31 January 2009

Daginn í dag, daginn í dag gerði.....vodkasystur!!!

Virkilega rólegur og notalegur dagur í dag :)
Við Eiríkur Finnur byrjuðum morguninn á spjalli með kaffibolla við eldhúsborðið :)
Síðan bættust þau við, BÁP, Smári og Telma og svo LÖÖÖÖNGU seinna frúin á bænum....nei djók :)
Við Gulla fengum okkur göngutúr eftir hádegið og fylgdum Bergljótu Ástu upp að sundlaug þar sem hún fór í sund með þeim Helenu og Lísu :)

Við komum við í sjoppunni sem allt fæst þar núna :)
Komum við í kaffibolla hjá henni Öllu okkar og fórum við svo þrjár vodkasysturnar akandi á Ísafjörð (á Öllu bíl) og skelltum okkur í heimsókn á sjúkrahúsið til hennar Sigrúnar Gerðu :)

Sigrún bauð okkur í betri stofuna á sjúkrahúsinu og bauð okkur upp á góðan drink (egils appelsín) og hafði Gulla mín það hlutverk að hella úr flöskunni hennar Sigrúnar, eða hún sá að það stóð allavegana S eitthvað á flöskunni....sem seinna kom í ljós að þetta var ekki Sigrúnar flaska heldur appelsín flaskan hans Skúla á Gemlufelli!!!!

Nú Alla mín fékk þá það hlutverk að hella úr Sigrúnar flösku yfir í Skúla flösku svo hann fatti nú ekkert.....og því megið þið ekkert segja honum frá þessu!!!!
Það er sko ekki spurt að því að þar sem Vodkasystur koma saman tekst okkur alltaf að klúðra einhverju......en frúin ég tók nú myndir af þessu, sem vonandi koma einhverntímann í myndaalbúmið hér á síðunni :)

Eftir gott stopp hjá frú Sigrúnu Gerðu ókum við heim (á Öllu bíl) sem aldrei er bensínlítill hvað þá bensínlaus!!!!

Alla hefur aldrei séð ljósið gula/rauða sem kemur þegar bíllinn er að verða bensínlaus!!!
En í dag SÁ ALLA LJÓSIÐ!!!!!!!!!!!!!!
Við Gulla erum búnar að druslast á bílnum hennar seinustu daga og ekkert pælt í LJÓSINU....enda var bíllinn fylltur seinast um áramótin af góðum íslending!!!!

Nú svo það var stoppað á N-1 á Flateyri og dælt bensíni á blessaðan bílinn.....Alla borgaði....já ég veit við erum ljótar að hafa ekki borgað það....en svona erum við stöllur......en hafið þið reynt að þræta við hana Öllu um að borga eitthvað!!!!!

Nú síðan var hér auðvitað hátíðar lambasteik og allir átu á sig gat :)
Ég stend undir nafni okkar systra í kvöld en þær eru nú eitthvað lélegri við það.....enda voru þær hressar í gær, þessar elskur :)

30 January 2009

Kristalskálin og amma :)

Gaman að sjá að þið hafið gaman af að kíkja hér við gott fólk :)
Nú mun ég alltaf hugsa um ykkur 9 sem kommentuðu, þegar ég blogga :)

Má til með að segja ykkur frá því að í gær bauð hún mamma okkur Bergljótu Ástu í saltkjöt, sem var náttúrulega ótrúlega gott :)

Eftir átið settumst við inn í stofu til að jafna okkur.....aðllega þó ég þar sem ég át yfir mig enn og aftur!!! (kvöldið áður hafði ég nefnilega étið yfir mig af kjötsúpu hjá henni Gullu minni)

Jæja en mamma segir allt í einu við hana Bergljótu með svona "sorglegri" rödd "Bergljót mín þegar amma deyr þá átt þú að fá þessa kristalskál (og bendir á eina fallega skál) BÁP spyr "nú af hverju" og horfði á ömmu sína eins og hún væri bara að fara að leggjast niður og deyja!!!
"vegna þess að Bergljót amma þín gaf mér hana einu sinni" segir sú gamla með tárin í augunum.....umhum kom frá þeirri stuttu og vissi hún ekki alveg hvernig hún átti að vera, en hélt bara áfram að teikna mynd af ömmu sinni!!!

