01 November 2008

Laugardagurinn 1. nóvember 2008

Sem betur fer er nú kominn allt annar dagur en sá í gær :)
Frúin í 99 búin að fá útrás yfir pirringnum og Pollýanna mætt á svæðið :)

Það er napurt úti. Við BÁPan fengum okkur göngutúr í Enn Einn og kíktum á MÖlduna okkar :) Við tókum okkur klukkutíma í göngutúrinn og var það hressandi :)

MAldan kom fljúgandi í gær að sunnan :) Hún kom með gjöf til mín frá honum Georg Rúnari og var það þetta líka góða ilmvatn :) Drengurinn kann sko að velja réttu lyktina fyrir mömmuna :) OG mig var einmitt farið að vanta ilmvatn....mér finnst svo gott að úða aðeins á mig ilmi :)

EN frétt dagsins er svo sannarlega á Önfirðingasíðunni en sú síða er í link hér til hægri.

Þar er sagt frá því að Húsasmiðjan á Selfossi er 10 ára og ætla þeir í tilefni þess að gefa málningu á Tankann á Sólbakka (hljóðverið) Þetta finnst mér aldeilis flott framtak :) Til hamingju með það allir :)

Frúin í 99 kveður nú og sendir um leið góða strauma í Húsasmiðjuna á Selfossi :)

1 comment:

Anonymous said...

Jú ´sjáðu til Gógó min það passar ekki alltaf að gera eins og lögmálið segir til um svo þess vegna förum við rúby út að pissa. haha bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur öllum i sverige