði á blað legg og liði og sýndi okkur (PB fór með mér inn) síðan í tölvunni myndirnar af hnénu og sprungunni í liðþófanum.
En læknirinn heitir Jónas L. Franklín.
Mæli semsagt með honum.

Annars er allt gott að frétta af okkur.
Einhverra hluta vegna þó, er einhver deyfð í mér núna en það lagast allt um leið og vinkona mín hún Pollýanna mætir á svæðið :)

Hafið það gott.

09 November 2008

Frúin rokkar.....

Já frúin rokkar feitt þessa dagana!!!
Enda ekki skrítið, þar sem veislumatur er hér upp á hvern dag :)

Frúin er í 99 einn daginn og þann næsta 100

Ekki slæmt að vera rokkari :)

Gógó go djonní go...........

Veik mí öpp bífor jú go Gógó...............

Sunnudagur til sælu....vonandi fyrir alla :)

Þá er þvottavélin farin að mala og uppþvottavélin :)

Rúllu/brauðterta í morgunmat og lærið bíður eftir að komast í ofninn.....en það verður nú bara seinnipartinn :)

Margrétin mín í vinnunni :)
Systkinin horfa saman á Tinna á dvd :)
Pétur minn í putalandi horfir á Sigtrygg í sjónvarpinu :)
Allt eins og þetta á að vera :)

En spurningar dagsins eru af hverju henda mótmælendur eggjum og öðru í dauða hluti???
Hvað hefur alþingishúsið gert okkur???
Af hverju böggast fólkið svona mikið út í lögregluna???
Voru það bara lögreglumenn sem kusu þá sem eru við völd???

Ég vona að fólk fari ekki að henda eggjum og öðru í afgreiðslufólk þegar verðið fer verulega að hækka í verslunum.

Það er ekkert að því að mótmæla og bara gott.
En er ekki til einhver önnur leið?
Við eigum að bera virðingu fyrir alþingishúsinu........en ég get t.d. ekki borið virðingu fyrir fólkinu sem þar inni vinnur nú fyrir okkur.....en vonandi kemur að þeim tíma að þar situr fólk sem virkilega hægt er að bera virðingu fyrir. Hver veit???

Eigið góðan sunnudag :)

08 November 2008

Frábær laugardagur :)

Það er svo yndislegt að hafa drenginn hér hjá okkur :)
Hann þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni (sem betur fer)
Hann er búinn að laga ljósið í þvottahúsinu, sem var bilað :)
Hann fór með Pétri í bílskúrinn í dag og hjálpaði honum að endurskipuleggja dótið okkar þar:)
Hann mun taka nokkra poka til Helga sem hann átti hér (föt og fl.) :)
Hann setti fyrir mig upp útijólaseríuna :)
Ég er með kveikt á henni núna.....en mun (kannski) slökkva á henni í nokkra daga :)
Allavegana er hún komin upp :)
Hann ásamt Pétri er búinn að tengja græjurnar í stofunni :)
Hann er búinn að setja örrarann í samband :)

Honum langaði í svið í matinn í gær og ætluðu þeir feðgar að kaupa þau í gær en nei nei þau voru ekki til í búðunum hér :(
Frúin eldaði kjöt og kjötsúpu fyrir gulldrenginn sinn í gær :)
Súpan var hituð upp í hádeginu í dag :)
Feðgarnir eru núna að gera humarinn tilbúinn og ætla þeir að smjörsteikja hann á eftir :) Ummm :)
Á morgun mun frúin elda lambalæri :)
Við elskum mat, já sérstaklega að BORÐA mat :)
Frúin búin að leggja á borð í stofunni :)

Frúin sendi litlu norninni sms í dag og bauð henni ásamt leppalúða í heims+okn í kvöld :)
Nornin hunsar sms-ið......eins og nornir gera (sennilega)
Við verðum þá sennilega bara þrjú hér í kvöld!!!

Drengurinn heimtaði að fá að fara í heita pottinn í kvöld....það var látið eftir honum, eins og allt annað :) BÁPan ætlar með honum:)
Frúin vill ekki skella sér ofan í, því hún er hrædd um að vatnið klárist!!!
Frúin mun taka myndir :)

BÁPan er að spila jólamúsík!!!

UUmmmm það angar allt húsið í humars/hvítlauks lykt nú og ætla ég að tékka á feðgunum þarna fram í eldhúsi, þar sem litla daman er á fullu að hjálpa til :)
Ég hlakka til að borða :)
Í tilefni þess að Georg er í heimsókn


Myndina var Grétar Örn að setja á Facebook en þarna eru þeir félagar og frændur að halda tónleika í mötuneyti Hjálms. Hvaða ár ætli þetta sé?

Eigið góðan dag.

07 November 2008

Margt skrítið í kýrpíkunni......

Já það er margt skrítið í kýrpíkunni!!!

Eins og fram hefur komið þá er hann Goggi minn kominn.
Það er svo langt síðan við höfum hitt hann og var BÁPan svo glöð að hafa hann og óð svo á henni þegar hún var að segja mér að hún væri svo glöð að hann væri hér að hún mismælti sig smá.....svosem ekki skrítið því það er svo langt síðan seinast!!!
En hún var svo glöð að "Goggi FRÆNDI væri kominn"

Georg varð nú smá spældur.......en BÁPan fattaði þetta strax og leiðrétti sig um hæl!!!

Inga Rún þú ert alltaf jafn sæt við mig og mitt blogg :)
Takk fyrir elskan :)

En fyrir þá sem ekki vita (sem eru reyndar fáir) bara María Sif og svoleiðis vitleysingar.....þá er þetta hún Inga Rún frænka mín en ekki sko nein önnur Inga Rún :)

Og hana nú sagði hænan og lagðist......til svefns!!!!

06 November 2008

Tónleikar og heimkoma :)

Vorum að koma af tónleikum Tónlistarskólans, þar sem yngri dóttirin var að spila á píanóið :) Það var sko aldeilis flott hjá henni sem og öllum hinum spilurunum :)
Alltaf jafn gaman að fara á svona tónleika :)

Þegar við komum heim var Georg minn Rúnar mættur á Ægisstíginn og ætlar að vera hjá okkur í nokkra daga :) Það var nú aldeilis bónus á þessum degi :)
Frábært að vera búin að fá hann til okkar :)



Margrét setti inn nýjar myndir á myndasíðuna:)
Þar má sjá m.a. systurnar í hörku slag hér á Ægisstígnum, skúffukökuát, dömuna setja á sig varalit og eitthvað fleira okkur til gamans :)

Lifið heil.

05 November 2008

OBAMA :)

Mikið er ég glöð að Obama vann kosningarnar :)

04 November 2008

Bréf til Helga :)

Eitt sinn skrifaði ég álíka bréf til hans Georgs míns en nú er það til hans Helga míns :) En ég sakna þeirra beggja mikið mikið.

Elsku Helgi minn, ég skrifa þetta bréf mjög hægt því að ég veit að þú lest ekki hratt.
Við búum ekki lengur þar sem við bjuggum þegar þú komst seinast.
Pétur las nefnilega á Feykir.is að flest slys gerast innan 30 kílómetra frá heimilinu, svo við fluttum.
Ég get ekki sent þér heimilisfangið okkar því að fjölskyldan sem bjó hér seinast tók með sér húsnúmerið svo þau þyrftu ekki að breyta heimilisfanginu.
Það snjóaði bara tvisvar í seinustu viku, fyrst í þrjá daga og síðan í fjóra.

