18 October 2008

Níutíuogníu........

Ég hef nú ekki verið feimin að segja frá hversu þung ég er og mun ekki verða :)
Ég kíkti í heimsókn í morgun til Möggu Rebekku mömmu og mömmu hennar :) Þær höfðu orð á því að ég hefði grennst!!! Ekki finnst mér það nú en um leið og ég kom heim, þurrkaði ég rykið af vigtinni inni á baðinu og steig á hana!!!!

Þegar ég byrjaði að blogga um þyngd mína var ég ein eitthundraðogþrjúkílógrömm!!!

Fór fljótlega niður í 101 og stóð lengi í þeirri tölu enda var engin ástæða þá að drífa sig niður henni....var bara smart að vera í 101 Reykjavík!!!

En nú er kreppa og þá aðallega í Reykjavík og mín komin úr 101.....enda ekki smart lengur að staldra þar við :) Nei nú er mín komin í 99.......... :) Já 99 á stöðinni var smart og finnst mér þetta flott tala og held mér vonandi í henni um tíma!!!

BÁPan mín var ótrúlega glöð áðan þegar ég tilkynnti nýjustu tölur eftir að ég steig ofan af vigtinni....jess þá máttu fara á trampólínið mitt!!!! Sagði henni nefnilega í sumar að þeir sem væru yfir 100 kílóin mættu ekki fara á það!!!

En þær í vinnunni voru eitthvað að tala um að þegar kreppa væri þá færi fólk að fitna!!! Ég hef líka heyrt að þeir sem eru í sorg hrinji niður!!!!

Ég er eins með það og annað, alltaf öfugt við aðra....ég t.d. þyngdist bara eftir að hún Sifin mín dó!!! Þannig að ég á nú alveg von á því að einhver kílóin fjúki bara af mér í kreppunni í staðinn fyrir að þau hlaðist á mig!!!! Maður má nú alltaf vona :)

Frúin í 99 kveður að sinni :)

4 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Sko til - allt á réttri leið!

Anonymous said...

Flott hjá þér.!!! Ég sagði einmitt við doksa um dagin að ég hefði alltaf haldið að krabbasjúklingar léttust. En ekki ég!!!! Ó NEI... Enda er Igor búin að banna mér að hrökkva upp af á næstu árum, því þá ætlar hann ekki að hjálpa við að bera kistuna.!!!
Elli vissi allt um leikin veit líka hvar hans menn eru.
Hann biður að heilsa Pétri
kveðja frá Svíþjóð

Anonymous said...

Þetta er flott þá þarft þú ekki að fá óléttufötin mín þegar ég er búin að eiga... en var rikið ekki bara á viktini í sumar og gleymtir að þurkka af þá???

En ég er kominn 21 viku og er búin að léttast um 2 kg.síðan á júlí.


Passa sig að vera ekki of grönn þá þoluru vodkan svo illa.

Anonymous said...

Glæsliegt! Og til hamingju með nýja húsið - voðalega fínt. Knús KB