28 November 2008

Afmælisbarn dagsins......

Í dag er 28. nóvember 2008 :)

Í dag á hann stór frændi minn afmæli :)
Hann er staddur hjá mömmu sinni á Flateyri og fær því
ábyggilega heimsins besta afmælismat í kvöld :)
.......hann velur nú örugglega pizzur :)

Það er hann Halli frændi sem á afmæli í dag :)
Til hamingju með daginn elsku Halli okkar :)
Þú ert heimsins besti frændi og megir þú eiga góðan afmælisdag í vestfirsku ölpunum :)

Bestu kveðjur frá okkur öllum hér :)

27 November 2008

.........

Inga Rún, hún Bergljót Ásta fékk bréfið (myndina) frá þér á dögunum :)
Hún varð ofsa kát og knúsaði myndina fram og til baka :)
Hún sendir ykkur Braga kveðju :)

Ætla rétt að vona að veðrinu fari að slota því á morgun ætlum við að keyra suður.....annars þá bara næsta dag......en spáin hlýtur að vera góð fyrir morgundaginn :)

Hafið það gott.

26 November 2008

Vinahópur BÁPunnar------Hittingur.

Pétur minn hefur verið pungsveittur í allan dag :)
Hann bakaði skúffuköku fyrir Bergljótu Ástu og vini hennar í vinahópnum, en það var hittingur hjá þeim í dag hér á bæ frá kl 16-18 :)

Þegar ég kom heim úr vinnunni voru þau öll (ásamt Pétri) úti í garði í boltaleik í kuldanum :) Hressandi :) Komu síðan öll inn og fengu skúffuköku og ískalda mjólk með :)
Síðan voru nokkrir innileikir.....flöskustútur, fela hlut og fleira.....aftur í skúffukökuna og síðan gerði PB að sjálfsögðu galdur og ætluðu augun út úr höfðinu á blessuðum börnunum :)
Nú frúin spilaði við þau á spilin 52 og síðan var haldið heim :)
Allir glaðir og sáttir að ég held :)

Nú er sá bitni á fullu í eldhúsinu að undirbúa kvöldmatinn sem verður plokkfiskur :)

Sá held ég sofni nú snemma í kvöld eftir annasamann dag :)

25 November 2008

Jebbsss jóla jóla......

Eins og mér finnst nú gaman að hafa jólaljós og jóla jóla heima hjá mér, þá veit ég ekkert leiðinlegra en að setja upp þessar helv....seríur í gluggana!!!!

Kom heim úr vinnunni kl fimm, setti jólagardínurnar í þvottavélina.
Þreif eldhúsgluggana að innan og utan, þar sem mikil sjávarselta er á þeim utanverðu!!!
Sauð ýsu á meðan PB hamaðist við að setja seríu fyrir annan gluggann!!!

Átum ýsuna með mikilli áfergju og Pétur minn gerði afganginn af henni tilbúinn fyrir plokkfisk á morgun :)

Gekk frá eftir matinn.
Straujaði jóla jóla gardínurnar.
Þrusaði upp seríunni fyrir hinn eldhúsgluggann og setti síðan upp gardínurnar :)
Þær koma þræl vel út í þessum gluggum :)
Pétur minn setti útiseríuna í samband.
Ég tók myndir (sem Margrétin mín mun vonandi setja inn senn)

Undirbjó pakka til vinar míns í pakkaleiknum. (púff)
Hringdi í hana Öllu mína. (Æði)
Fór í tölvuna og nú á leið í draumalandið.

ZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Det er nu det.....

Mér leiðist.

Mér er illt í hjartanu.

Ég hlakka til að fara vestur um áramótin.

Það er þriðjudagur.

24 November 2008

Vinavika :)

Mánudagur til mæðu!!!!
Mér finnst samt miklu betra að hafa það mánudag til matar :)

Á morgun byrjar vinavika hjá starfsfólkinu í vinnunni minni :)
Þá eigum við allar leynivin og gefum honum gjöf upp á hvern dag :)
En við vitum ekki hver er vinurinn....fyrr en á föstudag :)

Spennandi................