Mannstu eftir frakkanum sem þú baðst mig um að senda þér, hann er kominn í póst.
En þær á Furukoti sögðu að það væri svolítið dýrt að senda frakkann þannig að stelpurnar í vinnunni hjálpuðu mér og klipptu allar þungu tölurnar af frakkanum og settum þær í vasann.

Stína frænka þín fæddi barn í morgun, en ég veit ekki enn hvort hún átti strák eða stelpu svo ég veit ekki hvort þú ert orðinn frændi eða frænka.
Jæja elskan þá eru ekki fleiri fréttir í bili.

Ástarkveðjur þín mamma :)

02 November 2008

Fyrsti sunnudagur í nóvember 2008

Frúin var vöknuð um kl 9 í morgun sem er náttúrulega mjög svo ókristilegur tími á sunnudegi. Ók MÖldunni í vinnuna um kl hálf tíu. Setti í þvottavél. Kryddaði og setti í ofn, íslenskan lambahrygg sem étinn verður um hádegið :)

Puttalingurinn minn ætlar um kl eitt að horfa á sitt lið (DERBY) sem eru að fara að keppa við lið sem enginn Derby unnandi má nefna á nafn.....en það er liðið Nott.Forest!!!!

Í gær var BÁPan að skoða myndaalbúm sem Inga Rún mín gerði eitt sinn fyrir mig, þar eru m.a. myndir af Ingu Rún frá því hún var lítil og við hverja mynd hélt daman að þetta væri Sif :)Í albúminu eru margar gamlar myndir af börnum okkar systranna og mikið var notalegt að skoða þær, einmitt í gær:)

Um seinustu helgi reyndi ég oft að hringja í hana Ididdi mína en þá kom alltaf talhólf svo í dag verða gerðar fleiri tilraunir :)

Veðrið hér á Króknum er í góðu skapi í dag og það er frúin líka:)
Megið þið eiga góðan sunnudag :)

01 November 2008

Laugardagurinn 1. nóvember 2008

Sem betur fer er nú kominn allt annar dagur en sá í gær :)
Frúin í 99 búin að fá útrás yfir pirringnum og Pollýanna mætt á svæðið :)

Það er napurt úti. Við BÁPan fengum okkur göngutúr í Enn Einn og kíktum á MÖlduna okkar :) Við tókum okkur klukkutíma í göngutúrinn og var það hressandi :)

MAldan kom fljúgandi í gær að sunnan :) Hún kom með gjöf til mín frá honum Georg Rúnari og var það þetta líka góða ilmvatn :) Drengurinn kann sko að velja réttu lyktina fyrir mömmuna :) OG mig var einmitt farið að vanta ilmvatn....mér finnst svo gott að úða aðeins á mig ilmi :)

EN frétt dagsins er svo sannarlega á Önfirðingasíðunni en sú síða er í link hér til hægri.

Þar er sagt frá því að Húsasmiðjan á Selfossi er 10 ára og ætla þeir í tilefni þess að gefa málningu á Tankann á Sólbakka (hljóðverið) Þetta finnst mér aldeilis flott framtak :) Til hamingju með það allir :)

Frúin í 99 kveður nú og sendir um leið góða strauma í Húsasmiðjuna á Selfossi :)

31 October 2008

Pirripirr

Þetta er sko sá dagur sem ég hef verið sem mest pirruð, síðan ég flutti hingað!!!

Vaknaði í morgun ekki fyrr en kl 07:40...
Í hádeginu beið mín launaseðill sem hljóðaði upp á 95 þúsund útborgað, fyrir vinnu frá kl 08-17...... greinilega einhver mistök sem verða leiðrétt í næstu viku....eins gott!!!
Frekar pirrandi dagur í vinnunni...
Gatan sem ég bý við ekki mokuð....nánast ófær!!!
Kreppan enn á fullu...
Og nánast allt annað.....og nú finn ég alls ekki hana Pollýönnuna mína....sama hvað ég leita!!!

Þakka fyrir að það er komin helgi!!!

30 October 2008

ENGINN djöfulsins titill

HELVÍTIS KREPPA
HELVÍTIS KREPPA
HELVÍTIS KREPPUTAL
JÁ HELVÍTIS KREPPUTAL.

ÞETTA ER LJÓÐ DAGSINS.................................

28 October 2008

Sellaví...........

Þau eru dimm élin sem koma núna þessa dagana!!!
Kannski ekki endilega úti en bara....já annarsstaðar.

Svona er bara þetta blessaða líf.
Eins og alltaf þá birtir upp um síðir.

Eigið góðan dag.

26 October 2008

26.0któber 2008

Í dag er 26. október og þá er það í dag sem liðin eru 13 ár frá snjóflóðinu á Flateyri, sem ekkert okkar mun gleyma.

Ég er sko sannarlega búin að gráta með öðru auganu og hlæja með hinu, með því að hlusta á viðtalið við hann frænda minn og vin Eirík Finn. Hemmi Gunn var með viðtal við hann í morgun í þætti sínum á Bylgjunni. Viðtalið er mjög ljúft og lagið sem hann Hemmi spilaði í lokin virkilega fallegt. Hvet ykkur til að hlusta.

Hægt er að fara inn á Bylgjan.is

Og í dag kveiki ég á kertum til minningar um alla þá sem fórust í snjóflóðinu.
Blessuð sé minning þeirra allra.

Sunnudags húmor.....

Þessir finnast mér alltaf svooo góðir og pissa næstum á mig af hlátri þegar ég les þá!!!

Allir krakkarnir horfðu á örbylgjuofninn nema Binni.....hann var þar inni.

Allir strákarnir sváfu vel í tjaldinu fyrir utan Skúla....hann var notaður sem súla.

Allir strákarnir voru með á körfuboltamyndinni nema Bergur....hann var dvergur.

Allir krakkarnir léku sér saman í körfubolta nema Gvendur....hann hafði engar hendur.

Allir krakkarnir fóru upp úr sjónum þegar hákarlinn kom, nema Linda blinda....hún var ennþá að synda.

Allir krakkarnir fóru að gráta við jarðarför kennarans nema Mæja....hún fór að hlæja.

Allir hlupu út úr brennandi kirkjunni nema Hermann....það var verið að ferm'ann.

Allir krakkarnir kunna að ríma nema Doddi....hann kunni það ekki!!!!

Múhahahahaha þetta er svoooo gaman :)

25 October 2008

Tékk tékk....

Það er eitthvað að þessu bloggi núna!!!
Er bara að tékka hvort þetta virkar!!!

Ókei þetta virkar :)

Verð náttúrulega láta vita hvað frúin er búin að vera dugleg í dag :)
En mín er sko búin að þrífa allt hátt og lágt :)
Er alltaf svo glöð þegar ég verð svona "húsmóðurleg"
Fór meira að segja út að moka snjó af tröppunum þvottahús megin og að framanverðu :)
Fór út með myndavélina og ætlaði að taka snjóa myndir.....en sá að það yrðu engar snjóamyndir núna!!! Var nefnilega búin að skoða snjóamyndirnar á blogginu hennar Ellu og hjá henni Steinunni.....já það er sko snjór fyrir vestan :)

BÁPunni var boðið að gista hjá Rebekku vinkonu sinni í nótt og fór hún héðan um klukkan tvö í dag, hún var svo spennt að hitta vinkonuna :)

PB: Pétur bitni og frúin í 99 verða því tvö í kotinu í kvöld.....uns Margrétin kemur úr vinnunni um klukkan ellefu :)

Frúin búin að kveikja á kertum og hugguleg heit: rómó :)
Heyrði í þeim utanlandshjónum áðan (Gullu og EFG)sem eru nú í Köben og eru danirnir bara góðir við þau :) Í fyrramálið klukkan átta er viðtal á Bylgjunni hjá Hemma Gunn við hann Eika bleika :) Á morgun er 26. okt : SNJÓFLÓÐADAGURINN Á FLATEYRI

Í dag var hann Kristján Halfdánarson jarðaður. Blessuð sé minning hans. Hann var virkilega góður maður hann Kiddi.

