28 December 2008

Vesturfarar:)

Þetta er svoooo gaman :)
Annan í jólum þá var ákveðið einn tveir og þrír að redda sér fari NÚNA vestur!!!!
Pétur minn keyrði okkur næstum til Hólmavíkur og þar kom á móti okkur hann Halli besti frændi :) Hann keyrði semsagt frá Flateyri til að ná í okkur :)
Það voru ég BÁP og Helgi :)
Á morgun koma síðan þau Pétur og Margrétin :)

Lalla lánaði okkur húsið sitt en það er læknabústaðurinn :)
Það er frábært að vera þar :)

Við mæðgur erum staddar hjá Guggu núna og á leið að borða hennar marg rómuðu fiskisúpu :)
Í fyrrakvöld beið hún eftir okkur með kjúlla kei og í gærkvöld vorum við í pizzupartýi hjá henni Gullu :)

Í gær átti hún mamma afmæli og var heljarinnar veisla hjá frúnni, þar sem Gugga og Ella sáu aðallega um að hlaða borðið af kræsingum :)

Já það er enn og aftur bara þetta sama gamla og góða....éta mat éta mat éta lon og don :)

Jólaballið var í dag frá kl þrjú til fimm í Samkomuhúsinu :)
Það var að venju mikið fjör og mikið grín :) Mjög mikið dansað í kringum jólatréð og strákarnir flottastir sem spiluðu og sungu fyrir okkur :)

BÁPan að venju byrjaði að titra og skjálfa þegar hljómsveitarmeðlimirnir fóru að tala um að nú færu jólasveinarnir ábyggilega að koma!!!! Þegar þeir mættu svo á svæðið byrjaði sú stutta að gráta og titra og vildi helst sitja í fanginu á mér!!!! Þetta ætlar greinilega ekki að eldast af henni!!!

Helvítið hann Grétar hefur náð að skelfa hana svona þegar hann var í rauðu fötunum hér ár eftir ár......þarf að ná á drenginn þann!!!!

En vildi semsagt bara láta ykkur vita að við erum komin vestur og höfum það rooooosalega gott :)

Vona að þið hafið það gott líka :)

25 December 2008

Jólin jólin og sveinarnir

Aðfangadagur kom þó engin Magga "granna" né Sigrún Gerða létu sjá sig, eins og venjan var þegar við bjuggum í Gula Húsinu :) Heyrði nú þó í grönnunni í síma :)

Jólasveinar tveir birtust hé fyrir hádegi með hávaða og látum :) Bergljót Ásta var á ganginum en um leið og þeir ruddust inn um dyrnar, sló hún heimsmet í langstökki þegar hún stökk inn í stofuna og annað heimsmet en það var í hástökki þegar hún stökk upp í fangið á pabba sínum!!!
Hún róaðist þó þegar ég var búin að láta þá vita að hún væri nú svona frekar hrædd við svona sveina og þeir hægðu á sér:) Báðu hana að spila á píanóið fyrir sig og spilaði hún jingle bells fyrir þá :) Þetta var sko aldeilis uppákoma sem hún á ábyggilega ekki eftir að gleyma :)

Hinrik bróðir smíðaði kross sem hann lét á milli leiðana hjá honum pabba og hennar Sifjar minnar:) Hann sendi mér mynd af því í gær og þótti mér vænt um það :)
Halli frændi fór líka að leiðinu hennar Sifjar minnar í gær og var ég mjög þakklát fyrir það:)
Ég veit reyndar að ég á mjög góða að sem kíkja til hennar þegar þau geta. Reyndar er veðrið þannig að ekki er hægt að kveikja á kerti hjá henni.