Þá rík ég upp úr sófanum og fer að hoppa og klappa og segi "Jibbý Bergljót hlakkar þig ekki til þegar amma deyr....þá færðu kristalskál jihúúúúúú" !!!!

Mamma gat nú ekki annað en hlegið og tók undir með mér og fór að klappa og dansa og sagði "já Bergljót mín þú getur sungið og dansað í skólanum á morgun og sagt þeim frá því að þegar ég dey þá fáir þú kristalskál" Og svona héldum við áfram vitleysingarnir ég og mamma!!!

Sú stutta horfði bara á okkur og hristi höfuðið og sagðist ekki ætla að fara að láta svona í skólanum eins og við......hún ætlaði semsagt ekki að fara að fagna dauða ömmu sinnar út af kristalskál né öðru!!!!!

En þið segið henni mömmu ekki frá því að ég hafi sagt ykkur þetta.....hún yrði vitlaus :)

Eigið góðan dag, það ætla ég að gera hér í blíðunni :)

29 January 2009

Er einhver þarna :)

Er bara að spá í hvort það séu einhverjir ennþá sem lesa bloggið mitt, sér til skemmtunnar!!!
Því ef svo er væri nú gaman að fá komment.......eller hur????

Þetta er semsagt bara smá tékk :)

Lifið heil :)

28 January 2009

Önundarfjörður :)

Jæja góðan daginn :)
Nú er frúin mætt í Önundarfjörðinn sinn :)
Við Bergljót Ásta flugum í gær í þvílíkri blíðu að flugið tók aðeins 35 mínútur :)
Við áttum pantað herbergi hjá Gullu og Eiríki og erum semsagt þar í góðu yfirlæti :)

Bergljót Ásta fékk að fara í skólann hér á meðan við stoppum :)
Lauga kennari hennar á Króknum var svo góð að koma með námsbækurnar hennar Bergljótar til okkar á sunnudaginn og Skarphéðinn og Sigga voru svo frábær að lofa henni að vera í skólanum hér :) Skólastjóri og kennari á Króknum eru frábær :) Skólastjóri og kennarar á Flateyri eru frábær :) Já það er gott að eiga góða að :)

Nú sit ég við tölvuna hennar Guggu og heyri að Halli minn tattú töffari er að vakna til lífsins :)
Best að fara og knúsa þann töffara og kannski fá far með honum niðureftir :)

Eigið góðan dag :)

26 January 2009

Bloggidiblogg :)

Góðan dag gott fólk :)

Það er nú frekar langt síðan ég bloggaði seinast!!!

Ásta mágkona búin að koma í heimsókn til okkar og stoppa í tvo daga :)

Það var heljarinnar partý á Ægisstígnum sl. laugardag......eða þannig!!!
Við Pétur og Ásta dilluðum okkur og sungum með lögunum sem Pétur spilaði fyrir okkur :) Ég byrjaði á að elda kjötsúpu og Pétur minn og Ásta matreiddu HUMAR sem etinn var með bestu bestu lyst :)

Fleiri vorum við ekki í þessu svaka partýi!!!! Reyndar kíktu þær "systur" Margrét Alda og Sigga og mátuðu fínu gleraugun :) Þetta var ótrúlega skemmtilegt hjá okkur :)

Í hádeginu í gær átum við síðan kjöt og kjötsúpu :)
Hún María Sifin mín mætti í smá kaffi og er hún alltaf jafn hress og skemmtileg :) Heppin ég að hafa kynnst henni :)

Við Ásta og Bergljót Ásta keyrðum síðan til Akraness í gær og gekk það vel :)
Ásta er að fara í vinnu til kl þrjú í dag og eftir það keyrum við í Hafnarfjörðinn til tengdó :) Nú svo á morgun fljúgum við vestur :) Jibbýýýýýý :)

Eigið góðan dag gott fólk :)

23 January 2009

Öllu afmæli.....

Ómægod var svo mikið að hugsa um að í dag væri Bóndadagurinn að ég gleymdi að setja á bloggið að ein af bestu vinkonum mínum á afmæli í dag !!!!