Frúin í 99 kveður.

Spegill spegill

Shrek, Angelina Jolie and Brad Pitt snæddu hádegismat saman.

Shrek sagði: Ég hef alltaf talið að ég sé sterkastur allra í heiminum, en hvernig get ég verið viss?

Brad sagði: Ég er nokkuð viss um að ég er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður á jörðinni, en ég hef aldrei fengið það staðfest.

Angelina samsinnti þessu. Hún sagði: Mér er sagt að ég sé dásamlegust allra kvenna, en stundum efast ég.

Þau ákváðu að besta leiðin til að fá staðfestingu á því hvort Shrek væri sterkastur, Brad sá kynþokkafyllsti og Angelina sú dásamlegasta, væri að spyrja hinn fræga talandi spegil: Spegill spegill herm þú mér....

Þau ákváðu að hittast aftur í hádegismat daginn eftir og bera saman bækur sínar.

Daginn eftir mætti Shrek með breitt bros á andlitinu.

Jæja, sagði hann. Það er satt. Spegillinn sagði mér að ég væri sá sterkasti í öllum heiminum.

Brad reigði sig og sagði: Og ég veit núna fyrir víst að ég er kynþokkafyllsti, núlifandi karlmaður á jörðinni.

En Angelina sem hafði setið álút, lyfti nú fallega sorgmædda andlitinu sínu og sagði: Hver í fjandanum er þessi Gógó ????

23 October 2008

Ekkert puttaprjón hér :)

Það er svo gaman þessa dagana að hlusta á hann Pétur minn :)

"þessi datt í sjóinn.....þessi dró hann upp....þessi...jahh já þessi var bitinn af!!!"

Svo syngur þessi elska:
" þumalfingur þumalfingur hvar ert þú...hér er ég hér er ég, góðan daginn daginn daginn....
vísifingur vísifingur hvar ert þú......buhu já hvar ert þú????

Nú og þar sem ég verð með bílinn á morgun og Pétri mínum vantar að komast til Akureyrar, þá er hann nú bara að hugsa um að fara á puttanum!!! Og syngur glaður "ég fer á puttanum, ég fer á puttanum"

Er þetta líf ekki yndælt :)

Inga Rún mín kærar þakkir fyrir að bæta í linkinn hjá mér :)
Litla norn ertekki glöð að Feykir er komin í link á þessari víð lesnu síðu??? :)

Frúin í 99 kveður fyrir nóttina :)

Heimsins besta Ididdi :)

Inga Rún ég elska þig :)

Þú ert alltaf svo góð :)
Þú ert líka svo frábær:)
Þú ert svo hjálpsöm alltaf :)

Takk fyrir alla hjálpina með bloggið mitt og annað :)
Vonandi næ ég að hringja í þig um helgina :)
Þúsund kossar til hans Braga míns :)

Hafðu það rosa rosa gott :)

Frúin í 99 kveður :)

22 October 2008

Einn góður til að lesa þegar rafmagnið fer að fara af í vonda veðrinu.

Tvær vinkonur fóru á bar og drukku sig fullar eins og kvenna er siður þegar þær eru ekki með karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og ákváðu að pissa bakvið legstein.
Sú sem fyrst pissaði þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að því loknu. Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teygt sig í borða af kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið ferð sinni áfram og komust heim heilar á húfi.
Daginn eftir hringdi eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði; “Þessum kvennakvöldum þarf að fara að ljúka. Konan mín kom nærbuxnalaus heim í nótt.” “Algjörlega sammála!,” sagði hinn, “Mín kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér.”

Feykir.is

Kíkið á Feykir.is en þar er frétt um 2. bekk í Árskóla :)
Bendi ykkur náttúrulega bara á þetta þar sem það er mynd af BÁPunni og öðrum stelpum :)


Bestu kveðjur frá frúnni í 99 :)

21 October 2008

Fönn fönn fönn

Hér er allt á kafi!!!
Þvílíkur vibbi :(

Snjórinn hér sem kom mest allur sl. nótt er svona jafn mikill og í jan-febr fyrir vestan.....þegar mest er!!!!

Allavegana pirrar þessi snjór mig jafn mikið og þegar hann er mestur fyrir vestan!!!

EN krakkarnir eru MJÖG glöð með þessa hvítu mjöll!!!!

Pirruð þó í 99 sé kveður.

20 October 2008

20. október 2008

Í dag eru 20 ár síðan hann pabbi minn dó.
Blessuð sé minning hans.

Í dag á hann Eiríkur Finnur afmæli :)
Við sendum honum allar okkar bestu afmælis óskir og megi hann eiga góðan dag í útlöndunum :)
Bestu kveðjur til þín kæri frændi :)

:)

Lífið er dásamlegt :)

Ég missti mig greinilega í áhyggjunum í gær á blogginu!!!
Auðvitað heldur Pétur sínum launum og allt það, ég var bara svo viss um að það yrði ekki.
En það verður :)
Öngvar áhyggjur hér :)
Verst þykir mér að þetta skuli vera hægri höndin hjá mínum manni.....sjáið þið hann ekki fyrir ykkur þegar hann er búinn on the doll og kallar "Ég er búúúinnn" og Níutíuognían þarf að hlaupa af stað......sem betur fer komin undir eitthundraðkílóin.........................

Eigið góðan dag og bítið í allt sem gómsætt er :)

Frúin í 99 kveður að sinni :)

19 October 2008

Þannig er nú það :)

Þetta er alls ekki gott og ótrúlegt hvað mér finnst óheppnin elta okkur á röndum!!!
Pétur verður frá vinnu í nokkrar vikur!!!

Mæðgurnar á heimilinu svolítið tens yfir þessu öllu saman.
Í kvöld stóðum við BÁPan á ganginum og það var bankað á dyrnar, við hrukkum báðar við og stukkum inn í stofu og ég sagði Pétri að það stæði einhver stór og feitur við dyrnar (það er sko litað gler á hurðinni) Minn fór til dyra og ykkur að segja bjóst ég við hinu versta.......en þá var þetta bara Maggi Hinriks að koma og tékka á hvernig Pétur hefði það :) Maggi er sko EKKI feitur :)

Bergljót Ásta grét og grét áðan þegar hún var komin upp í rúm því hún er svo hrædd um að glæponarnir komi hingað heim!!! Ég sagði henni að þeir gerðu það ekki "jú víhíst ef þeir sjáhá að það er enginn bíhííll fyrir utan" nei nei ekki hér á Sauðárkróki...."en samt á Akureyri"

Og svo kom þetta sem ég bjóst við "það eru sko engir glæponar á Flateyri og ég vil eiga heima þar"

En nú ætla ég að leggjast upp í rúm hjá dömunni og sofa hjá henni í nótt og segja henni góða sögu við opinn glugga og lofa Pétri Pan að hlusta á söguna okkar svo hann geti sagt börnunum í Hvergilandi frá henni :)

Við fórum nefnilega á leikritið Pétur Pan í dag og var það frábært :)

Frúin í 99 kveður að sinni (hlýt nú fljótt að hrynja í 98 eftir öll þessi læti og stress)

Góða nótt :)

Þetta er slæmt....