Það er samt hálf asnalegt að geta ekki eins og við höfum gert frá því hún Sif dó, en þá höfum við Pétur og börn farið til hennar á Jóladag og síðan hefur verið kaffiboð hjá okkur í því Gula á eftir!!! En við kveikjum bara á kertum hér heima og borðum síðan bara sjálf hveitikökurnar og hangikjetið og annað góðgæti sem finnst hér :) Hringjum síðan bara í fólkið og tölum við það í síma :)

Aðfangadagurinn var yndislegur í alla staði og leið okkur öllum vel hér í fyrsta sinn saman komin á Króknum um jól :) Sauðárkrókur er líka góður staður til að búa á :)

En nú ætlar þessi fallega og góða fjölskylda á Ægisstígnum að fara í smá bíltúr um bæinn!!!

23 December 2008

Jólakveðja :)

Ætli það verði nú ekki eitthvað lítið kíkt í tölvu á morgun!!!
Skatan var yyyynnnndddiiisssllleeegggg hjá þeim Magga og Sonju :)

Eins og áður hefur komið fram á blogginu hjá mér þá sendi ég engin jólakort í ár!!!
Ákvað að senda ykkur jólakveðju héðan og þið komið kveðjunni áfram til þeirra sem ekki lesa bloggið mitt :)

Georg Rúnar minn fór til Barcelona í dag og heyrði ég í honum þegar hann var kominn á leiðarenda og gekk allt vel :)

Já hann Helgi minn kom heim í gær, þannig að nú eru öll börn í húsi nema Goggi minn :)

Gulla mín og Eiríkur sáu um að ljós er á krossinum hennar Sifjar minnar.
Gugga og Ragnheiður ætla að setja grenigrein og kveikja á kerti á morgun hjá henni. Vona að veðrið verði þannig að hægt sé að kveikja á því.

Kæru vinir og allir aðrir, við á Ægisstíg 4 óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum ykkur allar góðar stundir á árinu sem er að líða.
Vonum að þið hafið það eins gott og hægt er á þessum stundum.

Jólakveðjur frá Spákonunni- Pétri-Helga-Margréti-Georg og Bergljótu Ástu :)

22 December 2008

Dásamlegt er þetta.....

Á morgun er seinasti dagur í vinnu fyrir jólafrí og mikið hlakka ég til að komast í frí :)

Pétur minn og BÁPan fóru suður í gær og komu til baka núna áðan ásamt honum Helga mínum :)
Þau sluppu við leiðinlega veðrið :)

Georg minn fer til Barcelona í fyrramálið :)

Á morgun er svo SKÖTU dagurinn uummmm.......það er sko virkilega tilhlökkunnarefni :)
Skata, kartöflur og mikið af mörfloti yfir :) Jammíjamm :)

Síðan verður farið í Skaffó og keypt restina af því sem vantar.
Skipt á rúmunum annað kvöld og kannski skúrað þá líka :)
Pétur, Helgi og Bergljót Ásta ætla að henda upp jólatrénu á morgun og skrautinu á það:)
Og þá er þetta tilbúið :)

Leiðinlegasta spurningin þessa dagana sem ég fæ er sú sama og fyrir hver jól: "ertu búin að öllu?" Ég veit nefnilega aldrei hvað þetta ALLT er............

Hlakka til að blogga meira á morgun :)

21 December 2008

Þetta er nú bara yndislegt :)

Gaman var í morgun þegar Önni, Sigrún og stelpurnar kíktu í kaffi til okkar áður en þau brunuðu vestur :) Þau tóku fyrir okkur jóla jóla til fjölskyldunnar fyrir vestan :)

Við fórum til Akureyrar í gær og keyptum jólagjafir :)
Skemmtilegasta við Akureyrarferðina var þó samt að hafa aðeins getað hitt hana Strúllus okkar :) Hana höfum við náttúrulega ekki séð síðan í brúðkaupi hennar og Bjarka :)

Á leiðinni heim hlustuðum við að sjálfsögðu á Rás 2 og urðum himinglöð þegar tilkynnt var að FJALLABRÆÐUR væru í 6. sæti á vinsældarlista Rásar 2 :)
Húrra fyrir þeim :) Þeir eru náttúrulega bara lang lang flottastir :)

Pétur minn og BÁPan óku suður í dag með jóla jóla sem áttu að fara í þá áttina og til að ná í hann Helga minn :) Líka til að knúsa hann Georg Rúnar minn áður en hann fer til Barcelona :)
Leitt þykir mér að geta ekki gefið honum gott knús en ég á það bara inni uns ég hitti hann síðar :)

En enn og aftur auglýsi ég eftir fari vestur frá BRÚ fyrir okkur BÁPuna þann 26. eða 27. desember!!!!

