30 March 2009

Bloggað smá.....

Er ekki tími kominn á eitt stykki blogg eða svo :)

Georg Rúnar minn kom þriðjudaginn eftir að tengdó voru hér :)
Hann var svo sætur að gefa okkur þessa líka fínu kaffikönnu (til að hella upp á) og hitakönnu :) Þannig að nú er hægt að bjóða upp á HEITT kaffi fyrir þá sem reka við hjá okkur :)

Sl. föstudag fóru þau keyrandi til Reykjavíkur, Pétur, Georg Rúnar, Margrét Alda og Bergljót Ásta.....en frúin var ein eftir í kotinu!!!
María Sif kíkti aðeins til mín á föstudagskvöldið og var það ljúft :)
Heima hékk ég allan laugardaginn og vissi ekki hvað ég átti af mér gera.....leiðist svona einni!!! Hékk í tölvunni meira og minna allan daginn og um kvöldið til skiptis í tölvunni og horfa á sjónvarpið!!!

Ætlaði aldeilis að sofa út báða frí dagana....laugardagsmorguninn var ég vöknuð hálf átta og sunnudagsmorgun kl SJÖ!!!! Ráfaði hér um og kíkti enn og aftur í tölvuna.....kl 9 um morguninn var mér hætt að lítast á sjálfa mig, þar sem ég stóð mig að því að vera farin að tala við sjálfa mig á fullu!!!! Ákvað þá að hringja í mömmu og aðeins að þenja raddböndin.....við gátum spjallað saman held ég hátt í klukkutíma :)

Svo kom Margrétin mín fljúgandi í gær, þó veðrið væri vont....mikið var ég glöð og kjaftaði hana nánast í kaf :) Hún kom blessunin með kjúklinga box frá KFC.....og var það sko vel þegið jummijumm :)

Í gær áttu þær svo afmæli, Gunnhildur systir 51 árs og Júlla Baddý 30 ára :)
Hvorugar vildu svara mér er ég hringdi en náði að senda JBB kveðju á fésinu :)
Óska þeim innilega til hamingju með daginn :)

Hún Valborg dóttir Þrúðu og Valla hefði líka orðið 30 ára í gær.
Sendi Valla og Þrúðu góðar kveðjur og blessuð sé minning Völlu.

Þetta var blogg dagsins.

21 March 2009

Gaman er þegar nóg er að gera og margir í kringum mann :)

Nú er gaman :)

Tengdó komu á fimmtudaginn + Ásta mágkona :)
Þau komu með okkur á Árshátíðina hjá Bergljótu Ástu, sem haldin var í Bifröst :)
Þar sýndi 2. bekkur leikrit og söng og höfðum við mjög gaman af :)
Þótti mér að sjálfsögðu mín stelpa standa sig með sóma sem og hin börnin að sjálfsögðu :)

Eftir sýninguna fórum við í Hús Frítímans en þar var karlakórinn Heimir með opið hús og gátu allir sem vildu koma og hlusta á æfinguna hjá þeim :)
Það var líka mjög mjög gaman....og að sjálfsögðu var ég stolt af mínum manni þar :)

Í gær eftir vinnu fórum við 10 "stelpur" úr vinnunni til Akureyrar á leikritið FÚLAR Á MÓTI og jeminn eini það var ein risa hláturbomba í 2 klst.......þessar konur eru frábærar HELGA - EDDA - BJÖRK........eftir sýningu fórum við á tælenskan matsölustað og átum þar eins og við gátum :)
Síðan var brunað heim :)

Í morgun gengum við Margrét Alda 3 km
Klukkan 13:00 fór ég á æfingu hjá leikfélaginu og var hvíslari þar til klukkan 15:00
Gaman gaman :)

Nú svo um kl 16:00 í dag tókum við hjón þátt í prófkjörINU :)

Ég elska svona helgar þegar nóg er að gera og ekki er það verra að sólin skín og er smá vor í lofti :)

Góða helgi allir :)

18 March 2009

Leti leti......

Leti í frúnni í dag :(
Nennti ekki út að ganga :(
Pétur minn í vinnunni!!!

En það er nú ágætis hreyfing að setja í og taka úr þvottavélinni....og setja í og taka úr þurrkaranum.....eða er það ekki????