Þetta er EKKI gott!!!
Fingurinn er brotinn hjá Pétri!!!
Eins gott að hann var í leðurhönskum annars hefði dúddinn bitið fingurinn af!!!


ES: Stefán er sko yfirlögregluþjónn en ekki lögreglustjóri eins og ég skrifaði í færslunni á undan:)

Frúin í 99 kveður sjokkeruð yfir brotinu.

Færsla tvö í dag :)

Lögreglustjóri Stefán brást fljótt við fingurbiti lögregluvarðstjóra Péturs.
Hann mætti nefnilega hér áðan með auka fingur áður en hann keyrði PB á spítalann!!
Reyndar voru þeir fingur í pakka...finger ginger kex :)
Gott að hafa húmorinn á réttum stað :)

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í gær leikritið Pétur Pan :)
Ég ætla í leikhús klukkan fimm í dag með Bergljótu Ástu og Rebekku vinkonu hennar :)
Foreldrafélag skólans greiddi niður miðana fyrir börn í yngstu bekkjum skólans og þurfa þau aðeins að borga kr. 500 :) Gott framtak hjá þeim :)

Þeir sem eru með fingurbit og makar þeirra fá frítt inn!!!

Hugsa að við BÁPan getum deilt saman sæti þar sem maður er nú komin niður fyrir eitthundraðkílóin!!! Maður þarf sko ekki eins mikið pláss núna....eða hvað!!!

Frúin í 99 kveður að sinni :)

Bitinn.......

Eiginmaðurinn, lögregluvarðstjórinn kom heim úr vinnunni klukkan að verða sex í morgun.
Hann er með miklar umbúðir á vísifingri hægri handar.
HANN VAR BITINN!!!!

Já einhver helvítis dúddinn beit hann í puttann!!!
Djöfull gæfi ég mikið fyrir núna að geta mætt þessum hálfvita út á götu!!!

Pétur fékk tilheyrandi sprautu við svona biti og á að mæta í myndatöku á eftir til að vita hvort fingurinn sé brotinn!!!

Mér finnst að refsingin sem þessi dúddi ætti að fá, væri ferð til tannlæknis og láta draga allar geiflurnar úr honum á hans kostnað!!!

18 October 2008

Níutíuogníu........

Ég hef nú ekki verið feimin að segja frá hversu þung ég er og mun ekki verða :)
Ég kíkti í heimsókn í morgun til Möggu Rebekku mömmu og mömmu hennar :) Þær höfðu orð á því að ég hefði grennst!!! Ekki finnst mér það nú en um leið og ég kom heim, þurrkaði ég rykið af vigtinni inni á baðinu og steig á hana!!!!

Þegar ég byrjaði að blogga um þyngd mína var ég ein eitthundraðogþrjúkílógrömm!!!

Fór fljótlega niður í 101 og stóð lengi í þeirri tölu enda var engin ástæða þá að drífa sig niður henni....var bara smart að vera í 101 Reykjavík!!!

En nú er kreppa og þá aðallega í Reykjavík og mín komin úr 101.....enda ekki smart lengur að staldra þar við :) Nei nú er mín komin í 99.......... :) Já 99 á stöðinni var smart og finnst mér þetta flott tala og held mér vonandi í henni um tíma!!!

BÁPan mín var ótrúlega glöð áðan þegar ég tilkynnti nýjustu tölur eftir að ég steig ofan af vigtinni....jess þá máttu fara á trampólínið mitt!!!! Sagði henni nefnilega í sumar að þeir sem væru yfir 100 kílóin mættu ekki fara á það!!!

En þær í vinnunni voru eitthvað að tala um að þegar kreppa væri þá færi fólk að fitna!!! Ég hef líka heyrt að þeir sem eru í sorg hrinji niður!!!!

Ég er eins með það og annað, alltaf öfugt við aðra....ég t.d. þyngdist bara eftir að hún Sifin mín dó!!! Þannig að ég á nú alveg von á því að einhver kílóin fjúki bara af mér í kreppunni í staðinn fyrir að þau hlaðist á mig!!!! Maður má nú alltaf vona :)

Frúin í 99 kveður að sinni :)

17 October 2008

Sundsmokkar.....

María Sif heitir ein skvísan sem ég vinn með á Furukoti. Til gamans má geta þess að hún María Sif elskar kökur og kökubasara :) Mér finnst hún mjög skemmtileg....en það er nú sennilega bara af því hún heitir seinna nafninu SIF!!!!

Hún sagði okkur frá stelpu sem var að vinna í sjoppu og sunnudag einn kom til hennar maður og bað um "sundsmokka".....stelpu greyið fer á bak við og spyr yfirmann sinn eru til sundsmokkar hér!!! Hann neitar því og fer hún til mannsins og segir "nei því miður þeir eru ekki til"
Maðurinn verður frekar fúll og segir "nú hvahh er sunnudagsmogginn ekki kominn"

Múhahahahahaha mér finnst þessi alveg ógó fyndinn....en ykkur????

16 October 2008

Kringlur......

Ótrúlega langar mig í kringlu!!!

Fyrst voru kringlurnar hans Kidda bakara bestar.

Síðan kringlurnar þeirra Hjartar og Helgu.

Nú eru bestu kringlurnar frá Gamla bakaríinu og sakna ég þeirra.

Hef reyndar ekki smakkað þær hér (held ég)

Datt bara allt í einu í hug að mig langar í kringlu!!!

Myndir í albúmi hér til hægri :)

Vildi bara segja ykkur að hún Margrétin mín er búin að setja inn nýjar myndir í albúmið :)
Eru það myndir úr afmælisveislu BÁPunnar sem haldin var á Ólafshúsi :)
Myndir þegar daman fór sína fyrstu ferð á hjólinu sínu nýja (sem hún safnaði sér sjálf fyrir)
Myndir frá kveldinu er Tískustúlkan var kosin....en þær eru frekar dökkar.
Og síðan nokkrar myndir úr "nýja" húsinu eftir að tengdóin fóru hamförum hér um, mér til mikillar gleði :)

Kíkið á og hafið gaman af að skoða :)

15 October 2008

Blanco....

Sorry.....ekkert blogg í dag, en kannski á morgun :)
Er bara svo þreytt núna!!!
Vann frá kl átta til sjö.......

míveríóldjúnó!!!!

14 October 2008

Stormsveipir í heimsókn.......

Það hefur að sjálfsögðu verið brjálað að gera á Ægisstígnum seinustu daga :) Þ.a.l. ekkert komist í tölvuna :)

Tengdóin bæði komu sl. föstudag og fóru suður aftur í dag. Þau eru búin að vera eins og stormsveipir um allt húsið frá því þau komu og þangað til þau fóru!!! Já það mætti sko halda að Gugga og Jóna hafi verið hér!!! Ægisstígur 4 er bara kominn í stand.....allt upp úr pokum og kössum, myndir á veggi, föt í skápa, rafmagnssnúrur og dósir í lag og ég veit ekki hvað og hvað!!!! Þúsund þakkir fyrir hjálpina elsku Björn og Bergljót :)

Tískustúlkan okkar stóð sig með sóma þó öngva verðlaun hafi fengið :) Hún gerði þetta með príði og er hún lang flottust í okkar augum :)

Hafið það gott kæra fólk.