Hún ALLA mín á nefnilega afmæli í dag :)
Til hamingju með daginn elsku elsku Alla mín :)
Þar sem ég er ekki fyrir vestan hjá þér núna,þá veit ég að hún Gulla mun hugsa vel um þig á þessum merkisdegi.......eins og henni er einni lagið (og eins og við höfum gert þegar við erum þrjár saman)

Til hamingju og mundu hvað ég er sjúúúúúúúk í að hann Jónas þinn komi líka á Stútung!!!!!

EN hann Pétur minn hefur ekki hlaupið hringinn um húsið á brókinni einni fata, svo hann hefur enn öngva gjöfina fengið..............

Bóndadagurinn :)

Í dag er Bóndadagurinn :)

Ég man fyrir nokkrum árum á Konudaginn, þegar ég ruglaðist eitthvað og færði Pétri mínum morgunmat í rúmið, þann dag........og þess vegna beið ég í morgun eftir morgunmat frá honum inn til mín!!!! En nei það gerðist nú ekki :)

En það er best að vera góð við minn bónda í dag og öðrum óska ég til hamingju með daginn :)

Lifið heil :)

20 January 2009

EF......

Ef ég væri lögga: hefði ég ekki þolinmæði í fólkið!

Ef ég væri ríkisstjórnin: myndi ég drulla mér út úr þinghúsi og skammast mín oní rassgat!

Ef ég væri mótmælandi: myndi ég ráðast inn í þinghús og henda fíflunum út!

18 January 2009

Sunnudagurinn góði :)

Jeijjjj er super hress og til í hvað sem er.....næstum :)

Ægisstígsfólkið er hið hressasta :)
Ég er í góðum gír, finn ekki fyrir neinum verkjum í hnénu.....n.b. læknirinn var búinn að segja mér að ég myndi finna mikið til fyrstu dagana, en frúin ég er svo töff og kúl :)

Pétur hendir sér úr næstum hverri spjör alla daga og hoppar út á pall og ofan í heita pottinn til að ná bak verkinum úr sér!!!! Það virkar flott :)

Margrétin er búin að fara í göngutúr og er hin hressasta :)

BÁPan komin heim úr útlegðinni en hún gisti hjá Rebekku sl. nótt og leika þær nú á fullu inni í herbergi og má heyra hláturinn í þeim um allt hús :)

Þetta er semsagt hinn fínasti sunnudagur :)

17 January 2009

Svo er nú það :)

Jæja Pétur minn og Margrétin keyrðu mig á sjúkrahúsið á Akureyri í gær og létu svæfa mig..........en ég vaknaði nú aftur........enda frúin með nokkur líf :)

Aðgerðin gekk vel og nú er bara að jafna sig í nokkra daga :)
Frá vinnu verð ég að vera í 4 vikur að minnsta kosti!!!
Sko launuðu vinnunni :)

Svo það má þá búast við því að frúin sitji við og saumi í.......rææææt!!!!

Hafið það gott eða hafið bláa hafið múhahahahaha

15 January 2009

Til Akureyris.......

Í fyrramálið á ég að mæta á sjúkrahúsið á Akureyri til að láta laga á mér hnéð!!!
Ég verð svæfð og þeir krukka í hnénu.
Ég vakna og Pétur keyrir mig aftur heim.
Eða svona vona ég að þetta verði.

Ég er sko búin að hafa góðan tíma til að láta mig kvíða fyrir og það geri ég svo sannarlega!!!
Er svo dugleg að búa til allskyns vandamál áður en hlutirnir gerast og þ.h.!!!
Kvíði reyndar mjög fyrir svæfingunni.....eða reyndar hvort ég vakna aftur eftir svæfinguna!!!
Þeir hafa nú gert mistök læknar og er ekki líka einhver sýking þarna á sjúkrahúsinu á Akureyri, þessa dagana!!!!

En þær voru svo yndislegar konurnar sem ég vinn með, með hughreystingar orðin í dag að ég er viss um að þetta á eftir að ganga mjög vel :)

En næsta blogg verður þegar frúin getur næst sest við tölvu.....sem verður vonandi sem fyrst og já kannski bara annað kvöld :)

Eigið góða daga gott fólk :)

12 January 2009

Lítill frændi kominn í heiminn :)

Inga Rún og Bragi eignuðust dreng í nótt :)
Þann 12. janúar :)
Hann vó 3770 gr og er 55cm langur :)
Hann heitir Ólafur Bragason :)