Það eru svosem engin komment undanfarið þannig að ég er farin að halda að allir séu komnir í tölvujólafrí :)

En samt ef einhver veit um far............

19 December 2008

Skataskata og svo vantar mig far vestur......

Mikið rosalega fékk ég góðan mann í heimsókn í gær :)
Það var hann Maggi Hinriks og bauð hann mér að koma í SKÖTU á Þorláksmessukvöld......og hann er sko með hnoðmör og alles :) UUmmmmm.......og að sjálfsögðu þáði ég það :) Og mikið svakalega hlakka ég til :) Pétur minn fær saltfisk hjá honum :)

Alltaf gaman að hafa eitthvað til að hlakka til :)

EN EF ÞIÐ VITIÐ UM EINHVERN SEM ER AÐ FARA AÐ KEYRA VESTUR ÞANN 26. EÐA 27. DESEMBER VILJIÐ ÞIÐ ÞÁ LÁTA MIG VITA?????

ÞVÍ ÞÁ ÆTLUM VIÐ BERGLJÓT ÁSTA AÐ BIÐJA UM FAR FRÁ BRÚ :)

18 December 2008

The hottest of the hottest :)

Er hann Pétur minn hot eða HOT????
Hann er sko örugglega HOT HOT HOT!!!!!!!!
Hann eldaði nefnilega tikka masala kjúkling í kvöldmatinn og var hann sko hot (kjúllinn)
Það rýkur enn úr eyrunum á mér....en mikið djöfull var hann góður....sko kjúllinn, en Pétur minn er það nú líka :)

Í dag barst í hús pakki frá Guggs og fjölsk. :) Spennandi :)
Einnig barst pakki frá 99 :) í dag og innihélt hann þennan líka flotta rauða kúreka hatt með ljósum, til mín :) Og svo ekki jólapakki til BÁPunnar :) Hann kom frá Danmörkunni....GÁsunni :)
GÁsa mín tusund takkir fyrir :) Heyrum í þér um jólin :)

EN veit einhver um einhvern sem ætlar að keyra vestur þann 26. eða 27. desember????

Hafið það gott og hot :)

16 December 2008

Bónda-hveitijól :)

Jæja frúin á Ægisstígnum hefur ekki stoppað síðan hún kom heim úr vinnunni um kl fimm í dag :)

Því við mæðgur þrjár ákváðum að baka Bóndakökur núna úr því Pétur minn keypti Mónu súkkulaðisdropa í bænum áður en hann kom heim :) Þeir fengust ekki hér sl. laugardag sko!!!

Já kjallinn kom að sunnan í dag endurnærður, enda búinn að hafa það gott hjá mömmu og pabba í Reykjavíkinni :) Þannig að hann eldaði kvöldmatinn hér á meðan við MAM byrjuðum á Bóndakökunum, sem eru víst uppáhald Margrétinnar minnar!!!

Eftir það hélt ég áfram og bakaði fleiri hveitikökur............þær eru svo góðar og svo er ég búin að senda nokkrar frá mér :)

Þetta verða sko Bóndahveitikökujól í ár :)

En gaman að þessu með DV múhahahahahahaha :)

15 December 2008

Skotárás :)

Já það er nú ekki öll vitleysan eins!!!
Þegar Pétur minn keyrði suður á föstudaginn lenti hann í skotárás!!!

Hann stoppaði í EKKI uppáhaldsbænum sínum á leiðinni : Borgarnesi :)
Stóð fyrir utan Hyrnuna þegar drengir komu akandi þar á bíl og miðuðu, skutu og hittu hann í kálfann......sem betur fer þó, þá voru þeir með loft riffill!!!