10 October 2008

Föstudagsblogg.......

Haldiði að Tískustúlkan okkar sé ekki bara búin að blogga :)
Kíkið á Maldan á Kambinum sem er í link hér en þar segir hún frá skemmtilegri tannlæknaferð sinni :)

Veit annars ekki hvað er að koma yfir höfuðið á mér því gærkvöld var ég alveg frá með helv....migrini aftur!!!!

Hnéð alls ekki að virka......dreg fótinn á eftir mér eins og Hringjarinn í N D!!!!!

Verð að vera dugleg í vodkanum um helgina en það er sko það eina sem slær á þetta!!!!

Þetta var sem sagt blogg og væll dagsins :)

Gleymið samt ekki netkosningunni og kjósið stelpu orminn okkar :)

Feykir.is :)

09 October 2008

Afmæliskveðja :)

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún Gulla
hún á afmæli í dag :)

Til hamingju með daginn elsku Gulla tulla okkar :)
Vonum að kallinn + Smári stjani við þig langt fram á kvöld :)

Bestu kveðjur frá okkur á Króknum :)

fEYKIR BEYGIST......

Ég er nú bara ekki að trúa því hvað þið getið verið miklir kjánar!!!
FeykiR um Feyki.........ofur einfalt :)

Auðvitað er það FEYKIR .is

Koma svoooo og kjósa í hverri tölvu einu sinni á sólarhring :)

Feykir.is : MARGRÉT ALDA :)

ES: Fatta núna Litla norn í Gamla húsinu þetta með Gróu og Gógó :)

Verð að biðja hana Ingu Rún að setja Feyki í link hjá mér :)

08 October 2008

Tölvutengd :)

Nú held ég að ég sé bara best geymd á ruslahaugunum!!!
Hnéð í algjöru ólagi og svo varð ég að fara heim í dag vegna mikils migrini!!!
Gerði mig meira að segja að fífli í vinnunni með því að fara að skæla af verkjum!!!
Varð reyndar smá hrædd um hausinn á mér....að eitthvað væri að fara að klikka þar :)
En eins og þið vitið er hausinn á mér sko enginn klikkhaus heldur einn sá allra besti!!!!
En þetta var væll dagsins :)

Erum orðin tölvutengd hér heima.....sem merkir það sennilega að þá geymist dót og drasl enn lengur í pokum og kössum hér!!!

Minni ykkur enn og aftur á að fara inn á Feyki.is og kjósa Margrétina mína....þið vitið sko hinar allar eiga svo margt skyldfólk hér sem kjósa þær :) Þannig að þið verðið að vera dugleg og standa með minni dóttur:) Mér finnst nefnilega svo flott hjá henni að hafa drifið sig í þetta :)
Það má kjósa í hverri tölvu einu sinni á sólarhring :)

Eigið góðan dag gott fólk :)

06 October 2008

Komst í tölvu :)

Jeiijjjj ég komst í tölvu.....en var næstum búin að gleyma hvernig ég á að logga mig inn!!!

Við erum enn ekki tölvutengd en það fer nú vonandi að koma að því :) Ég er nú svo sem fegin því að tölvan hefur þá ekkert verið að trufla mig, þar sem ég er enn að taka upp úr kössum og pokum :) Búin að henda fleiri tonnum af allskyns drasli :) Er meira að segja bara farin að hlakka til að flytja eftir ár......þar sem það verður þá svo lítið eftir til að pakka niður :)

Þetta er allt búið að ganga mjög vel hjá okkur enda þvílíkur kraftur í þessari fjölskyldu :) Er já samt enn í pokum og kössum og öngvar myndir komnar upp á veggi. Tek myndir seinna til að sýna ykkur....þegar mest allt er tilbúið :)

BÁPan var að safna sér fyrir gírahjóli og náði að kaupa sér eitt stykki svoleiðis á föstudaginn og er þvílíkt glöð að vita af því inn í bílskúrnum :) Dugleg daman sú :)

Mamma og Jóna komnar til Köben og Georg minn til Barcelona.....en þau fóru öll í morgun :)

Mig dreymdi í fyrrinótt að Einar Oddur heitinn hafi komið askvaðandi og þvílíkt reiður yfir efnahags-vandanum og rauk fram hjá mér en vildi ekkert við mig tala, því hann var á leið að redda málunum!!! Já það er ýmislegt sem maður getur dreymt!!!

Ég sé að einhver hefur kommentað í seinustu færslu að nú eigi allir að fara inn á Feyki.is og kjósa tísku stúlkuna og þá auðvitað hana Margréti mína og ætla ég nú rétt að vona að þið gerið það öll :) Keppnin er næsta laugardag :) Koma svoooo og kjósa :)

Helvítis hnéð á mér er með ALVERSTA móti og eftir flutningana dreg ég fjárans fótinn á eftir mér og með þvílíka verki alla daga......og svo er ég farin að vinna allan daginn í ofanálag.....8-17 !!!!

Jæja þetta er gott í bili...............en munið Feyki.is = Margrét Alda :)

27 September 2008

Afmælisbarn dagsins

smella á mynd til að stækka

25 September 2008

Bönnum þetta og hitt.......

Það ætti að banna lausagöngu katta!!!
Ég er að verða vitlaus(ari) á þessum helvítis köttum sem spranga um garðinn hér í B-37
Þeir skíta og míga hér eins og þeim þóknast....og án þess að skammast sín fyrir það!!!

Ég fer út á pall í mestu rólegheitum, þá stökkva þeir úr einhverjum runnanum og verða næstum valdir af hjarta áfalli hjá frúnni!!!

Þeir voga sér að eltast við fuglana hér í trjánum og eru sko ekki í leik við þá, nei þær ætla aðeins að myrða þá....sér til ánægju.
Tek það fram að fuglarnir hafa mitt leyfi til að vera hér í trjánum :)

Já ef bönnuð væri lausaganga katta (eins og hunda) þá myndi skapast í leiðinni fleiri störf :)
T.d. hér á Króknum myndi það ábyggilega skapa 6-8 manns vinnu, þar sem hér eru allt of margir kettir sveimandi um......þessir með ólarnar sko!!!

BÖNNUM LAUSAGÖNGU KATTA......

ES: Nú verður ekkert bloggað næstu daga/vikur/mánuði

KERLINGIN ER KOMIN Í FRÍ FRÁ ÞESSU ÖLLU!!!!

Eigið góðan dag/viku/mánuði........

Það var þá......

Ég man hvað það var gaman þegar við Pétur tókum þátt í leikritinu ÞREK OG TÁR á Flateyri :)
Já það var sko gaman þá :)
Ein setningin hjá mér byrjaði svona.....og sólin skín!!!

Í dag get ég líka sagt:

.......og sólin skín :)

24 September 2008

Nei.....

.....við erum ekki flutt :(

Afmæli og afmæli :)

Hann Friðfinnur Hjörtur á afmæli í dag :)
Til hamingju með daginn kæri Hjörtur og bestu kveðjur frá okkur í B-37 :)

Hún Auður Ester á einnig afmæli í dag :)
Til hamingju kæra Auður og bestu kveðjur frá okkur í B-37 :)

Eigið góðan dag :)

Súpur :)

Ég elska áð borða súpur.....sér í lagi súpur sem ég þarf ekki að hafa fyrir : pakkasúpr:) Tómatsúpu uummmm þær eru sko góóóóðarrrr

Haust.

