31 October 2008

Pirripirr

Þetta er sko sá dagur sem ég hef verið sem mest pirruð, síðan ég flutti hingað!!!

Vaknaði í morgun ekki fyrr en kl 07:40...
Í hádeginu beið mín launaseðill sem hljóðaði upp á 95 þúsund útborgað, fyrir vinnu frá kl 08-17...... greinilega einhver mistök sem verða leiðrétt í næstu viku....eins gott!!!
Frekar pirrandi dagur í vinnunni...
Gatan sem ég bý við ekki mokuð....nánast ófær!!!
Kreppan enn á fullu...
Og nánast allt annað.....og nú finn ég alls ekki hana Pollýönnuna mína....sama hvað ég leita!!!

Þakka fyrir að það er komin helgi!!!

7 comments:

Anonymous said...

Sæl kæra frænka, nú datt ég í það að yrkja af tilefni bloggsins þíns í gær um kreppuna. Læt leirburðinn minn samt af hendi - enda enginn sem les þessa síðu þína nema allra nánustu trúnaðarvinir þínir, þú leiðréttir síðan og endursendir mér. Kaupmannahöfn var dásamleg og líklega hefur dvölin þar verið mér betri en ég gerði mér grein fyrir. Megirðu lengi lifa og vonandi verður stutt þangað til við hittumst og tökum um hvort annað að nýju. Gulla biður að heilsa og knúsa.


Helvítis kreppan

Helvítis klístraða kreppa
komin ert óboðin hér
Takist þér eigi að hneppa
okkur í fangið á þér

Við eigum jú hvort annað
eigi förum á taugum
Að gráta er ei bannað
augunum settum baugum

Gaman mér þætti það best
þjóðina fá að gleðja
Gógó og vini mæra mest
og maga þeirra seðja

Rífum upp hug og höldum
heim, til okkar vina
Megi vinum vor köldum,
viska þjáningu lina

Víða um landið liggur
lifandi frændgarður vor
Veit ég að hann það þiggur
þangað vér fetum spor

Nú er bara að berjast
bjartsýn og glöð í hóp
Umvefja vini og verjast
villunnar gangslausa hróp

Okkar er lífi að lifa
lofa og prísa í senn
Vísar tímans ætíð tifa
en töfrandi ljúfir enn

Okkar er framtíðin fögur
fá verða árin mögur
Skrifum bækur og bögur
við börnum flytjum sögur

efg.

Anonymous said...

Þú ert ótrúlegur, yndislegur, væminn og æðislegur elsku frændi :)

Það er sko ekki út af engu sem mér þykir svona vænt um þig, Gullu og syni :)

Mun skrifa þetta í bókina mína og geyma eða geima???!!!

Velkomin aftur til Íslands og sennilega alla leið heim :)

Það verður ekki langt þangað til við fjölskyldan (allavegana hluti af henni) mætum til Flateyrar :)

Megir þú lengi lifa elsku frændi :)

Harpa Jónsdóttir said...

Hún Pollíanna hlýtur bara að hafa skroppið aðeins frá. Hún kemur ábyggilega fljótt aftur!

Anonymous said...

Sæl frænka aftur, jú við eru komin heim. Það verður gaman að fá ykkur hingað! Ætíð velkomin, en mér finnst þó að ég verði að fá að bæta aðeins við þetta - og það er bara til þín mín kæra frænka!

Gógó frænka

Ég sakna þín góða Gróa
Guðmunda frænka stóra
Þú vorsins vonglaða lóa
víkur burt lífsins móra

Minn huga kvæði þín kæta
komin er aftanstund enn
Ei sögur og söngur græta
samheldnar konur og menn

Saman eigum við alltaf vera
vandanum berjast gegn
firði og þvermóðsku þvera
það er okkar lífins megn

Anonymous said...

Jahh Bleiki minn ef ég fer nú bara ekki að finna hana Pollýönnu mína eftir allar þessar flottu vísur!!!!

Ég segi nú bara Jón Jens hvað!!!!
Eða Ingi hvað!!!!

Þetta er komið á blað ofan í kassann minn góða með hinum vísunum :)

Þú ert flottastur frændi :)

Og já Harpa ég er farin að sjá í skottið á henni Pollýönnu minni :)

Þakka ykkur lesendur og kommentarar fyrir það :)

Anonymous said...

Pollýanna hefur mikið að gera svo hún verður að taka smá pásu. En hún kemur yfrileitt fljótt aftur.
Ég var að skoða myndir á myndasíðunni hans Palla og ég segi bara ÚFFFFFF Ég hata snjó og skafrenning. Ok ef maður þarf aldrei að fara út fyrir dyr og sem mynd á póstkorti
Sprellendur biður að heilsa

Anonymous said...

lart mikid