19 October 2008

Þannig er nú það :)

Þetta er alls ekki gott og ótrúlegt hvað mér finnst óheppnin elta okkur á röndum!!!
Pétur verður frá vinnu í nokkrar vikur!!!

Mæðgurnar á heimilinu svolítið tens yfir þessu öllu saman.
Í kvöld stóðum við BÁPan á ganginum og það var bankað á dyrnar, við hrukkum báðar við og stukkum inn í stofu og ég sagði Pétri að það stæði einhver stór og feitur við dyrnar (það er sko litað gler á hurðinni) Minn fór til dyra og ykkur að segja bjóst ég við hinu versta.......en þá var þetta bara Maggi Hinriks að koma og tékka á hvernig Pétur hefði það :) Maggi er sko EKKI feitur :)

Bergljót Ásta grét og grét áðan þegar hún var komin upp í rúm því hún er svo hrædd um að glæponarnir komi hingað heim!!! Ég sagði henni að þeir gerðu það ekki "jú víhíst ef þeir sjáhá að það er enginn bíhííll fyrir utan" nei nei ekki hér á Sauðárkróki...."en samt á Akureyri"

Og svo kom þetta sem ég bjóst við "það eru sko engir glæponar á Flateyri og ég vil eiga heima þar"

En nú ætla ég að leggjast upp í rúm hjá dömunni og sofa hjá henni í nótt og segja henni góða sögu við opinn glugga og lofa Pétri Pan að hlusta á söguna okkar svo hann geti sagt börnunum í Hvergilandi frá henni :)

Við fórum nefnilega á leikritið Pétur Pan í dag og var það frábært :)

Frúin í 99 kveður að sinni (hlýt nú fljótt að hrynja í 98 eftir öll þessi læti og stress)

Góða nótt :)

4 comments:

Anonymous said...

Jesús, þið verði bara að koma aftur vestur áður en Pétur verður étinn allur þarna fyrir norðan , ef ekki af einhverjum dóna þá af Ísbirni!!!!!!!!!!!
kræst, en til hamingju með 99,, flott það. Ekki að mér finnst hvert kílo fara þér vel Gógó mín.

Anonymous said...

Komnar myndir inn á myndasíðuna, þó ekki af puttabrotna manninum á heimilinu heldur húsinu og þess háttar :) Njótið ;)

Anonymous said...

Já þetta er ljotan eins og það sé ekki nog með kreppunna en þarf svo að bæta þessu á ykkur vona að allt fari vel kveðja fra sverige.

Harpa Jónsdóttir said...

Æ - elsku snúllan. Mín dama talar líka oft um að fara vestur svo ég kannast vel við það.

Ferlegt að maðurinn skuli ekki halda fullum launum þegar hann verður fyrir áverka Í VINNUNNI! Því auðvitað eru auka og bakvaktirnar stór hluti af launum lögreglumanna, það vita allir.