08 October 2008

Tölvutengd :)

Nú held ég að ég sé bara best geymd á ruslahaugunum!!!
Hnéð í algjöru ólagi og svo varð ég að fara heim í dag vegna mikils migrini!!!
Gerði mig meira að segja að fífli í vinnunni með því að fara að skæla af verkjum!!!
Varð reyndar smá hrædd um hausinn á mér....að eitthvað væri að fara að klikka þar :)
En eins og þið vitið er hausinn á mér sko enginn klikkhaus heldur einn sá allra besti!!!!
En þetta var væll dagsins :)

Erum orðin tölvutengd hér heima.....sem merkir það sennilega að þá geymist dót og drasl enn lengur í pokum og kössum hér!!!

Minni ykkur enn og aftur á að fara inn á Feyki.is og kjósa Margrétina mína....þið vitið sko hinar allar eiga svo margt skyldfólk hér sem kjósa þær :) Þannig að þið verðið að vera dugleg og standa með minni dóttur:) Mér finnst nefnilega svo flott hjá henni að hafa drifið sig í þetta :)
Það má kjósa í hverri tölvu einu sinni á sólarhring :)

Eigið góðan dag gott fólk :)

4 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Farðu vel meðððððig!

Anonymous said...

va ekki gott þetta en vona að þetta lagist fljott skal fara inn og kjosa. Kveðja sverige

Anonymous said...

Gógó mín, mér finnst þú nú bara vera algjör harðhaus að yfirleitt vera í vinnunni með svona mikla verki. Margir hefðu nú ekki mætt í vinnu með bilað hné.
Ég er búin að kjósa en það tók dálítinn tíma fyrir mig, hálfgerðan útlendinginn að fatta að maður beygir líka titilinn á vefsíðum svo ég var lengi að reyna að komast inn á feyki.is í staðinn fyrir feykiR.is en fattaði loksins beyginguna. Vonandi er líðanin betri núna.
Knús frá Ástralíu

Anonymous said...

já ég er búin að reyna nokkrum sinnum að fara inná www.feyki.is án árangurs - takk Ásdís fyrir að benda á þetta :)