Við óskum þeim Braga og Ingu Rún til hamingju með stubbinn :)
Við bjóðum Ólaf hjartanlega velkominn í heiminn :)
Megi þessi fallega fjölskylda blómstra :)

Til hamingju til hamingju :)


Es: Eina sem ég hafði rétt fyrir mér í seinni ágiskuninni er dagsetningin!!!!
Ekki mikil spákona, hún ég :(

11 January 2009

MAMMA MIA

Ómægod ó mæ god ég var að horfa á Mamma mia myndina, í fyrsta skiptið:)

Myndin er frábær og lögin öll eins og allir vita : frábær:)

Ég þakka nú fyrir að hafa ekki farið að sjá hana í bíó, því ég grét svo mörgum sinnum á meðan ég horfði :)

Þetta var nú aldeilis gaman og verður örugglega ekki langt þangað til ég set þessa mynd aftur í spilarann :)

MAMMA MIA

10 January 2009

Bloggið :)

Þetta gengur náttúrulega ekki hjá mér, en ég er eiginlega alveg að gleyma að blogga síðan ég fór á facebook!!!!

Lífið er bara dásamlegt þessa dagana :)
Svo sem ekkert mikið að gerast....eða þannig :)
Við höfum það bara þokkalegt hér, fólkið á Ægisstígnum :)

Vona að þið hafið það gott kæra fólk :)

Ég mun ÖRUGGLEGA blogga fljótt aftur :)

07 January 2009

Gaman gaman......

Jahh ekki eru spádómar Spákonunnar marktakanlegir, þar sem hún var búin að spá að Inga Rún og Bragi myndu eignast barnið í gær!!!!
Þá er það bara næsta ágiskun.....núna held ég að það verði þann 12. jan--16merkur--51cm og enn er ég viss um að það er stelpa :)

Annars er lífið bara yndislegt á Króknum þessa dagana :)
Ég er ekki lengur viss hvort Pollýanna leiði mig eða ég bara hana!!!

BÁPan glöð í skólanum :)
MAM byrjuð í Fjölbrautinni hér :)

Verra er það þó með puttann hans Péturs míns en hann fór með fingurinn í myndatöku í morgun.....og hangir nú myndin í stofunni.....nei djók :)
Nei en beinið er bara ekkert að gróa hjá honum!!!
Bara brot þvert yfir og grær ekkert :(
Það finnst mér nú mjög sorglegt.

Jæja en allt jóla dót og ljós komin ofan í kassa og bíða þeir nú bara í þvottahúsinu eftir að verða settir á sinn stað :)
Já jólin alveg búin á þessum bæ :)
Enda ætlar frúin að nota mestan tíma um helgina í að þrífa hér heima og áfram að þvo þvotta:)

Frúin er full orku þessa dagana og er það ekki slæmt :)

Eigið góða daga :)

05 January 2009

Yndislegt bara :)

Mikið var nú hressandi að vakna 06:40 og drífa sig á fætur og mæta í vinnu :)
Dagurinn verður mun skemmtilegri þegar maður er svo lánsamur að geta mætt í vinnu :)
Í dag vann ég bæði á Furukoti, skrapp svo í eldhúsið á Krílakoti og aftur á Furukot :)
Þetta var bara gaman og dagurinn fljótur að líða :)
Núna er vinnutíminn minn líka MUN skemmtilegri því nú vinn ég frá kl. átta til fjögur og vinn í hádeginu, en áður vann ég frá kl. átta til FIMM og fór heim í hádeginu :)

Labbaði heim úr vinnunni í dásamlegu veðri.
Kom heim og tók upp úr töskunum:)
Við MAM búnar að vera að þvo og þurrka þvott :)
Pétur minn sá um kvöldmatinn........prumpubaunir:)
Verður því fjör og læti í okkar rúmi í nótt :(

Það er annars gott að vera komin aftur í fallega Skagafjörðinn en sakna fólksins míns á Flateyrinni minni :)

BÁPan var mjög glöð að vakna í morgun og henda sér í föt, því hún var að fara aftur í skólann :)
Hún var mjög glöð með það :)

Pollýanna hefur verið eins og skugginn minn í allan dag og er það gott :)
Vona að hún haldi sér hjá mér næstu dagana, því það er nefnilega bara helvíti gott að hafa hana sér við hlið :)