Er að sjóða ýsu í kvöldmatinn :) Jammi namm :)

Hafið það gott :)

17 March 2009

3 KM í dag jibbýýýý :)

Hef svo gaman af að gorta....sérstaklega þegar ég hef efni á því :)

Við hjónin gengum nefnilega 3 km í dag eins og í gær :)

Kókistinn ég hætt að drekka kók virka daga.....en sennilega um helgar :)
Vona bara að Vífilfell fari ekki á hausinn....en það er þá bara allt í lagi,því aldrei hef ég fengið neina uppbót frá þeim......þó ég hafi nú verið ein af mörgum sem hef styrkt þá með mínu kók þambi!!!!

Monti mont :)

16 March 2009

Göngum göngum.......

Djöss dugnaður í frúnni :)
Í gær gengum við Bergljót Ásta 4,1 km :)
Núna vorum við hjónin að koma úr göngu og voru það ca 3 km
Nú svo gekk ég heim úr vinnunni í dag :)

Það er nú bara ekki svo slæmt að hreyfa sig sko!!!!!

Og svo er kókakólað geymt fram að helgi :)

15 March 2009

Sunnudags hreyfing í sól og fallegu veðri :)

Það er nú orðið daglegt brauð hjá þeim Pétri og Margréti að fara í ræktina....líka um helgar!!!!
Í dag er þau skelltu sér þangað, þá fórum við Bergljót Ásta í okkar rækt :)
Við nefnilega gengum rösklega í klukkutíma :)
Ótrúlega glaðar sko :)
En við tvær erum ekki í megrun....heldur bara svona að hreyfa okkur til gamans :)

Síðan er ég ekkert að láta hana endilega vita að ég stíg nú öðru hverju á viktina!!!!

En mikið er ég stolt af henni Þórdísi Björnsdóttur frá Þórustöðum, en ég sá hana í skólahreysti taka 41 armbeygju :)

Jæja lærið er komið í ofninn...ummmmmm

Til lykke Illugi og co :)

Illugi, Binna og við öll hin, til hamingju með stórkostlegan sigur :)

Nú er bara að fá hana Eyrúnu í fyrsta sætið hjá okkur og þá er þetta frábært:)
Vona svo sannarlega að EKG verði ekki í neinum af fyrstu þremur sætunum hjá okkur.....því þá mun ég kjósa eitthvað allt annað en sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum!!!

Mér líst mjög vel á Gunnar Braga sem okkar fulltrúa á þing!!!

En nú hljómar í útvarpinu "ef ég væri guð" og sennilega er það hann Helgi Björns sem syngur það....ég veit hver þessi Helgi er....en hver er þessi guð!!!!!

14 March 2009

Dugnaður í frúnni :)

Frúin er búin að vera að myndast í eldhúsinu í dag :)
Bjó til rækjusalat--gerði heitan rétt (sem bíður í ísskápnum eftir að verða settur í ofninn)
og setti á perutertu :)
Nú svo er verið að fara að búa til þennan líka yndælis fiskrétt í ofni :)
Nú er bara að sjá til hvort einhver rekur við hérna á Ægisstígnum :)

Hallóóó einhver fyrir vestan á leið í heimsókn til mín á morgun....eða????

Svo er bara allt gott að frétta héðan.
Eftir ræktina .......nei nei ég fór ekki í ræktina.....þau sjá alveg um það, þau Margrétin mín og hann Pétur minn :) Já semsagt eftir ræktina fórum við í fjölskylduferð í.....Skaffó....að versla inn :) ......þið vitið.....Pétur minn vill ekki versla í Bónus!!!!!

EN alltaf gaman að fara í svona fjölskylduferðir......

Nú í gær eftir vinnu þá fórum við mæðgurnar þrjár í göngu upp á Nafir :)
Það var nú sko aldeilis rækt fyrir frúnna!!!!

Annars bara allt fínt héðan....langar þó dálítið vestur....allavegana svona stundum um helgar!!!

09 March 2009

Myndir- myndir :)

Margrétin mín er búin að setja inn myndir í linkinn hér hægra megin "nýja myndasíðan mín"
Þetta eru myndir frá því ég var fyrir vestan :)
MYNDIR:

Ásta í heimsókn.
MAM og Sigga systir að máta fínu gleraugun hans PB.
BÁP að passa Tristan Berg.
Amma og afi í Hfj.
BÁP í flugvélinni á leið vestur.
Kaffi heimsóknir á heilsugæsluna og sparisjóðinn.
4 ættliðir hjá Jóhönnu Kristjáns.
Heiða læknir að taka sauminn úr hnénu á mér og Gulla að mynda það!!!
Í heimsókn hjá Grétari og Daða LEEDSara :)
RKH og BÁP hjá ömmu Gróu.
Við Gulla og Alla í skötuboði hjá Ívari, Sigga og Bjössa.
Snjóflóð sem féll í lok janúar sl.

