15 January 2009

Til Akureyris.......

Í fyrramálið á ég að mæta á sjúkrahúsið á Akureyri til að láta laga á mér hnéð!!!
Ég verð svæfð og þeir krukka í hnénu.
Ég vakna og Pétur keyrir mig aftur heim.
Eða svona vona ég að þetta verði.

Ég er sko búin að hafa góðan tíma til að láta mig kvíða fyrir og það geri ég svo sannarlega!!!
Er svo dugleg að búa til allskyns vandamál áður en hlutirnir gerast og þ.h.!!!
Kvíði reyndar mjög fyrir svæfingunni.....eða reyndar hvort ég vakna aftur eftir svæfinguna!!!
Þeir hafa nú gert mistök læknar og er ekki líka einhver sýking þarna á sjúkrahúsinu á Akureyri, þessa dagana!!!!

En þær voru svo yndislegar konurnar sem ég vinn með, með hughreystingar orðin í dag að ég er viss um að þetta á eftir að ganga mjög vel :)

En næsta blogg verður þegar frúin getur næst sest við tölvu.....sem verður vonandi sem fyrst og já kannski bara annað kvöld :)

Eigið góða daga gott fólk :)

7 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Þú átt eftir að verða svo fegin þegar þetta er búið og hnéð orðið eins og nýtt!
Gangi þér vel!

Julia said...

Ég segi Poj poj Gógó á danskan máta. Þetta á eftir að fara mjög svo vel hjá þér :)

fanneyf said...

Gangi þér vel Gógó

Anonymous said...

Þakka ykkur fyrir stelpur mínar :)

Anonymous said...

Gangi thér vel á morgun mín kæra. Ég fór líka einu sinni í hnéadgerd, var svæfd og vaknadi, og thad fyrsta sem ég gerdi var ad prumpa! hahaha! Thú verdur nú dannadri er thad ekki? :)

Anonymous said...

Gangi þér vel Gógó min veit að allt fer vel. Kveðja sverige

Anonymous said...

GÁsa mín þú bjargaðir deginum fyrir mér múhahahahaha :)
En nú verð ég alveg á taugum yfir því hvort ég mun prumpa í vöknun!!!!

En þakka ykku7r aftur fyrir og Jóhanna bestu kveðjur til þín til Svíþjóðar :)

En nú er best að fara að leggja í hann........