En nú er það rúmið og fjörið sem mun fylgja því í nótt :)

04 January 2009

Takk fyrir mig takk :)

Jæja þá erum við komin aftur í Skagafjörðinn og gekk ferðin vel :)
Nánast snjólaust alls staðar :)

Fórum í frábæra afmælisveislu í gærkvöld, þar sem Magga "granna" hélt upp á 40 árin sín í Vagninum :) Jón Svanberg fór á kostum sem veislustjóri og söngelsku bræðurnir (hennar Möggu) tóku lagið :) Fyrir utan allt annað sem var BARA skemmtilegt :)
Síðan var dansað fram eftir nóttu :) Frábært :)

Leiðinlegasta sem ég geri er að kveðja og reyndi ég að sleppa við það að mestu í dag.....ég fer nefnilega alltaf að væla þegar kemur að þeim stundum!!!
Þannig að þið kæra góða fólk sem ég hitti á Flateyri, vil ég bara þakka fyrir góðar samverustundir og gaman var að hitta ykkur öll :)

Vonandi tekst að setja inn myndir hjá mér sem fyrst, frá þessari frábæru ferð vestur :)

ES: Ég ætla að giska á að þau Inga Rún og Bragi muni eignast stelpu 6. janúar og mun hún verða 13 merkur og 51 cm................................
alltaf gaman að giska........................

02 January 2009

Flateyrin mín svo falleg og fín :)

Það er hreint yndislegt að vera hér á Flateyrinni minni :)
Það er náttúrulega aldrei neitt til í þessari sjoppu frekar en fyrri daginn......allavegana ekki það sem mig vantar!!! En svona er þetta bara :)

Ég er að sjálfsögðu búin að fara oft upp í kirkjugarð til hennar Sifjar minnar og kveikja á kertum og bara aðeins til að sitja þar.

Sár varð ég í eitt skiptið er ég kom til hennar og sá að það var búið að skrúfa eina peruna úr ljósakrossinum hjá henni og lá peran í grasinu rétt hjá!!! Ég setti hana að sjálfsögðu aftur í og kveiknaði á þeim perum sem ljósið hafði farið af!!!! Vona að þetta verði ekki aftur gert :)

Gamlárskvöld var meiri háttar :)
Við borðuðum góðan mat hjá þeim hjónum Gullu og Eiríki ásamt sonum þeirra, tengda dætrum og barnabörnum :)

Fórum síðan í blysförina og finnst mér það alltaf jafn flott þegar ljósið er tekið af ljósastaurunum á meðan blysför stendur :)
Flugeldasýningin og brennan voru flott :)
Aldrei eins margt fólk í göngunni og núna....held ég :)

Af brennu á Grundarstíg 2 og horft á skaupið.....sem mér fannst ekkert sérlega skemmtilegt....en margir aðrir skemmtu sér yfir því og er það gott :)

Fram eftir kveldi var drukkið og borðað og síðan skotið upp á miðnætti og held ég að þeir Pétur, Eiríkur og Auðunn Gunnar hafi algjörlega misst sig í flugeldunum núna :)

Allir fóru síðan í Vagninn sem var mikið fjör :)
Við BÁPan reyndar löbbuðum heim saman seint um kvöld og slepptum Vagninum!!!

Margrétin búin að vera lasin frá því hún kom vestur og er það helvíti fúlt!!!

Í gær mættu svo öll börn, tengdabörn og barnabörn hennar mömmu til hennar í mat :) Já sko við sem erum hér!!!!
Gugga mætti með afgangs sprengjurnar hans Halla og Pétur náði í afgangs terturnar sínar og var haldið áfram að sprengja eftir matinn :)
Já það er mikið fjör og mikið grín hér.......og já mig eiginlega langar að flytja hingað aftur!!!!!

Helgi minn fór suður í dag og svo út á sjó!!!
Georg Rúnar minn kom til landsins aftur í gær og út á sjó líka í dag!!!

BÁPan sést varla það er svo mikið fjör hjá henni :) Hún er bara úti allan daginn í leikjum með krökkunum :)

MAM mín setti inn jólamyndirnar í myndaalbúmið ef ykkur langar að kíkja :)
Myndir héðan koma seinna :)
Eigið góðan dag og já:

GLEÐILEGT NÝTT ÁR KÆRU VINIR :)