17 October 2008

Sundsmokkar.....

María Sif heitir ein skvísan sem ég vinn með á Furukoti. Til gamans má geta þess að hún María Sif elskar kökur og kökubasara :) Mér finnst hún mjög skemmtileg....en það er nú sennilega bara af því hún heitir seinna nafninu SIF!!!!

Hún sagði okkur frá stelpu sem var að vinna í sjoppu og sunnudag einn kom til hennar maður og bað um "sundsmokka".....stelpu greyið fer á bak við og spyr yfirmann sinn eru til sundsmokkar hér!!! Hann neitar því og fer hún til mannsins og segir "nei því miður þeir eru ekki til"
Maðurinn verður frekar fúll og segir "nú hvahh er sunnudagsmogginn ekki kominn"

Múhahahahahaha mér finnst þessi alveg ógó fyndinn....en ykkur????

4 comments:

Anonymous said...

Var þetta nokkuð Margrét sem var að vinna í sjoppuni svona miða við tannlæknirinn um daginn..

Þetta er mjög fyndið!!!!

Anonymous said...

já þessi var fyndin
er kimin vetur hjá ykkur?
Sprellendur biður að heils
kveðja Helga

Harpa Jónsdóttir said...

Dásemd alveg.

Anonymous said...

Já þessi var flottur meira svona