23 November 2008

Sunnudagurinn 23. nóv '08

Á sl. fimmtudag fóru þau Pétur og Bergljót Ásta suður í Hafnarfjörðinn og koma aftur heim í dag :) Það er eiginlega allt of hljótt í húsinu þegar við Margrétin erum bara tvær heima :)

Eftir vinnu á föstudag bakaði (steikti) ég úr öðru kílói af hveitikökum :)
Um kvöldið komu nokkrar úr vinnunni til mín og áttum við kósíkvöld saman :)

Í gær fengum við Margrét Alda okkur göngutúr í N-1
Áttum síðan rólegan dag í gær :)
Um kvöldið horfði ég á Spaugstofuna og þáttinn hennar Ragnhildar og ætlaði síðan að horfa á fyrstu mynd kvöldsins en HALLÓÓÓÓ......hvílíkt bull og leiðindi....ég slökkti á sjónvarpinu, kíkti aðeins í tölvuna og var svo komin undir sæng um kl ellefu og ætlaði að lesa smá fyrir svefninn!!! Ég sofnaði kl að verða FJÖGUR!!!!
Margrét hafði farið að hitta stelpurnar og mér finnst óþægilegt að vera alein!!!!

En kjúklingurinn sem ég eldaði í gær klikkaði ekki frekar en fyrri daginn hjá mér og verður afgangurinn af honum í sósunni í kvöld fyrir heimilisfólkið......nema kannski ég steiki hjörtu í matinn fyrir hana Margrétina mína.......henni finnast hjörtu svooo góð :)

22 November 2008

Hún á afmæli í dag :)

Hún Kristrún Una er ólétt og er sett á daginn í dag :)



Hún Jóna systir á afmæli í dag :)

Hún Jóna á þrjú frábær börn.
Hún Jóna á frábæran mann.
Hún Jóna á líka frábær systkini :)
Hún Jóna á frábæra mömmu :)
Já hún Jóna systir er nú aldeilis heppin kona :)

Til hamingju með daginn elsku Jóna :)
Vildi að ég væri komin í kaffi til þín, því ef ég þekki þig rétt þá svigna borðin núna undan hnallþórunum þínum :) Og kvöldverðurinn verður sá girnilegasti (er ég viss um)

Orti Björn Ingi ekki örugglega fallegt ljóð til þín og færði þér í rúmið í morgun???

Til hamingju til hamingju með daginn :)

20 November 2008

Hún á afmæli í dag :)

Jeminn eini ég var næstum búin að gleyma að hún...........

....SIGRÚN GERÐA á afmæli í dag :)

Hún er 65 ára í dag :)

Til hamingju elsku Sigrún Gerða :)

Þú ert konan sem píndir mig til að baka fyrstu kökuna sem ég bakaði :)
Þið Einar Oddur voru þau fyrstu sem treystu mér fyrir bíl :)
Ég fékk að keyra fram og til baka Volvo station bílnum ykkar á planinu fyrir utan Sólbakka á meðan daman hún Brynhildur (sem ég var að passa) svaf í vagninum!!! Um leið og hún fór að orga varð ég að sleppa bensíngjöfinni og drepa á bílnum og skipta um bleyju á krakka grislingnum!!!

Þú fórst einn sunnudagsmorgunn með mig (ég var þá 12 ára ca) niður á heilsugæslustöð til ástralskrar konu sem var að vinna í frystihúsinu en var menntuð tannlæknir og lést hana draga tönn úr mér!!! Ég hafði verið með svo mikla tannpínu kvöldið áður þegar ég var að passa hjá þér....þú komst þá snemma heim og gafst mér 1/2 svefntöflu svo ég gæti sofnað......mér fannst ég fullorðin að hafa fengið svefntöflu!!!! Síðan þá hef ég verið hrædd við allar töflur!!! Hrædd um að lenda hjá tannlækni....eða eitthvað!!!!

Þú ert konan sem dróst mig í leikfélagið :)
Þú ert konan sem studdir mig og hvattir þegar ég átti mjög erfitt þegar ég hafði ekki börnin hjá mér.
Þú ert konan sem kemur alltaf til mín á Aðfangadag :) (ásamt Möggu grönnu)
Þú ert konan sem sagði mér að það væri allt í lagi þó ég eldaði BJÚGU í öll mál fyrir Einar Odd :)
Þú ert kraftmikil kona Sigrún Gerða og á ég margar góðar minningar með þér og þínum :)
Innilega til hamingju með daginn og láttu þér líða alltaf sem best :)

PS: Mundu bara að kjósa rétt í næstu kosningum :)

Nú er ég hreint kjaftstopp.......