Pétur er náttúrulega lögga og því snar í snúningum eftir því.
Stökk inn í bílinn sinn, elti drengina og náði númerinu hjá þeim.
Fór á löggustöðina og tilkynnti þetta :)
Löggan náði óláns piltunum og tók af þeim riffilinn og þeir greyin vonandi lært að það borgar sig öngan veginn að skjóta á fólk og alls ekki á svona snögga löggu, eins og hann Pétur minn er :)

Þetta var löggusaga dagsins :)

14 December 2008

Saltkjöt og SÖRUR.....

Já Víðir minn nú dugar ekkert annað en að hrækja þessum andskota úr sér!!!

Þess vegna er frúin að elda núna saltkjöt og baunir túkall :)
Ummm ilmurinn er YYYYYndislegur og ég get varla beðið :)
Það er meira að segja smá fita á kjetinu og þykir mér það sko ekkert verra :)
En það er heill klukkutími núna í að þetta verði tilbúið hjá mér svo ég verð bara að hanga í tölvunni á meðan :)

Annars erum við Bergljót Ásta búnar að vera að spila BINGO í dag og vann hún blessunin :(

Ég fékk frábæra heimsókn í dag en það var sko hún Silla pilla sem er matráðurinn á Furukoti :)
Kom hún með fullan poka af SÖRUM......er hún ekki frábær????
Ekki það að ég hafi verið búin að væla eitthvað í henni að ég kynni ekki að baka þær en finnist þær rosa rosa góðar og hvort hún væri til í að gera nokkrar fyrir mig.......nei nei (hóst hóst) ég var ekkert búin að væla um það við hana!!!! UUUMMMM þær fóru beint í frystinn og verða ekki teknar þaðan fyrr en á Aðfangadag þegar við gömlu opnum jólakortin til að lesa :) Þá verður nú gott að maula á SÖRUnum :) Get varla beðið :)

Mér þykir svo vænt um þegar einhver (sem er nú ekki oft hér) rekur við hjá mér á Ægisstígnum :)
Í gærkvöld kom hún Halla mín í heimsókn og var það frábært :)
Heba rak líka inn í nefið og er hún svo góð stelpa :)

En eigið gott kvöld :)

Lasarusar.......

Jæja þau nýgiftu eru að fljúga til Dk í dag og þar ætla þau að búa.
Góða ferð og gangi ykkur allt í haginn elsku Júlla og Þórir.

Frúin á Ægisstígnum aftur orðin stífluð af helv....kvefinu og vesen:(

BÁPan enn að æla og vaknaði ég um kl hálf þrjú í nótt þar sem hún var búin að æla allt rúmið út og á gólfið blessunin (ég er með mottu við hliðina á rúminu!!!) Þannig að það var nóg að gera hjá mömmunni að hugga og þrífa stelpu angan og taka utan af rúminu og koma öllu að sjálfsögðu í þvottavélina :) Frökenin er svo líka komin með hita.....aftur.

En hún fékk BINGO spil í skóinn í nótt svo við getum vonandi stytt okkur stundir í dag og spilað BINGO :)

Eigið bingo góðan dag í dag :)

13 December 2008

Hjónin Júlía Bjarney og Þórir :)

Jeminn eini jeminn eini og já jeminn eini!!!!

Sko þessar fréttir settu allt skipulagið mitt úr böndum í dag.....því nú er svo brjálað hjá minni að gera að breiða út fagnaðarerindið!!!

Það er veisla núna í Hafnarfirðinum hjá Júllu Baddý og Þóri....þau eru að kveðja en þau ætla nefnilega að flytja aftur til Köben....á morgun :)

Ég komst ekki því Bergljót Ástan VAR lasin....en Pétur fór :)

EN þetta er sko ekki bara kveðju veisla þetta er nefnilega líka brúðkaupsveisla!!!!
Þau giftu sig í gær!!!! ÓMÆGOD og ÉG vissi það ekki!!!!
Já þau létu pússa sig saman á Eyrarbakka í gær kl sex.....góð tala þetta sex!!!!

