30 January 2009

Kristalskálin og amma :)

Gaman að sjá að þið hafið gaman af að kíkja hér við gott fólk :)
Nú mun ég alltaf hugsa um ykkur 9 sem kommentuðu, þegar ég blogga :)

Má til með að segja ykkur frá því að í gær bauð hún mamma okkur Bergljótu Ástu í saltkjöt, sem var náttúrulega ótrúlega gott :)

Eftir átið settumst við inn í stofu til að jafna okkur.....aðllega þó ég þar sem ég át yfir mig enn og aftur!!! (kvöldið áður hafði ég nefnilega étið yfir mig af kjötsúpu hjá henni Gullu minni)

Jæja en mamma segir allt í einu við hana Bergljótu með svona "sorglegri" rödd "Bergljót mín þegar amma deyr þá átt þú að fá þessa kristalskál (og bendir á eina fallega skál) BÁP spyr "nú af hverju" og horfði á ömmu sína eins og hún væri bara að fara að leggjast niður og deyja!!!
"vegna þess að Bergljót amma þín gaf mér hana einu sinni" segir sú gamla með tárin í augunum.....umhum kom frá þeirri stuttu og vissi hún ekki alveg hvernig hún átti að vera, en hélt bara áfram að teikna mynd af ömmu sinni!!!

Þá rík ég upp úr sófanum og fer að hoppa og klappa og segi "Jibbý Bergljót hlakkar þig ekki til þegar amma deyr....þá færðu kristalskál jihúúúúúú" !!!!

Mamma gat nú ekki annað en hlegið og tók undir með mér og fór að klappa og dansa og sagði "já Bergljót mín þú getur sungið og dansað í skólanum á morgun og sagt þeim frá því að þegar ég dey þá fáir þú kristalskál" Og svona héldum við áfram vitleysingarnir ég og mamma!!!

Sú stutta horfði bara á okkur og hristi höfuðið og sagðist ekki ætla að fara að láta svona í skólanum eins og við......hún ætlaði semsagt ekki að fara að fagna dauða ömmu sinnar út af kristalskál né öðru!!!!!

En þið segið henni mömmu ekki frá því að ég hafi sagt ykkur þetta.....hún yrði vitlaus :)

Eigið góðan dag, það ætla ég að gera hér í blíðunni :)

5 comments:

Anonymous said...

kíki oft þó ég nenni ekki að kommenta

kv. Lilja

Harpa Jónsdóttir said...

Þið eru nú meiri vitleysingarnir ;-)

Anonymous said...

Hæ Gógó! Ég er farin að kíkja á bloggið aftur, var ekki mikið í tölvu í fríinu sem byrjaði einhverntíma snemma í desember þangað til núna um miðjan janúar. Skilaðu kærri kveðju til mömmu þinnar, vona að þið hafið passað að hafa kristalskálina á miðju borði á meðan þið voruð að hoppa svona....

Knús frá Ástralíu

Anonymous said...

Hahaha ég sé ykkur alveg i anda Bestu kveðjur til ykkar allra.Kveðja sverige

Anonymous said...

Svona hafið þið Bergljót það farið í gegnum Hafnarfjörð á þess að heisækja Hverfisgötupakkið ja hérna hér.

Vonandi ert þú betri í honum, þá meina ég fætinum,við vissum ekki að til stæði að lappa upp á spákonuna.

Gera þeir ekki við putta þarna á Agureyris? nei ég spurði bara.

Það er aldrei talað um Flateyri án þess að minnast á góðan mat og maður verður svangur.

Bestu kveðjur til allra
Hverfisgötupakkið.