Nei hætti nú alveg hreint!!!!

Hvað telur hann Davíð sig eiginlega vera???

Ég á nú ekki til eitt einasta aukatekið orð!!!

Jebbsiddi jebbs.....

Jóhanna Gunnl: Þú ert ekki sú eina sem misskildir með gashellurnar :) En það gerði hún María Sif líka.....kerlingin sú hefur að sjálfsögðu aldrei steikt kleinur á þannig hellum, heldur bara á keramik!!!!

Litla norn: Takk fyrir piparkökubakstursboðið en Bergljótin mín verður ekki heima um helgina, þannig að við mæðgur gerum bara aðra tilraun seinna hér heima :)

En annars er bara ekkert að frétta héðan :)
Það hefur snjóað og snjóað í dag!!!

Blablablablablabla.......

18 November 2008

Kleinubakstur

Hefur einhver steikt kleinur á gashellu???

Og ef svo er hvernig tókst það???



17 November 2008

Bloggið í dag :)

Jæja dagurinn í dag léttari en í gær :)
Alltaf gott að komast líka í vinnuna :)

En fyndið/skrítið að í gær þá var mér hugsað til hennar Guðrúnar Ásu........hún sendi mér sms um kvöldið!!!

Ég hugsaði mjög mikið til Begga frænda í gær........sá hann svo í sjónvarpinu (á EDDUNNI) í gærkvöld!!!

Bað Ingu Rún í sms-i að setja inn mynd af henni Sif minni á bloggið (í gær) og hugsaði þá um myndina af okkur Sif saman þar sem við dönsuðum dátt á balli út á Ingjaldssandi..........og það var einmitt myndin sem Inga Rún setti á bloggið í gær!!!

Já stundum er þetta svona :)

Kannski ég ætti að hugsa mikið um peninga núna og hver veit.....kannski koma þeir þá....eða sé þá í sjónvarpinu, nú eða þá mynd af þeim á bloggið mitt :)

Þetta var blogg dagsins :)

16 November 2008

já svona er þetta nú bara.

Frúin greinilega ekki í sínu besta bakstursformi í dag!!!!
Henti einni uppskrift af helvítis piparkökudeigi sem hafði misheppnast hjá mér, þegar ég reyndi að nota þetta tæki mitt sem er hvorki hrærivél né þeytari.....aaarrrrgggg!!!!

Sýndi smá þolinmæði og henti í aðra uppskrift og hnoðaði það í höndum!!!
Tókst ekki nógu vel....molnaði allt....fékk þá Pétur minn til að hnoða aðeins betur.
Allt kom fyrir ekki...það var ekki hægt að fletja draslið út til að forma....til að mála!!!
Bjó til kúlur og setti í ofninn og bakaði!!!!
Þær eru frekar harðar en stelpurnar og Pétur gátu gúffað í sig nokkrum :)
En semsagt ekkert málað á piparkökur í dag.

Til að hafa nóg að gera í dag, tók ég utan af rúminu okkar, þreif djúpsteikingarpottinn og nóg að gera í þvottinum :)
Svona gagnlausar upplýsingar fyrir ykkur :)

Nú og svo er kjúllinn kominn í ofninn og frönskurnar bíða þolinmóðar að komast í nýja og fína olíuna í djúparanum :)

Sifin mín er afskaplega ofarlega í huga mínum í dag og hafa grátkirtlarnir haft nóg að gera og kannski ekki alltaf verið viðbúnir þar sem þeir hafa þurft að starfa hvenær sem er og hvar sem er í allan dag!!! En enn og aftur....svona er þetta líf og engu um það ráðið!!!
Því nú andskotans ver og miður!!!!!!!!!!!!

