10 October 2008

Föstudagsblogg.......

Haldiði að Tískustúlkan okkar sé ekki bara búin að blogga :)
Kíkið á Maldan á Kambinum sem er í link hér en þar segir hún frá skemmtilegri tannlæknaferð sinni :)

Veit annars ekki hvað er að koma yfir höfuðið á mér því gærkvöld var ég alveg frá með helv....migrini aftur!!!!

Hnéð alls ekki að virka......dreg fótinn á eftir mér eins og Hringjarinn í N D!!!!!

Verð að vera dugleg í vodkanum um helgina en það er sko það eina sem slær á þetta!!!!

Þetta var sem sagt blogg og væll dagsins :)

Gleymið samt ekki netkosningunni og kjósið stelpu orminn okkar :)

Feykir.is :)

9 comments:

Anonymous said...

Þarna þekki ég þig!

Anonymous said...

Ég veit hvað vantar það vantar bara mig!!!!

En það kemur að því!!!!

Anonymous said...

hæ frænka, þú veist mitt álit á vodkanum! Hann bjargar engum - dregur alla með sér í svartnættið. Það er staðreynd því miður. Verkjatafla er betri! Vona að þú finnir ráð til að vinna gegn kvölum en umfram allt að fundin verði leið til að laga þetta helv.. drasl sem er í ólagi.
Stelpuormurinn er afgreiddur!
Gulla er komin með nýtt netfang gulla0910@simnet.is og þar með laus við andlega ok rugludallsins, eiginmanns síns.
Biðjum að heilsa.

Anonymous said...

Það vantar krippuna. Ég er með hana svo að til samans gætum við orðið eins og hringjarinn frá N D. En þú ein og sér átt langt í land.
En ég veit hvernig þér líður. Vonandi hefur vodkin virkað
biðjum að heilsa
kveðja frá Svíþjóð

Anonymous said...

Nei Gógó min eg myndi profa Kaptein morgan hann er bestur læknar alla verki. hafið það gott.Kveðja sverige

Anonymous said...

Ég tek undir með efg, vodki er viðbjóðsdrykkur og nær að ég sendi´þér tebrugg úr vestfirskum gæðajurtum, s.s ljónslappa, rjúpnalaufi, fjallagrösum, blóðbergi og lyfjagrasi..... :)
úr þessu má svo vinda upp bakstur og leggja við hné og höfuð.
Láttu þér batna
Ylfa

ingarun said...

jæja við mamma, amma og Bragi erum rosa spennt að heyra hvernig gekk hjá Möldunni í gær:)

Anonymous said...

Er brálað að gera??????????????

Anonymous said...

Hvar er Gógó?