22 April 2009

Þar kom að því.....bloggidíblogg :)

Þá er veturinn næstum í garð genginn og sumarið á næstu grösum :)
Já á morgun er sumardagurinn fyrsti :)
Mikið hvað ég vona að það verði meiri stilla yfir sumrinu en er í höfðinu á mér þessa dagana!!! En í kolli mínum geymi ég ekki gullið....heldur er þar allt á fleygiferð....og allt út af þessum kosningum nk. laugardag!!!
Ég veit hreinlega ekkert hvað ég ætla að kjósa!!!
Í gær (eins og flesta daga) ætlaði ég að kjósa sjálfstæðisflokkinn....í dag skila auðu og hvur veit hvað ég hugsa á morgun!!!!
Mynduð þið kæru lesendur (ef einhverjir eru eftir) geta gefið mér einhverjar hugmyndir um hvað ég á að gera??? Hvaða flokkur hentar???
Það versta samt er,að ég trúi engu né treysti neinu sem allt þetta fólk talar um....það hugsar bara hver um sinn rass!!!
Samt sem áður eru kosningarnar nk. laugardag!!!
HALLELÚJA!!!!!!

Sæluvikan byrjar nk. sunnudag og verður margt um að vera hér :)
FRÁ OKKAR FYRSTU KYNNUM verður frumsýnt sunnudaginn 26. apríl kl 20:00
2. sýning þriðjud. 28. apríl kl 20:00
3. sýning föstud. 1. maí kl 17:00
4. sýning laugard. 2. maí kl 15:00 uppselt!
5. sýning þriðjud. 5. maí kl 20:00
6. sýning miðvikud. 6. maí kl 20:00 uppselt!
7. sýning laugard. 9. maí kl 17:00
8. sýning sunnud. 10. maí kl 20:00
9. sýning þriðjud. 12. maí kl 20:00
Lokasýning miðvikud. 13. maí kl 20:00

Karlakórinn Heimir og Fjallabræður syngja fyrir okkur laugardaginn 2. maí og margt margt fleira....tel náttúrulega aðeins það upp sem á einhvern hátt snertir mig og mína :)

Hvet að sjálfsögðu alla að bregða undir sig betri fætinum og mæta í sæluna til okkar :)

Á MORGUN SUMARDAGINN FYRSTA EIGA ÞAU HEIÐURSHJÓN, TENGDAFORELDRAR MÍNIR....50 ÁRA BRÚÐKAUPS AFMÆLI :)
Vil ég því óska þeim innilega til hamingju með daginn og megi þau lengi lifa :)
Mér þykir afskaplega mikið vænt um ykkur elsku Bergljót og Björn :)

Að lokum vil ég óska ykkur gleðilegs sumars og þakka ykkur fyrir veturinn :)

12 April 2009

Páskar 2009

Já sælllll!!!!
Það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði seinast, þarf greinilega fara að taka mig á í bloggheiminum....bæði að skrifa og lesa blogg!!!

Hér gengur lífið fínt og við glöð á Króknum :)

Ég er farin að mæta á allar æfingar hjá leikfélaginu, ekki þó að leika en aðstoða leikstjórann :) Hann heitir Jón Ormar Ormsson og er hinn skemmtilegasti karl :)
Að mæta á leikæfingar er eitt það skemmtilegasta sem ég geri :)
Leikfélagið hér er að verða 120 ára og er þetta afmælissýning sett saman af leikstjóra og öðrum og taka þátt í sýningunni bæði fólk sem hefur leikið í mörg ár og fólk sem er að stíga fyrstu spor sín á sviði :)
Leikritið verður frumsýnt í Sæluvikunni :)

Frúin mætti á blak æfingu um daginn hjá Krækjunum og var það ótrúlega gaman.....ætla sko að halda þar áfram í haust :) Þær taka sér frí á sumrin :)
Ég var að sjálfsögðu blá og marin á handleggjunum eftir æfinguna....en það var þess virði :)

Georg Rúnar er búinn að koma til okkar og Helgi er líka búinn að koma :) Það var virkilega fínt að fá strákana sína heim :)

Margrét og Helgi keyrðu sl. fimmtudag vestur og í dag ætlar Margrét að keyra ein heim :)
Vona að allt gangi vel hjá henni og að heiðarnar séu snjó/hálku litlar!!!

SPÁKONAN Á KAMBINUM ÓSKAR YKKUR ÖLLUM GLEÐILEGRA PÁSKA :)