Það er greinilega komið haust, með öllu tilheyrandi!!!

23 September 2008

Þriðjudagur í september......

Allt annar dagur í dag en í gær :)
BÁPan komin í skólann, kát og glöð :)
Pétur í vinnuna:)
MAldan sefur:)
Ég setti í þvottavélina eldsnemma í morgun til að fá buxur hreinar sem ég ætla í, í vinnuna á eftir :).......vélin er sko tvo tíma að þvo á 40 gr!!!
Mæti núna ekki í vinnuna fyrr en 20 mín fyrir eitt!!!
Ég er nefnilega hætt að elda á Krílakoti, þar sem ég var bara í afleysingum þar!!!
Fæ vonandi fullt af aukavinnu á Furukotinu :)

Laufin hrynja af trjánum og mér er kalt á tánum!!!

22 September 2008

1..2..3..1..2..3..1..2..3..

Búin að vera heim í dag, með Bergljótu Ástu.
Nú er hún loks orðin hress að í skólann fer hún á morgun :)
Pétur í vinnunni og Margrét Alda fór í morgun til Akureyrar á námskeið á vegum N-1

Veðrið er hrút leiðinlegt og skapið eftir því !!!

Nenni ekki neinu og ekki heldur að blogga.

Þannig er nú það!!!

20 September 2008

Afmæli-lasinafmæli-kjóllinn.

Hann Diddi "grönnu" pabbi er sjötugur í dag :)
Við í B-37 sendum honum okkar bestu afmælis kveðjur :)

Bergljót Ástan mín er enn lasin :(
Í dag (um hádegisbil) var hún með 39,5 og var heldur óhress með það!!!
Hún Rebekka vinkona hennar er nefnilega 7 ára í dag og BÁPan var búin að rembast við seinustu daga að láta sér batna svo hún kæmist í veisluna til hennar......en nei hún kemst ekki!!!
Hún varð mjög sorgmædd yfir því. Þannig að ég spurði Möggu Rebekkumömmu hvort afmælisstelpan mætti ekki koma til BÁPunnar í kvöld, ég myndi baka pizzu fyrir þær og hafa nammi og gos!!! Auðvitað féllst mamman á það svo nú er mín aðeins léttari fyrir bragðið :)

Í gær fékk Bergljót Ásta pakka frá Jónu systur og fjölskyldu:)
Pakkinn var fjólublár :)
Afmælispakki til dömunnar :)
Í pakkanum var prjónaður kjóll og svona til að hafa um úlnliðina:)

Jóna var að prjóna :)
Mikið rosalega er þetta flott hjá henni og við mæðgur báðar svaka glaðar með gjöfina :)
Vildi að ég hefði svona smá í höndunum á mér eins og Jóna.......
Daman klæddi sig í kjólinn í gær til að máta, því hún ætlaði sko í afmælið í honum í dag!!!
Takk elsku Jóna og fjölskylda :)

18 September 2008

Afmælis stelpur dagsins :)

Þær eru tvær sem eiga afmæli í dag :)
Þær eru báðar óléttar :)
Mér þykir afskaplega vænt um þær báðar :)
Önnur nálgast fertugs aldurinn:)
Hin nálgast þrítugs aldurinn :)
Önnur er mágkona mín og hin er frænka mín:)
Önnur býr á Flateyri en hin í Köben :)
Önnur heitir Elínbjörg Katrín :)
Hin heitir Inga Rún :)

Elsku stelpur til hamingju með daginn :)
Megið þið eiga góðan dag :)
Bestu kveðjur frá okkur í B-37 :)

Fimmtudagsblogg....

Æ hún Bergljót Ástan mín er með 40,3 í hita, núna í kvöld!!!
Búin að gefa henni stíl og Margrétin mín skrapp og keypti íspinna fyrir hana :)
Svo vonandi fer henni að batna :)

Ég heyrði í mömmu seinnipartinn og er hún að drepast úr gigt :(
Segir það sé veðrið!!!
Ætli það sé þannig að veðrið hafi svona áhrif á kroppinn???
Ég er allavegana alin upp við það!!!
Maður spyr sig!!!

En ég er bara sæl og verið þið sæl :)

17 September 2008

Smá blogg.

BÁPan mín enn lasin :(
Hún var því heima í dag og pabbi hennar hjá henni til kl 19:00 en þá fór hann að vinna.
Ég var í vinnunni og síðan á starfsmanna fundi.
Seinasti dagurinn minn á morgun í eldamennskunni.....sko eldamennskunni sem ég fæ borgað fyrir!!!
Það er ekki alveg komið á hreint hvenær við flytjum, en kannski og vonandi strax eftir helgina :)

Tobba fór héðan í morgun, þannig að þetta var nú stutt stopp hjá henni, en hún kemur fljótt aftur og þá verður nú fjör á fernum :)

Ætla að henda mér upp í rúm núna og reyna að hitta Óla minn Lokbrá :)

Lifið lífinu lifandi!!!

Blóðsugan og veika stelpan!!!

Hún Tobba blóðsuga mætti á svæðið í dag :)
En hún og hennar flokkur frá Blóðbankanum eru sem sagt hér á svæðinu með blóðbílinn að taka á móti þeim sem vilja gefa blóð!!!
Hún gistir að sjálfsögðu hjá okkur í B-37 :)

Um miðnættið vaknaði Bergljót Ásta með bullandi hita!!! 39,3 !!!
Bara hiti....ekkert annað!!!
Hún hefur ekki fengið hita í langan tíma....marga mánuði!!!

Þegar ég sagðist ætla að mæla hana, spurði hún hvort hún væri að deyja eins og Sif en ég sagði að sjálfsögðu að svo væri alls ekki....þá spurði hún hvort ég væri nokkuð að deyja!!!!

Pabbi hennar kom með verkja töflu til að taka og spurði hana hversu þung hún væri, þá var hún fljót að svara "ég veit það ekki en mamma er hundraðogeittkíló"!!!!

Helvísk hún hefur eyru stelpan!!!!

Nú er víst best að henda sér upp í rúmið hjá henni, en þar vill hún að ég sofi í nótt og mikið er ég sammála :)

Eigið gott líf gott fólk og njótið þess :)
Hér er kolvitlaust veður!!!!

15 September 2008

Þar kom að því :) !!!

Já góðir hlutir gerast hægt :)
Nú er svo komið að við erum búin að leigja Gula Húsið :)
Ég er að sjálfsögðu rosa glöð með það, þó finn ég fyrir svona smá eftirsjá!!!
Gula Húsið er gott hús á góðum stað.
Það geymir margar minningar.
Margar minningar frá okkar fjölskyldu.
Bæði góðar og slæmar.
Mér þykir vænt um Gula Húsið.
Svo fylgja líka góðir "grannar" með Gula Húsinu:)
En hvernig sem allt er, þá er þungu fargi af okkur létt að hafa leigt húsið.
Húsið með sál.....já góðri sál :)

14 September 2008

Sunnudagur í september :)

Systurnar fóru á leikinn í dag :) TINDASTÓLL (sem við að sjálfsögðu höldum með núna) keppti við Víði........Okkar menn unnu 3-1:):):) Til hamingju Tindastóls drengir :)

Ég ætlaði á leikinn en Magga hringdi og bauð mér í "brúnir" og ég fór í það :)

Senn líður að flutningi og hlakka ég mikið til :)

Við fáum hressan gest nk. miðvikudag sem reyndar verður bara í tvo daga hjá okkur......einhverskonar "blóðsuga" Hlakka til að fá hana :)

Eigið gott kvöld í kvöld :)

.................