Sunnudagur til...piparkökubaksturs

Frúin sem still is in 98 in the morning, var svo lúin í gærkvöld eftir amstur dagsins að hún var komin undir sæng um kl átta og steinsofnuð kl hálf níu!!!! Og það á laugardagskvöldi!!!
Reyndar varð ég líka smá döpur þegar ég heyrði fallegt lag í útvarpinu, lag sem var spilað við jarðarförina hennar Sifjar minnar. Þá helltist yfir mig fullt fullt af minningum.

Svona er þetta bara.

Endurnærð núna og full orku sem er eins gott því nú ætlum við Bergljót Ásta að fara í piparköku bakstur og málun :)

Svo ef það gengur vel þá er aldrei að vita nema maður hendi í annað kíló af hveitikökum!!!
Pétri mínum fannst þær eiginlega ekki nógu margar kökurnar sem komu úr kílóinu í gær!!!
Við nefnilega elskum hveitikökur :) Nú svo ef ég tek eina með mér til Strúllus í hittinginn okkar í desember....þá er betra að baka fleiri :)

Ég ætla að eiga góðan sunnudag og vonandi þið líka.

15 November 2008

Annað blogg á þessum undur fagra degi :)

Frúin/rokkarinn sem var í 98 í morgun en er núna í 98,5 (ekki 99) er ein sú duglegasta kona sem ég þekki :)

Fyrir utan það að hafa farið út að leika með dömunni fyrir hádegi, sett í þvottavél í allan dag, þurrkað, brotið saman og gengið frá er nú búin að baka jóla hveitikökurnar :)
Jebbs frúin bakaði úr kílói núna og mun sennilega gera úr öðru kílói fyrir jólin, þar sem þetta tókst ágætlega á gaseldavélinni :)

Hentaði mjög að hnoða og fletja út á meðan hún hlustaði á friðsælu mótmælin fyrir sunnan :)
Síðan í sínum hugarheimi á meðan steikt var :)

Já þetta gerði frúin (frekar létta) í dag á meðan ein frú er ég þekki rembist og rembist við EINA ritgerð, hér í bæ!!! Enda endar sú frú alltaf á msn-inu........ og svo hjá mér í kvöld :)

Já frúin í 98,5 er svo skipulögð, framtaksöm og dugleg.....ætti nú bara að bjóðast í seðlabankastjórnina nú eða bara á alþingi :) Þið mynduð nú ekki tapa á því :)

En ekkert hangs hér því næst er að hnoða í pizzur, taka úr þvottavélinni, setja í þurrkarann og ganga frá þvotti :)

Laugardagurinn 15. nóv 2008

Frúin vaknaði um kl hálf sex þennan morguninn en sofnaði þó aftur klukkutíma seinna í klukkutíma!!!
Ók Margrétinni til vinnu :)
Það snjóaði í nótt og tók ég mér því góðan tíma í að skafa af bílnum og hita hann vel:)
Veðrið er dásamlegt :)

Bauð BÁPunni út að leika í snjónum og er hún því núna á fullu að klæða sig og gera sig klára :)

Frúin steig á vigtina svona til gamans núna áðan og er að hugsa um að gera það alltaf á morgnana hér eftir :) Miklu frekar en seinnipart dags.....talan er skemmtilegri svona örlí inn ðe morning....hún kemur manni frekar í svona gott skap.....líka langt síðan ég hef séð þessa tölu!!! Munar þó bara einu kílói jú nó!!!!!!!!!!!

Brauðbollurnar sem ég bakaði í gær eru frekar líkari litlum stein hnullungum!!!
Aldrei að vita ef maður étur þetta að maður mæti tannlaus til vinnu nk. mánudag :)

Jæja daman er tilbúin í útiveru :)

14 November 2008

Helgin komin enn og aftur :)

Aftur komin helgi......aftur helgi :) Hvar er Helgi???
Engin helgispjöll hér sko!!!