Gulla Stútungsformaður í prentsmiðjunni hjá Bigga.
Pizzudeigið hjá Gullu að hefast (við skruppum til Öllu á meðan)
Stútungskonur í heimsókn á G-2

Krummi krunkar úti.
Alla að hella appelsíni í rétta flösku er við vorum í heimsókn hjá Sigrúnu Gerðu á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Gulli Finns og Inga Gunnars.

STÚTUNGUR-----STÚTUNGUR

Skemmtið ykkur nú á meðan þið skoðið þessar myndir gott fólk :)

Mánudagsblogg.

Í dag er ég heima með lasna Bergljótu Ástu.....eða hún er enn með svo ljótan hósta að við ákváðum að hafa hana heima í dag!!!
Mér finnst afskaplega leiðinlegt að hanga heima lasin eða með lasið barn :(

Hér hefur snjóað þokkalega mikið og hef ég ekki séð svona mikinn snjó hér áður!!!
Bíllinn okkar var fastur í innkeyrslunni en þær galvösku stúlkur, Margrét Alda og Sigga Kristín mættu og mokuðu......nú já síðan fengu þær "smá" hjálp af tveimur vöskum körlum :)

Það á enn að bæta í snjóinn og versta veðrið á víst að vera á miðvikudaginn!!!
Þoli ég snjó????.....öhhh nei það geri ég sko alls ekki...aarrrrgggg :(

Um sl. helgi kom hún María Sif í heimsókn til mín með skeinara sem á eftir að nýtast okkur sennilega mjög vel :) Thank you María Sif :)

Kristinn Andri kom í kaffi til Spákonunnar og þótti mér afskaplega afskaplega vænt um það :) Mér finnst alltaf svo gott og gaman að vita hvað krakkarnir frá Flateyri eru alltaf trygg við mig :)
Enda þykir mér afskaplega mikið vænt um þau :)

Ég fékk líka heimsókn á laugardagskvöldið, en þá komu þau Magnea og Björn :)
Alltaf gaman að fá þau í heimsókn....mikið spjallað og hlegið....allt frá hestum til leiðindar tíkarinnar....pólitíkarinnar!!!! Þetta var mjög gaman,þar til veðrið fór að versna þá héldu þau heim á leið :)

Skellti í skúffuköku í gær en síðan var eiginlega bara leti allan daginn....eða þar til það kom að því að sjóða sviðin og rófurnar....sem var síðan étið af bestu getu :)
Margrét át tunguna og gómfylluna af mikilli innlifun....BÁPan gerði ekki annað en að grandskoða hvern og einn einasta bita, áður en hann fór ofan í hana og skyldi ekkert í því að við værum að láta hana éta HAUS AF KIND!!!!

Læt þetta duga í bili :)
Ætli einhverjir lesi ennþá blogg....eftir að fésbókin kom inn!!!

07 March 2009

Góða nótt.

Georg minn er kominn af sjónum og í smá frí.
Helgi minn er enn úti á sjó.
Margrét mín er í fríi í Reykjavíkinni.
Bergljót Ásta mín er sofnuð....en með ljótan hósta.
Pétur minn er að vinna.
Og ég mín er að fara að sofa.

Bona nox.

04 March 2009

Margrét Alda 19 ára :)

Á morgun er 5. mars :)
Á morgun á hún Margrét mín Alda afmæli :)
Á morgun verður stelpan 19 ára :)
Jeminn eini, mér finnst svo stutt síðan ég fæddi hana og stúlkan var rúmar 20 merkur :)

Til hamingju með daginn elsku Margrét Aldan mín :)
Við elskum þig mikið mikið :)

02 March 2009

Mánudagurinn 2. mars :)

Við Bergljót Ásta skelltum okkur í bíó í gær eftir góðan göngutúr :)
Myndin heitir BOLT og var mjög skemmtileg :)



Er að hugsa um að fækka eitthvað kílóunum sem endalaust hafa hlaðist utan á mig!!!