Aldrei slíku vant, þá er ekkert að frétta héðan!!!

12 September 2008

Júlla Jóns á afmæli :)

Hún vinkona mín Júlla Jóns á afmæli í dag :) Öðru nafni Stella (hans Guðna Guðna)
Hún er nefnilega áttræð í dag :)
Þeir sem vilja senda henni kveðju hér geta það og ég mun koma kveðjunni til skila :)
Frúin er að heiman :)

Elsku Stella bestu afmæliskveðjur til þín frá okkur öllum hér í B-37 :)
Ég veit að Alda Sigga er búin að stjana við þig í allan dag og sjálfsagt allir hinir líka :)

Hlökkum til að sjá þig.....sem fyrst :)

Eiki bleiki og Gulla tulla :)

Alltaf er hann Bleiki hress :)

Ó jú elsku Eiríkur, ykkur Gullu stendur sko enn til boða að gista Laufskálahelgina:) Og ég verð mjög mjög spæld ef þið komið ekki!!! Vonandi já verðum við flutt þá því þá verður drukkið dansað og hlegið á daginn og langt fram á kvöld og á nóttunni verður þreytan látin leka úr okkur í heita pottinn :) Mikið hlakka ég til :)

Segðu henni pirru Gullu að það sé mjög auðvelt að kommenta á þessa síðu......og já kenndu henni það bara strax :)

Auðvitað smyglar þú fullt fullt af ódýrum vodka til okkar :)
Geturu ekki annars sent mér bara í pósti nokkra lítra??? Sent hann með flöskuskeyti or somþing!!!!

Heyrðu það er svo gaman og auðvelt að vakna núna á morgnana þegar.....ég veit að það bíður mín alltaf sms frá ammeríkunni......áfram með þau :)

Fyrst það er allt svo ódýrt í henni ammeríkunni, beiddu hana Gullu þá að kaupa pils á mig með TEYJU í mittinu.......passa ekki lengur í neinar buxur!!!!

ÞÚ ERT ALLTAF JAFN HRESS NONNI MINN!!!!!!

11 September 2008

Hvíta Húsið selt :)

Nei það er nú ekki svo gott að það sé Gula Húsið sem er selt :( Org org og enn meira org!!!!
Einmitt RKH það er Hjartar húsið sem er selt!!!
En það er svo gott og frábært fólk sem keypti það svo ég er sátt :)
Enda er ég svo sem ekkert að fara að flytja vestur þarsem ég er mjög glöð og sátt hér á Króknum :) Var bara í smá pirringi í hádeginu (út af hnénu) og bloggaði að húsið væri selt!!!

En svo það sé nú enginn misskilningur á ferð gott fólk, þá er ég very hamingjusöm þar sem ég er og hlakka til að flytja á milli húsa....eða sko þegar ég er búin að því :)

Gugga Stína mín, við Pétur erum að fara að djamma þann 20. með góðu fólki og kannski líka flytja þá helgi, þannig að okkur vantar barnapössun nú og svo kannski að þú hendir oní nokkra kassa með okkur og stílistar fyrir mig í nýja húsinu!!!! Ertu að koma til okkar þá???

jebbsss

OG HÚSIÐ ER SELT..............

10 September 2008

Gula Húsið og lyklakippan :)

Ég kann ekki að bæta við á bloggið mitt....ennþá!!!
En myndirnar af Gula Húsinu og Grazynu húsi eru á forsíðu blaðs frá 66%N og ofan á myndina lagði ég flottu lyklakippuna frá henni Vigdísi :)

Já Gula Húsið er sko orðið frægt :)
Ég er að hugsa um að athuga hvort þeir láti mann ekki fá nokkra flísara á fjölskylduna í staðinn fyrir að fá að birta þessa mynd :)

Kannski að Gula Húsið seljist bara út á myndina :)
Aldrei að vita!!!
Og alltaf að vona :)

Í dag :)

Í dag hefur rignt oggulítið :)
Í morgun var ég oggulítið pirruð:(
Í dag fór PB aftur til tannsa:)
Í dag var fínt í vinnunni:)
Í dag kom Skírnir heim með Bergljótu Ástu :)
Í dag er dagurinn í dag.
Í dag er ég þreytt.
OG
Í dag fékk ég pakka frá Vigdísi mömmu Þóris....hennar Júllu.....hennar Jónu....hans Björns Inga :)
Í pakkanum var þessi líka flotta skó lyklakippa :)

Takk kæra Vigdís:) Þetta var mjög gaman (að fá svona skemmtilegan pakka)
Í dag bjargaði þessi pakki deginum í dag :)

09 September 2008

Berjamó :)

Hún Guðný er hrein snilld :)
Hún stakk upp á því í kommenti að fara í berjamó í dag eftir vinnu og það gerðum við ásamt þeim Skírni og Bergljótu Ástu :) Við fórum hér upp á Nafirnar og þar var allt krökkt af berjum!!! Við tíndum slatta í box og þá kom rigningar úði, sem gerði þetta bara enn skemmtilegra....um stund!!! Bergljót Ásta og Skírnir fóru í fjallgöngu á meðan og höfðu gaman af :) Þetta var aldeilis góð tilbreyting :) Takk Guðný :)

Svo er nú afmælisbarn dagsins en það er hann Björn Ari sem er 11 ára í dag :) Hann er systursonur Péturs :) Sonur Þóru :)
Til hamingju með daginn Björn Ari :)

PS: Inga Rún, þú ert æði :)

Upprifjun

Sma upprifjun fra ferd Vodkasystra til København i mars 2008.

08 September 2008

Blogg kvöldsins.

Buhuuu mig langar heim!!!
Ég álpaðist inn á myndasíðuna hans Palla Önna og fór að skoða myndir að vestan og VÁ hvað mig langar þangað núna!!!
Fjöllin, börnin, fólkið og bara allir vinirnir!!!
Sakni sakni sakn............

Ég er með heimþrá!!!
Og hvað gerir maður þá???
Undir sæng að sofa:(

Góða nótt og dreymi ykkur vel.

Blogg dagsins

Inga Rún: Það er aldeilis kjaftur á keilu núna!!! :)

Ég var svo upptekin klukkan sjö í morgun að ég mátti ekki vera að því að blogga áður en ég fór í vinnuna :) Tók utan af sængunum og henti í þvottavélina og tók inn þvott af snúrunum og braut saman og svona :) Mín svo dugleg á morgnana skiluru!!!!

Í gær fórum við í kaffihlaðborð til Guðnýjar og fjölsk, sem var meiriháttar gaman og tókum svo Skírni jafnaldra og bekkjarbróður BÁPunnar með heim :) Þau eru ótrúlega sæt og góð saman og leika sér vel :)

MAM og BÁP eru byrjaðar að pakka ofan í kassa.....ekki ég!!!!