TIL HAMINGJU ELSKU JÚLLA BADDÝ OG ÞÓRIR :)

En ég ætla að drífa mig að halda áfram að auglýsa þessar yndislegu fréttir :)

Já og ég er að hugsa um að berja hana BÁPuna mína fyrir að hafa valið þennan tíma til að fá æluna!!!!!

12 December 2008

Draumur.

Mig dreymdi tvær nætur í röð, hana Sif mína þegar hún var lítil og í bæði skiptin var hún með rauðu húfuna sína sem á stóð nafnið hennar og í bæði skiptin var hún grátandi.

Mig hefur ekki dreymt hana oft síðan hún dó.
Ég man ekki núna fyrri drauminn en man þann seinni svona nokkurn veginn.

Draumurinn var þannig að ég var að labba að húsinu hans Alla Guðmunds á Flateyri, sem núna er LIONS húsið og leiddi ég þau Sif og Helga og voru þau alveg eins og þegar þau voru lítil, í úlpunum sem þau áttu þegar þau voru ca 3-5 ára og með rauðu húfurnar þeirra með nöfnunum þeirra á. Sif mín grét mjög og var mjög sorgmædd. Mér þótti það að sjálfsögðu leitt. Við vorum eins og ég sagði að ganga að húsinu.......meira man ég ekki en finnst eins og þetta eigi að merkja eitthvað!!!

Ætli henni Sif minni líði eitthvað illa eða er hún að reyna að segja mér eitthvað.....eða var þetta bara draumur sem ekkert merkir???

Ég reyndar held sjálf að hún sé að reyna að segja mér eitthvað.
Hvað haldið þið???

11 December 2008

Aldrei fór ég suður......

Þar fór það!!!
BÁPan kom heim úr skólanum í hádeginu með ælupestina!!!!
Þegar ég kom heim úr vinnunni klukkan fimm var hún komin með hita og niðurgang....og þá meina ég sko niðurgang!!!! Bara aðeins að lýsa þessu fyrir ykkur :)

Þannig að við mæðgur munum ekki fara suður á morgun eins og ráð var gert fyrir!!!
Aldrei að vita nema PB fari og kveðji þau Júllu Baddý og Þóri :)

Svona er þetta bara.......og Pollýanna mín bankaði í öxlina á mér og minnti mig á hvað við erum heppin að hún verði búin með þessa pest fyrir jól og áramót :)

Þetta var skítablogg dagsins!!!

10 December 2008

Hitt og þetta

Í fyrrakvöld sat ég pungsveitt að horfa á uppáhaldið mitt í sjónvarpinu, þá Fjallapunga....nei ég meina Fjallabræður :) Þeir eru yndislegir og ekki þykir mér verra að vita að þeir eru allir (að sögn Georgs og fl.) með stóra punga!!! Hlakka til að sjá þá á sviði og gvöð minn góður ég veit hvert ég mun horfa á meðan ég hlusta á þá þessa punga :) Jahh þeir eru margir í þessum kór sem ég hef nú skipt um bleiju á!!!! Sjálfsagt hef ég nú lagt drögin að söngkunnáttu þeirra líka á meðan ég passaði þá á leikskólanum.....enda segjast þeir syngja með pungnum!!! Ég gerði bara mitt besta þá :)

Að öðru....ekki hafði ég hugmynd um að fangar hafi tölvu inn á herbergi hjá sér!!!

Mér hefur tekist þessa tvo daga á meðan ég hef verið lasin hér heima, að sökkva mér í söknuð og smá þunglyndi........ég hlakka svo til þegar nýja árið er komið :)

Við ætlum suður um næstu helgi að kveðja Þóri og Júllu Baddý, þar sem þau munu flytja aftur til Köben núna í næstu viku tror jeg!!!

Við ætlum líka að reyna að kaupa einhverjar jólagjafir (en því erum við ekki byrjuð á) og vonandi að klára það dæmi!!!!