Ætla njóta þess í botn að vera í fríi :)
Sá fingurbitni eldaði þennan líka yndælis lambaframpart í lærislíki með öllu tilheyrandi :)

Ísbíllinn klingdi öllum bjöllum hér í kvöld og feðginin náðu að kaupa ís af sölumanninum, sem reyndar kom stökkvandi að útidyrunum um leið og þær voru opnaðar :)

Frúin búin að hnoða í brauð og bíður eftir að deigið hefist:)

Feðgarnir Maggi og Viktor Darri komnir í heimsókn :)
En Viktorinn er fjögurra ára og einn sá allra skemmtilegasti :)
Held að Pétur sé hans IDOL (eins og mitt hóst hóst)

Alla mín hefur það gott í eyjum :)
Búin að heyra í henni nokkrum sinnum og á eftir að heyra oftar í henni í kvöld :)
Hún er svo dugleg alltaf að hringja í mig :)

Hafið það nú kósí kvöld í kvöld :)

13 November 2008

Hann á afmæli í dag :)

Að hugsa sér að í dag eru FJÖGUR ÁR síðan hann Pétur minn fékk að gjöf hann Hannes hana og að í dag eru tæp fjögur ár síðan hann Hannes hani dó úr leiðindum hjá honum Sigga Gumma!!!!

Já í dag á hann elskulegur eiginmaður minn afmæli :)


Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Pétur
hann á afmæli í dag :)

Til hamingju með daginn elsku Pétur :)

Fingur heila hafð'ann fimm
fjórir eru eftir.........

og botnið nú þennan líka "flotta" fyrripart :)

10 November 2008

Til Akureyris........

Jæja þá er hann Georg minn Rúnar farinn frá okkur.
Hann lagði af stað í morgun upp úr klukkan ellefu og komst heilu og höldnu alla leið :)
Ég sakna hans strax.

BÁPan fékk frí í skólanum í dag og kom með okkur Pétri og Margréti til Akureyrar.
Ég fékk líka frí frá minni vinnu til að mæta hjá bæklunarlækninum.

Ég mæli með þessum lækni sem þurfa á bæklunarlækni að halda.
Hann útskýrir mjög vel fyrir manni, teiknaði á blað legg og liði og sýndi okkur (PB fór með mér inn) síðan í tölvunni myndirnar af hnénu og sprungunni í liðþófanum.
En læknirinn heitir Jónas L. Franklín.
Mæli semsagt með honum.

Annars er allt gott að frétta af okkur.
Einhverra hluta vegna þó, er einhver deyfð í mér núna en það lagast allt um leið og vinkona mín hún Pollýanna mætir á svæðið :)

Hafið það gott.

09 November 2008

Frúin rokkar.....

Já frúin rokkar feitt þessa dagana!!!
Enda ekki skrítið, þar sem veislumatur er hér upp á hvern dag :)

Frúin er í 99 einn daginn og þann næsta 100

Ekki slæmt að vera rokkari :)

Gógó go djonní go...........

Veik mí öpp bífor jú go Gógó...............

Sunnudagur til sælu....vonandi fyrir alla :)

Þá er þvottavélin farin að mala og uppþvottavélin :)

Rúllu/brauðterta í morgunmat og lærið bíður eftir að komast í ofninn.....en það verður nú bara seinnipartinn :)

Margrétin mín í vinnunni :)
Systkinin horfa saman á Tinna á dvd :)
Pétur minn í putalandi horfir á Sigtrygg í sjónvarpinu :)
Allt eins og þetta á að vera :)

En spurningar dagsins eru af hverju henda mótmælendur eggjum og öðru í dauða hluti???
Hvað hefur alþingishúsið gert okkur???
Af hverju böggast fólkið svona mikið út í lögregluna???
Voru það bara lögreglumenn sem kusu þá sem eru við völd???

Ég vona að fólk fari ekki að henda eggjum og öðru í afgreiðslufólk þegar verðið fer verulega að hækka í verslunum.

Það er ekkert að því að mótmæla og bara gott.
En er ekki til einhver önnur leið?
Við eigum að bera virðingu fyrir alþingishúsinu........en ég get t.d. ekki borið virðingu fyrir fólkinu sem þar inni vinnur nú fyrir okkur.....en vonandi kemur að þeim tíma að þar situr fólk sem virkilega hægt er að bera virðingu fyrir. Hver veit???

