02 January 2009

Flateyrin mín svo falleg og fín :)

Það er hreint yndislegt að vera hér á Flateyrinni minni :)
Það er náttúrulega aldrei neitt til í þessari sjoppu frekar en fyrri daginn......allavegana ekki það sem mig vantar!!! En svona er þetta bara :)

Ég er að sjálfsögðu búin að fara oft upp í kirkjugarð til hennar Sifjar minnar og kveikja á kertum og bara aðeins til að sitja þar.

Sár varð ég í eitt skiptið er ég kom til hennar og sá að það var búið að skrúfa eina peruna úr ljósakrossinum hjá henni og lá peran í grasinu rétt hjá!!! Ég setti hana að sjálfsögðu aftur í og kveiknaði á þeim perum sem ljósið hafði farið af!!!! Vona að þetta verði ekki aftur gert :)

Gamlárskvöld var meiri háttar :)
Við borðuðum góðan mat hjá þeim hjónum Gullu og Eiríki ásamt sonum þeirra, tengda dætrum og barnabörnum :)

Fórum síðan í blysförina og finnst mér það alltaf jafn flott þegar ljósið er tekið af ljósastaurunum á meðan blysför stendur :)
Flugeldasýningin og brennan voru flott :)
Aldrei eins margt fólk í göngunni og núna....held ég :)

Af brennu á Grundarstíg 2 og horft á skaupið.....sem mér fannst ekkert sérlega skemmtilegt....en margir aðrir skemmtu sér yfir því og er það gott :)

Fram eftir kveldi var drukkið og borðað og síðan skotið upp á miðnætti og held ég að þeir Pétur, Eiríkur og Auðunn Gunnar hafi algjörlega misst sig í flugeldunum núna :)

Allir fóru síðan í Vagninn sem var mikið fjör :)
Við BÁPan reyndar löbbuðum heim saman seint um kvöld og slepptum Vagninum!!!

Margrétin búin að vera lasin frá því hún kom vestur og er það helvíti fúlt!!!

Í gær mættu svo öll börn, tengdabörn og barnabörn hennar mömmu til hennar í mat :) Já sko við sem erum hér!!!!
Gugga mætti með afgangs sprengjurnar hans Halla og Pétur náði í afgangs terturnar sínar og var haldið áfram að sprengja eftir matinn :)
Já það er mikið fjör og mikið grín hér.......og já mig eiginlega langar að flytja hingað aftur!!!!!

Helgi minn fór suður í dag og svo út á sjó!!!
Georg Rúnar minn kom til landsins aftur í gær og út á sjó líka í dag!!!

BÁPan sést varla það er svo mikið fjör hjá henni :) Hún er bara úti allan daginn í leikjum með krökkunum :)

MAM mín setti inn jólamyndirnar í myndaalbúmið ef ykkur langar að kíkja :)
Myndir héðan koma seinna :)
Eigið góðan dag og já:

GLEÐILEGT NÝTT ÁR KÆRU VINIR :)

4 comments:

Anonymous said...

Já mig langar líka að fá ykkur hingað aftur.. get ekki kommentað meira er að fara að grenja..

ingarun said...

gleðilegt ár kæra familía. hér á B6 ilmar allt af nýuppáhelltu jólakaffi:)

Anonymous said...

Gleðilekt ár kæra fjölskilda muna svo að vera áfram dugleg að blogga. Kveðja sverige

Anonymous said...

Gleðilegt ár Gógó mín, ég bara sá þig ekkert til að smella á þig kossi :)
kv. Steinunn