Ég ætla ekki að senda nein jólakort núna.
Ég mun bara blogga jólakveðju til ykkar allra og vonandi verðið þið jafn glöð með það :)

Ég hugsa mikið núna til aðfangadags....eða öllu heldur að það kemur engin Magga "granna" né Sigrún Gerða í heimsókn þá :(

Ég sakna líka .........já margs frá Flateyrinni minni, þessa dagana!!!

Mig langar í BB blaðið sem kom út í dag eða kemur út á morgun :)

Vildi að ég sæti núna hjá henni Gullu minni að borða sörur með henni :)
Eða væri hjá henni Öllu minni að t.d. naga utan af hryggjarbeinum úr örbylgjuofninum :) Nú eða bara að borða einhvern af þessum góða mat sem hún býr alltaf til fyrir okkur Gullu :)

Ég verð að bíða með Þorláksmessuskötuátið mitt þar til ég kem vestur !!!!

Jæja þetta er nóg í bili.

09 December 2008

Bloggiddiblogg....

Ohhh ég er svo mikið baby!!!!
Því ég er heima lasin með hálsbólgu og eyrnaverk OG hita!!!!!
Er reyndar ekki að þola þetta og geri mitt besta til að hrækja þessu úr mér!!!!

Ásta mágkona kom til okkar sl. föstudag og fór aftur í dag.
Hún náði nú að hengja upp tvær seríur og jólast smá hjá okkur :)
Hún hjálpaði bÁPunni með heimanámið og söng með henni lögin sem mín er að æfa í kórnum....og það er nú ekki slæmt að hafa hana Ástu til að leiðbeina henni í söngnum :)´

En þegar Bergljótin mín kom heim í hádeginu í dag og sá það svart á hvítu að Ásta væri farin grét hún sáran. Hún vildi nefnilega hafa hana lengur......hún er nú lík mér í því að vilja hafa alla sem lengst hjá okkur og svo þolum við ekki kveðjustundir!!!!

Pétur minn keyrði skvísuna ásamt hinni skvísunni (Rebekku) núna klukkan hálfsjö suður í Löngumýri en þar er kórinn sem þær eru í, að syngja :)
Þetta er aðeins lengra en Varmahlíð (fyrir ykkur sem ekki vitið)

Meira blogg seinna :)

08 December 2008

Fjallabræður í Kompás :)

ALLIR AÐ HORFA Á KOMPÁS Á STÖÐ 2 NÚNA KLUKKAN 19:20
ÞAR VERÐA FJALLABRÆÐUR Í AÐALHLUTVERKI :)
ÞEIR ERU EINS OG ALLIR VITA SÁ ALLRA ALLRA BESTI KARLAKÓR SEM FYRIR FINNST Í HEIMINUM :)

JÁ ÞAÐ ER MÁLIÐ : FJALLABRÆÐUR Í KOMPÁS KL 19:20

07 December 2008

Tristan Berg :)

Eins og áður hefur komið fram á þessu bloggi, þá eignaðist hún Kristrún Una dreng þann 6. desember sl. :)
Hún hefur nefnt þann litla og hef ég hennar leyfi að segja ykkur nafn frænda :)
Hann heitir Tristan Berg :)

Til hamingju með það kæra frænka og litli frændi :)
Hlakka til að sjá ykkur um næstu helgi :)

Þetta var blogg kvöldsins :)

ES: Margrétin mín setti inn nýjar myndir í dag, á síðuna mína :)
Það eru myndir af kellunum á Furukoti + einhverjar aðrar :)

Jólahlaðborð

Ásta mágkona komin í heimsókn :) Það er náttúrulega bara gaman :)

Við hjón fórum á jólahlaðborð í gær með sýslumannsembættinu.
Fyrst fórum við í heimahús sem var mjög skemmtilegt :)
Við vorum svo komin kl átta í íþróttahúsið á jólahlaðborðið :) Það átti að byrja kl hálf níu!!!
Í húsinu skilst mér að hafi verið um 650 manns :)

Það var mikið fjör og mikið gaman og hlökkuðum við til að fá okkur að borða:)
Fékk mér samloku hér heima um kl 5, sem betur fer.
Simmi og Jói voru veislustjórar, mjög skemmtilegir :)

650 manns í húsinu og klukkan orðin 9 og við aðeins farin að finna fyrir hungri.
Mikið fjör við borðið okkar----mjög gaman :)

650 manns í húsinu og klukkan orðin hálf tíu og maginn farinn að láta frá sér svengdarhljóð.
Simmi og Jói ekki alveg eins skemmtilegir, þegar hungrið var farið að segja til sín.

