23 December 2008

Jólakveðja :)

Ætli það verði nú ekki eitthvað lítið kíkt í tölvu á morgun!!!
Skatan var yyyynnnndddiiisssllleeegggg hjá þeim Magga og Sonju :)

Eins og áður hefur komið fram á blogginu hjá mér þá sendi ég engin jólakort í ár!!!
Ákvað að senda ykkur jólakveðju héðan og þið komið kveðjunni áfram til þeirra sem ekki lesa bloggið mitt :)

Georg Rúnar minn fór til Barcelona í dag og heyrði ég í honum þegar hann var kominn á leiðarenda og gekk allt vel :)

Já hann Helgi minn kom heim í gær, þannig að nú eru öll börn í húsi nema Goggi minn :)

Gulla mín og Eiríkur sáu um að ljós er á krossinum hennar Sifjar minnar.
Gugga og Ragnheiður ætla að setja grenigrein og kveikja á kerti á morgun hjá henni. Vona að veðrið verði þannig að hægt sé að kveikja á því.

Kæru vinir og allir aðrir, við á Ægisstíg 4 óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum ykkur allar góðar stundir á árinu sem er að líða.
Vonum að þið hafið það eins gott og hægt er á þessum stundum.

Jólakveðjur frá Spákonunni- Pétri-Helga-Margréti-Georg og Bergljótu Ástu :)

7 comments:

ÁsdísA said...

Gleðileg jól kæra frænka :)

Anonymous said...

Við her i sverige óskum ykkur öllum gleðilegra hátíðar og bestu kveðjur til allra fyrir verstan lika sem ég þekki og þekkja mig. Kvitta nu örugglega aftur allavegna einu sinni á þessu ári enn.

Harpa Jónsdóttir said...

Gleðileg jól öll sömul!

Anonymous said...

Gleðileg jól öll sömul jólakveðja frá Grundarstíg 2.

Anonymous said...

Gleðileg jól og hafið það gott á króknum
kveðja frá Höllu Signý

Anonymous said...

Gleðileg jóla elsku fjölskylda!!!

Vona að þið fáið far fyrr get ekki beðið eftir að fá ykkur!!!

Anonymous said...

Þessi jól geta stundum verið bévað bögg og víst að ættum við ósk væri hún ein kvöldstund með liðinu hinu megin. Sammála?
Edrúkveðja úr sollinum.