26 October 2008

26.0któber 2008

Í dag er 26. október og þá er það í dag sem liðin eru 13 ár frá snjóflóðinu á Flateyri, sem ekkert okkar mun gleyma.

Ég er sko sannarlega búin að gráta með öðru auganu og hlæja með hinu, með því að hlusta á viðtalið við hann frænda minn og vin Eirík Finn. Hemmi Gunn var með viðtal við hann í morgun í þætti sínum á Bylgjunni. Viðtalið er mjög ljúft og lagið sem hann Hemmi spilaði í lokin virkilega fallegt. Hvet ykkur til að hlusta.

Hægt er að fara inn á Bylgjan.is

Og í dag kveiki ég á kertum til minningar um alla þá sem fórust í snjóflóðinu.
Blessuð sé minning þeirra allra.

3 comments:

Anonymous said...

Ég var að hlusta á hann Eirik Finn og átti nú mjög erfti með mig og skrítið að núna bý ég í húsi á móti húsinu sem hann bjó í og er búið að vera brálað veður hér hjá okkur og ég var mikið að spá að fara til tendamömmu en ég hugsa ef ég fer þá er minn tími kominn ég held nefnilega að það sé búið að velja tíma fyrir okkur. En að hlusta á hann Eirik var gott og kemur manni til að hugsa svo mikið og gott því að þessi maður er bara PERLA !!!

Anonymous said...

Við Elli hlustuðum á viðtalið við Eirik Finn núna áðan. Mjög gott viðtal eins og við var að búast af Eiriki.
Hafið það gott
kveðja frá Svíþjóð

Harpa Jónsdóttir said...

Ég er að hlusta á hann Eirík okkar núna. Það er bæði gott og erfitt.