650 manns í húsinu og klukkan orðin tíu og svengdarhljóðin orðin háværari og ég á leið heim að borða pizzuna sem ég vissi að væri til þar.

650 manns í húsinu og klukkan orðin korter yfir tíu og ég alveg að líða út af, af hungri.
Simmi og Jói orðnir hundleiðinlegir og meira segja Jói eftirherma ekki einu sinni fyndinn.
Farin að heyra fólk tala um að fara heim að grilla.

Þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu var komið að okkur að fara í biðröðina við matarborðið. Ég hef aldrei hrúgað eins miklu á diskinn hjá mér og ég gerði í gær.....matur matur og ilmurinn yndislegur......ég var með kúfaðan disk......sósan flæddi út af honum.....svínakjötssneið lenti undir hangikjötssneiðinni......ég náði ekki að setja á diskinn heita kjötinu.

Tróð mér til baka að borðinu....með lekandi sósuna á leiðinni....settist við borðið gúffaði í mig allskyns setteringum af mat.......hef ekki séð það ólystugara.
Jói eftirherma orðin aðeins fyndinn þegar smá af mat var kominn ofan í mann og pirringurinn aðeins að minnka.
Það tók mig hugsa ég 3 mínútur að skella þessu ofan í mig......en biðin eftir matnum, hungrið og pirringurinn voru komin til að vera þetta kvöldið.

Labbaði heim um kl ellefu og fór að sofa.
Pétur minn sem hafði ætlað sér að bíða eftir eftirréttinum, var kominn heim um miðnættið og þá var eftirrétturinn ekki kominn.........

Steinsofnaði strax og dreymdi um Stútung þar sem allt gengur smurt og lítil sem engin bið eftir að komast að matarborðinu :) Það hlaðborð er svipað stórt og það sem var hér í gær.....en hér voru nærri 700 manns en á Stútung rúmlega 200 manns :)

Þetta var blogg dagsins.

06 December 2008

6. des 2008 Lítill drengur...en þó stór :)

Jæja þá er fyrsta langömmubarnið hennar mömmu fætt :) Og fyrsta ömmubarnið hennar Gunnhildar systur :)
Kristrún Una eignaðist nefnilega strák 38 mín yfir miðnætti :)
Hann er 16 merkur og 54,5 cm :)
Til hamingju elsku Kristrún Una, Gunnhildua, mamma og bara til hamingju við öll :)

Hún Magga granna á nú líka afmæli í dag :)
Til hamingju með daginn kæra granna :)

Jæja ætla að hringja í nýju ömmuna og langömmuna :)

05 December 2008

Til hamingju :)

Það er allavegana eitt stykki afmælisbarn í dag :)
En það er hann Libbi libb (pabbi hans Mola)
Herra Lýður þar sem ég veit að þú lest ALLTAF bloggið mitt, þá vil ég senda þér bestu afmæliskveðjur frá okkur á Króknum :)

Eigðu góðan og gleðilegan dag :)

Vona að þið ekki afmælisbörn eigi líka góðan og gleðilegan dag :)

04 December 2008

Kór-Rauður-Fés :)

BÁPan er að syngja í kór og sá kór að syngja á morgun í Skaffó :)
Því miður kemst ég ekki til að hlusta á þau né til að taka myndir buhuuuu :(