Eigið góðan sunnudag :)

08 November 2008

Frábær laugardagur :)

Það er svo yndislegt að hafa drenginn hér hjá okkur :)
Hann þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni (sem betur fer)
Hann er búinn að laga ljósið í þvottahúsinu, sem var bilað :)
Hann fór með Pétri í bílskúrinn í dag og hjálpaði honum að endurskipuleggja dótið okkar þar:)
Hann mun taka nokkra poka til Helga sem hann átti hér (föt og fl.) :)
Hann setti fyrir mig upp útijólaseríuna :)
Ég er með kveikt á henni núna.....en mun (kannski) slökkva á henni í nokkra daga :)
Allavegana er hún komin upp :)
Hann ásamt Pétri er búinn að tengja græjurnar í stofunni :)
Hann er búinn að setja örrarann í samband :)

Honum langaði í svið í matinn í gær og ætluðu þeir feðgar að kaupa þau í gær en nei nei þau voru ekki til í búðunum hér :(
Frúin eldaði kjöt og kjötsúpu fyrir gulldrenginn sinn í gær :)
Súpan var hituð upp í hádeginu í dag :)
Feðgarnir eru núna að gera humarinn tilbúinn og ætla þeir að smjörsteikja hann á eftir :) Ummm :)
Á morgun mun frúin elda lambalæri :)
Við elskum mat, já sérstaklega að BORÐA mat :)
Frúin búin að leggja á borð í stofunni :)

Frúin sendi litlu norninni sms í dag og bauð henni ásamt leppalúða í heims+okn í kvöld :)
Nornin hunsar sms-ið......eins og nornir gera (sennilega)
Við verðum þá sennilega bara þrjú hér í kvöld!!!

Drengurinn heimtaði að fá að fara í heita pottinn í kvöld....það var látið eftir honum, eins og allt annað :) BÁPan ætlar með honum:)
Frúin vill ekki skella sér ofan í, því hún er hrædd um að vatnið klárist!!!
Frúin mun taka myndir :)

BÁPan er að spila jólamúsík!!!

UUmmmm það angar allt húsið í humars/hvítlauks lykt nú og ætla ég að tékka á feðgunum þarna fram í eldhúsi, þar sem litla daman er á fullu að hjálpa til :)
Ég hlakka til að borða :)
Í tilefni þess að Georg er í heimsókn


Myndina var Grétar Örn að setja á Facebook en þarna eru þeir félagar og frændur að halda tónleika í mötuneyti Hjálms. Hvaða ár ætli þetta sé?

Eigið góðan dag.

07 November 2008

Margt skrítið í kýrpíkunni......

Já það er margt skrítið í kýrpíkunni!!!

Eins og fram hefur komið þá er hann Goggi minn kominn.
Það er svo langt síðan við höfum hitt hann og var BÁPan svo glöð að hafa hann og óð svo á henni þegar hún var að segja mér að hún væri svo glöð að hann væri hér að hún mismælti sig smá.....svosem ekki skrítið því það er svo langt síðan seinast!!!
En hún var svo glöð að "Goggi FRÆNDI væri kominn"

Georg varð nú smá spældur.......en BÁPan fattaði þetta strax og leiðrétti sig um hæl!!!

Inga Rún þú ert alltaf jafn sæt við mig og mitt blogg :)
Takk fyrir elskan :)

En fyrir þá sem ekki vita (sem eru reyndar fáir) bara María Sif og svoleiðis vitleysingar.....þá er þetta hún Inga Rún frænka mín en ekki sko nein önnur Inga Rún :)

Og hana nú sagði hænan og lagðist......til svefns!!!!

06 November 2008

Tónleikar og heimkoma :)

Vorum að koma af tónleikum Tónlistarskólans, þar sem yngri dóttirin var að spila á píanóið :) Það var sko aldeilis flott hjá henni sem og öllum hinum spilurunum :)
Alltaf jafn gaman að fara á svona tónleika :)

Þegar við komum heim var Georg minn Rúnar mættur á Ægisstíginn og ætlar að vera hjá okkur í nokkra daga :) Það var nú aldeilis bónus á þessum degi :)
Frábært að vera búin að fá hann til okkar :)



Margrét setti inn nýjar myndir á myndasíðuna:)
Þar má sjá m.a. systurnar í hörku slag hér á Ægisstígnum, skúffukökuát, dömuna setja á sig varalit og eitthvað fleira okkur til gamans :)

Lifið heil.