Hér skín sólin eins og venjulega :)

07 September 2008

Sko Kára....

fólk ver peningunum sínum betur að fara til spákonu en í erfðapróf!!!
Og sennilega best með að fara til SPÁKONUNNAR :)
Ég er alveg til í að spá fyrir ykkur hvort þið eigið eftir að eignast börn, verða veik og þ.h. :)
Bara borga smá í eldhús krukkuna :)

KOMIÐ TIL MÍN ALLIR.....og ég mun spá fyrir ykkur :)

Afmæli og afmæli :)

Hann Helgi minn er eitthvað að reyna að tjá sig í kommenti að hann sé spældur að ég hafi ekki bloggað þegar hann átti afmæli!!!
Elsku elsku Helgi minn þá var bloggið bilað...mannstu???

En hann rauðhausinn minn átti afmæli 30. ágúst :) Þá varð drengurinn minn 22 ára!!! Helgi er einn fallegasti piltur sem ég þekki, bæði að utan sem innan :) Hann er dugnaðar forkur á sjó (segir Rúnar skipper) en húðlatur heima(segi ég)!!!! Hann er í skólanum fram að áramótum, í vélstjórninni :)



Helgi og Sif voru miklir vinir og því varð það honum mjög erfitt þegar hún dó. Þegar hann var að klæða sig áður en hann fór eitthvað, spurði hann alltaf Sif um álit.

Ég man eitt skiptið þegar þau voru lítil úti að leika sér í snjónum og Sif festist í skafli og fór að gráta og Helgi gat ekki hjálpað henni, þannig að hann fór bara líka að gráta....hágráta sko :)

Helgi minn er eins og Sif, alltaf mjög stutt í brosið hjá honum:)

Helgi minn til hamingju (hér á blogginu sko) með afmælið um daginn:) Við elskum þig afskaplega mikið og hlökkum til að heyra í þér, sem fyrst :)

Í dag hefði Kjartan frændi frá Akureyri orðið 90 ára.
Í dag á hún Dúnna afmæli :) Til hamingju Dúnna og bestu kveðjur til þín :)
Í dag á hann Palli Önna líka afmæli :) Til hamingju Palli og bestu kveðjur til þín líka :)

Eigið góðan sunnudag :)

06 September 2008

Réttir :)

Hún Guðný króksari sendi mér sms í dag og lét mig vita að það væru réttir upp á Nöfum í dag :) Takk Guðný :) Að sjálfsögðu mættum við þar hjónakornin (gift í 10 ár munið) ásamt þeirri yngstu :) Pétur minn var "dyravörður" við dilkinn hans Munda :) Ég sat og horfði á og hafði gaman af :)

Þetta minnti mig á þegar hann pabbi átti kindur :) Mín hét Gibba :)

En alls staðar er karlpeningurinn eins!!! Ég var að tala við Júllu Baddý í símann á meðan ég virti kindur og hrúta fyrir mér :) Haldiði að komi ekki einn (hrútur sko) vaðandi að einni saklausri rollunni og stökk upp á hana!!!! Ég eldroðnaði og leit í allar áttir til að tékka hvort nokkur væri að horfa á þetta með mér.....frekar vandræðalegt að verða vitni að þessu!!!!

Aumingja rollan vildi þetta alls ekki og hristi hrútspunginn af sér. Hei!!!! Þá brjálast bara helvítið og fer að stanga hana á fullu!!! Hann var sko með stór horn skal ég bara láta ykkur vita!!! Hann varð alveg brjálaður og stökk upp á hana aftur!!! Mér varð litið í augun á henni og sá bara sorg í þeim....mikla sorg og smá uppgjöf!!! EN hún átti mórauðan kærasta sem kom vaðandi að hrúts helvítinu og stangaði hann fast í belginn.....þeir slógust um stund og rollan var laus :) Ég fylgdist síðan með rolluskjátunni um stund á meðan hún var að jafna sig og óskaði þess heitt að ég hefði brauðmola í vasanum fyrir greyið. Löngu seinna sá ég hrútana tvo enn vera að stangast á og vona ég svo sannarlega að sá mórauði hafi unnið og hinn helvískur endi sem hangikjet!!!

Þannig voru þessar réttir jamm :)

Afmæli---afmæli :)

Hann gisti hjá okkur eina nótt um daginn :)
Hann kom oft í heimsókn til okkar í Gula Húsið.
Hann spilaði oft við okkur.
Hann spilaði á nikkuna í afmæli Bergljótar Ástu í fyrra.
Hann lék á orgelið í brúðkaupi Hinriks og Ellu :)
Okkur þykir afskaplega vænt um drenginn.
HANN Á AFMÆLI Í DAG :)
Til hamingju með daginn elsku Jón Ágúst :)
Mikið ertu heppinn að eiga afmæli á laugardegi, því hlýtur að vera ball á Vagninum þér til heiðurs.....og þá er að sjálfsögðu skilyrði að allir sem mæta á Vagninn í kvöld, gefi þér afmælisgjöf :)
TIL HAMINGJU TIL HAMINGJU TIL HAMINGJU NONNI OKKAR :)
Bestu kveðjur frá okkur í B-37 :)

Það er eins og mig minni að hún Sigrún Sóley eigi afmæli líka í dag, en hún er líka diggur lesandi þessarar síðu :) Til hamingju kæra Sigrún Sóley :)

Sofið út!!!!!

Ég var sofnuð snemma í gærkvöld. Var gjörsamlega búin eftir vinnusamann dag. Komin undir sæng fyrir hálf tíu og hlakkaði til að sofa út :) Vaknaði klukkan FIMM í morgun og get bara alls ekki sofnað aftur....aarrrggg.....klukkan er nú að verða sjö!!!!

Klukkan í tölvunni/blogginu er vitlaus hjá mér, þarf að láta laga það.

Það er þoka og smá vindur úti. Haustlegt á að líta hér út um gluggann sem ég sit. Laufin farin að falla og litirnir að breytast.

Þarf að fara að drífa mig í bílskúrinn að sortera dót.....henda/geyma/gefa!!!!

Nenni samt ekki svona snemma.....kannski í dag!!!

Það er samt einhver leti-söknuður-þreyta-deðurð í mér núna.....en sennilega og vonandi bara af því að ég vaknaði snemma!!!!

Nokkrar myndir frá páskum 2008

05 September 2008

Svör við kommentum frá seinasta bloggi :)

Inga Rún:Takk. Gatan heitir Ægisstígur 4 sem mun kallast hér eftir Æ4Æ (in english)

Strúllus:Takk. Ohhh það var svooo gaman þá :) Ég "elska" að vera veislustjóri!!!

Lady Bögg:Nei það er ekki á netinu, enda ekki til sölu.

Þórhanna:Takk takk.

Júlla Baddý:Ææ það var verra að þið komist ekki en takk samt. Já það er betra að hafa sér pott fyrir kleinu steikingar, því maður geymir olíuna á "milli" steikinga :)

Ásdís:Takk. Sendu bara póst og ég mun svara :) Svo skal ég næst er ég baka kleinur taka myndir þegar ég er að snúa þeim og setja á myndasíðuna :)

Anonymous:Hvar, hvernig og hvers vegna HVAÐ??? Hver ert þú???

Helga:Takk.Auðvitað prufar þú kleinurnar en mundu að fara varlega.....og þú líka já Inga Rún mín :)

Ella:Takk. Þér finnst hitt bloggið bara skemmtilegra af því að þú ert með þannig blogg!!!

Harpa:Takk. Júlla Baddý og Inga Rún sjá algjörlega um mitt blogg frá fæðingu þess, þannig að þær ráða þessu öllu :) Takk samt :)