07 June 2009

Þar kom að því :)

Langt er síðan ég hef bloggað....svo langt að ég var næstum búin að gleyma hvernig ég á að komast inn á bloggið!!!!

Margt hefur svosem gerst frá því seinasta blogg var :)....en ég man nú fæst af því....það hefur með þetta gullfiska minni mitt að gera :)

Í dag er Sjómannadagurinn og á degi sem slíkum er ekki hægt annað en að hugsa heim til Flateyrar.
Á Flateyri er þessi helgi sú allra skemmtilegasta helgi ársins og hefur verið um langt skeið. Mikið um hátíðarhöld og eintóm gleði í að minnsta kosti tvo daga :)
Allir skemmta sér saman, börn sem fullorðnir, sjómenn sem landmenn og allir njóta þess í botn :)
Því miður komumst við hér á Ægisstígnum ekki vestur núna en við höfum okkar fulltrúa á svæðinu :) Já Bergljót okkar Ásta er á eyrinni góðu og býr hjá Guggu systur þessa dagana :)
Við heyrðum í henni í gær og var hún full af gleði:) Hafði farið í siglingu með Varðskipinu í Ægi laaaangt frá Flateyrinni og sá svo Gula Húsið okkar þegar hún var að koma aftur í land :)
Hafði verið á fótboltavellinum og mikið um að vera þar....svo hafði hún farið aftur á völlinn og þá í fótboltaskónum sínum með fótboltan sinn :) Já það er mikið að gera hjá henni fyrir vestan :)

Um seinustu helgi þegar við Pétur fórum á rúntinn með hana, sagði hún "mig langar að flytja aftur í Gula Húsið, þetta er svo lítill og sætur bær"

Já við vorum semsagt fyrir vestan um seinustu helgi, sem var hreint frábær helgi :)
Þar var hljómsveitin ÆFING með endurkomu og á eyrinni voru í mínum huga MILLJÓN manns:) Allt fullt af gömlum og góðum vinum og allir komnir til að skemmta sér en ekki endilega að láta aðra skemmta sér :) Þetta var hreint æði :)
Já svona minningar geymir maður í hjarta sínu um aldur og ævi :)

Í dag langar mig að flytja aftur heim. Heim til fallega fjarðarins, fallegu fjallanna, góðu fjölskyldu minnar og ekki síst til góðra vina minna.
Á morgun langar mig það kannski ekki....en í dag er hugur minn og hjarta fyrir vestan.

Sjómönnum og þeirra fjölskyldum óska ég til hamingju með daginn :)

Lifið heil öll :)