09 December 2008

Bloggiddiblogg....

Ohhh ég er svo mikið baby!!!!
Því ég er heima lasin með hálsbólgu og eyrnaverk OG hita!!!!!
Er reyndar ekki að þola þetta og geri mitt besta til að hrækja þessu úr mér!!!!

Ásta mágkona kom til okkar sl. föstudag og fór aftur í dag.
Hún náði nú að hengja upp tvær seríur og jólast smá hjá okkur :)
Hún hjálpaði bÁPunni með heimanámið og söng með henni lögin sem mín er að æfa í kórnum....og það er nú ekki slæmt að hafa hana Ástu til að leiðbeina henni í söngnum :)´

En þegar Bergljótin mín kom heim í hádeginu í dag og sá það svart á hvítu að Ásta væri farin grét hún sáran. Hún vildi nefnilega hafa hana lengur......hún er nú lík mér í því að vilja hafa alla sem lengst hjá okkur og svo þolum við ekki kveðjustundir!!!!

Pétur minn keyrði skvísuna ásamt hinni skvísunni (Rebekku) núna klukkan hálfsjö suður í Löngumýri en þar er kórinn sem þær eru í, að syngja :)
Þetta er aðeins lengra en Varmahlíð (fyrir ykkur sem ekki vitið)

Meira blogg seinna :)

3 comments:

Anonymous said...

Æi elskuleg, alveg varstu nú nógu tuskuleg í morgun þó svo að það bætist nú ekki við hiti ofan á allt saman. Láttu nú kallinn stjana við þig. knús og kossar og takk fyrir mig. Kannski við BÁPan skælum bara líka þegar við sjáumst um helgina!!

Anonymous said...

Reyndu nú að hrækia þessu úr þér fyrir jól svo þú verðir hress þegar þú kemur um áramótin.

Anonymous said...

Hræðilegt að vera með í eyronum. Ég hef sem betur fer ekki fengið það oft um æfina en nóg til að vita hvað það er ógeðslegt. Drekka mikið (vatn) og láta sig sveitna mikið er það besta til að losna við felnsur. Góðan bata.
Puss og kram Helga í Svíþjóð