05 November 2008

OBAMA :)

Mikið er ég glöð að Obama vann kosningarnar :)

04 November 2008

Bréf til Helga :)

Eitt sinn skrifaði ég álíka bréf til hans Georgs míns en nú er það til hans Helga míns :) En ég sakna þeirra beggja mikið mikið.

Elsku Helgi minn, ég skrifa þetta bréf mjög hægt því að ég veit að þú lest ekki hratt.
Við búum ekki lengur þar sem við bjuggum þegar þú komst seinast.
Pétur las nefnilega á Feykir.is að flest slys gerast innan 30 kílómetra frá heimilinu, svo við fluttum.
Ég get ekki sent þér heimilisfangið okkar því að fjölskyldan sem bjó hér seinast tók með sér húsnúmerið svo þau þyrftu ekki að breyta heimilisfanginu.
Það snjóaði bara tvisvar í seinustu viku, fyrst í þrjá daga og síðan í fjóra.

Mannstu eftir frakkanum sem þú baðst mig um að senda þér, hann er kominn í póst.
En þær á Furukoti sögðu að það væri svolítið dýrt að senda frakkann þannig að stelpurnar í vinnunni hjálpuðu mér og klipptu allar þungu tölurnar af frakkanum og settum þær í vasann.

Stína frænka þín fæddi barn í morgun, en ég veit ekki enn hvort hún átti strák eða stelpu svo ég veit ekki hvort þú ert orðinn frændi eða frænka.
Jæja elskan þá eru ekki fleiri fréttir í bili.

Ástarkveðjur þín mamma :)

02 November 2008

Fyrsti sunnudagur í nóvember 2008

Frúin var vöknuð um kl 9 í morgun sem er náttúrulega mjög svo ókristilegur tími á sunnudegi. Ók MÖldunni í vinnuna um kl hálf tíu. Setti í þvottavél. Kryddaði og setti í ofn, íslenskan lambahrygg sem étinn verður um hádegið :)

Puttalingurinn minn ætlar um kl eitt að horfa á sitt lið (DERBY) sem eru að fara að keppa við lið sem enginn Derby unnandi má nefna á nafn.....en það er liðið Nott.Forest!!!!

Í gær var BÁPan að skoða myndaalbúm sem Inga Rún mín gerði eitt sinn fyrir mig, þar eru m.a. myndir af Ingu Rún frá því hún var lítil og við hverja mynd hélt daman að þetta væri Sif :)Í albúminu eru margar gamlar myndir af börnum okkar systranna og mikið var notalegt að skoða þær, einmitt í gær:)

Um seinustu helgi reyndi ég oft að hringja í hana Ididdi mína en þá kom alltaf talhólf svo í dag verða gerðar fleiri tilraunir :)

Veðrið hér á Króknum er í góðu skapi í dag og það er frúin líka:)
Megið þið eiga góðan sunnudag :)

01 November 2008

Laugardagurinn 1. nóvember 2008

Sem betur fer er nú kominn allt annar dagur en sá í gær :)
Frúin í 99 búin að fá útrás yfir pirringnum og Pollýanna mætt á svæðið :)

Það er napurt úti. Við BÁPan fengum okkur göngutúr í Enn Einn og kíktum á MÖlduna okkar :) Við tókum okkur klukkutíma í göngutúrinn og var það hressandi :)

MAldan kom fljúgandi í gær að sunnan :) Hún kom með gjöf til mín frá honum Georg Rúnari og var það þetta líka góða ilmvatn :) Drengurinn kann sko að velja réttu lyktina fyrir mömmuna :) OG mig var einmitt farið að vanta ilmvatn....mér finnst svo gott að úða aðeins á mig ilmi :)

EN frétt dagsins er svo sannarlega á Önfirðingasíðunni en sú síða er í link hér til hægri.

Þar er sagt frá því að Húsasmiðjan á Selfossi er 10 ára og ætla þeir í tilefni þess að gefa málningu á Tankann á Sólbakka (hljóðverið) Þetta finnst mér aldeilis flott framtak :) Til hamingju með það allir :)

Frúin í 99 kveður nú og sendir um leið góða strauma í Húsasmiðjuna á Selfossi :)