Á MORGUN, FÖSTUDAG ER RAUÐUR DAGUR Á LEIKSKÓLANUM :)
ÉG ÆTLA AÐ MÆTA Í RAUÐA PILSINU MÍNU (mannstu Ella gella)
OG ÆTLA AÐ HAFA MJÖG RAUÐAN VARALIT Á VÖRUNUM MÍNUM LITLU OG NETTU :)

Það er ótrúlega skemmtilegar konur sem ég vinn með......bara fyndnar og skemmtilegar :)
Börnin eru svo að sjálfsögðu algjörar rúsínu dúllur :)

Þetta er allt að koma hjá mér í sambandi við fés bókina og Pétur minn búinn að vera ótrúlega þolinmóður kennari (æ á ekki klípa mig á meðan ég er að blogga!!!) Þið verðið bara að vera þolinmóð líka því kannski er ég búin að eyða ykkur eða eitthvað, þá bara reynið aftur!!!!

En nú er best að SÖTRA smá kaffi áður en að háttatíma kemur :)

Eigið góða daga :)

FÉSBÓKIN MÍN.....

Jæja já frúin í....jahhh eitthvað þarna á milli 99og 110 er komin með svona fésbók!!!!

Pétur minn (aðalkallinn sko) gerði svona fyrir sig í gær, þannig að það kom ekkert annað til greina en hann hjálpaði mér að stofna svona líka!!!!

Sem hann náttúrulega gerði blessaður.....en frúin varð svo pirruð, geðill, óþolinmóð og allt þar á milli, því hún skildi þetta ekki strax.....rauk bara inn í rúm og undir sæng eins og hver annar frekasti og leiðinlegasti krakkagrislingur!!!!

Verð að vefja eiginmanninn minn örmum tveim (ef ekki bara þrem) er hann kemur heim á eftir og verða þolinmóðari í kvöld þegar hann klárar að sýna mér þetta dæmi!!!!
En plís verið þið þolinmóð þangað til ég kann að "adda" ykkur inn og kann að svara ykkur :)
Maður er nú ekkert unglamb lengur að læra á svona tækni sko!!! Þið skiljið :)

Eigið góðan dag :)

03 December 2008

Sellaví...............

Assskoti hvað hjartað getur verið þyngra suma daga og allt viðkvæmnara!!!!!!
Er enn ekki farin að átta mig á þessu og alltaf kemur þetta mér jafn mikið á óvart!!!
Þetta kemur bara alltaf allt í einu og algjörlega upp úr þurru!!!
Púfff.............óþolandi samt!!!!

02 December 2008

Sjötug í dag :)

Hún á afmæli í dag :)

Ég kynntist henni fyrst fyrir 11 árum.
Síðan þá hefur hún verið hin amma barnanna minna.
Hún hefur stutt mig gegnum súrt og sætt.
Hún hefur haldið utan um mig þegar gleði og sorg hafa fyllt mitt hjarta.
Okkur þykir afskaplega mikið vænt um hana.
Já þetta er hún tengdamamma mín.

Elsku Bergljót okkar til hamingju með sjötugasta afmælisdaginn þinn :)
Bestu kveðjur frá okkur á Króknum :)

01 December 2008

Önnur tilraun á bloggi :)

Jæja ég reyndi að blogga í hádeginu, en það gekk ekki :(
Ætla að reyna aftur :)

Við keyrðum suður sl. föstudag :)
Ég kíkti til Gunnhildar systur á laugardagsmorgun og síðan til Júllu, Vigdísar og Ingvars og þaðan til Þóru og Örvars enda búa þau öll í Hafnarfirðinum :)

Haldið var upp á sjötugs afmæli hennar tengdamömmu á laugardagskvöldinu, en hún á afmæli 2. desember :) Heim til hennar komu um fimmtíu manns og var ótrúlega gaman :)

Vonandi koma myndir fljótlega frá afmælinu og allri ferðinni okkar suður :)

Keyrðum heim seinnipartinn í gær og gekk það líka vel :)

Frúin fór svo í vinnu í morgun og var þar til kl fimm eins og venjulega :)

Eigið gott kvöld :)

Helgin mín :)