29 April 2010

Sumarblogg :)

Mér finnst hálf hallærislegt að hafa jólabloggið hér sem seinasta blogg, þar sem það er nú komið sumar :)

Við höfum það gott hér á Króknum og er mér alltaf að líka betur og betur að búa hér :) Sjálfsagt m.a. vegna þess að ég er alltaf að kynnast fólkinu betur og kynnast fleirum ;)
Skagafjörðurinn er líka fallegur eins og Önundarfjörðurinn minn og það er gott ;)
Pétri mínum líkar vel í sinni vinnu og Bergljót Ástan mín er sæl og glöð hér.....þó hún fái öðru hverju heimþrá til Flateyrar ;)
Hún er ánægð í skólanum, er í Tónlistarskólanum að læra á píanó (sem hún var byrjuð að gera fyrir vestan) og æfir sund hér, þannig að nóg er að gera hjá henni :)

Ég fór seinast vestur um páskana og var það að sjálfsögðu alveg hrykalega gaman....eins og alltaf :) En þegar ég fór aftur í Skagafjörðinn þá var það í fyrsta sinn sem ég yfirgaf Flateyrina mína án trega og söknuðar ! Ég var virkilega glöð með það :)
Ég veit að Flateyrin verður alltaf þarna og ég get farið þangað nánast alltaf þegar mig langar til :)
En eins og ég segi, hér á Króknum líður okkur vel :)

Næsta ferð mín vestur verður kosninga helgina , 29. maí nk og hlakka ég mikið til :)
Að sjálfsögðu vona ég sannarlega að sjálfstæðisflokkurinn vinni þær kosningar svo við m.a. fáum hann Eirík Finn okkar sem bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ :)

Hér skín sólin glatt og því tími til útiveru, því verður þetta blogg ekki lengra núna ;)

Ég vil óska ykkur gleðilegs sumars kæru vinir mínir og þakka ykkur fyrir veturinn!
Vona að þið hafið það öll sem allra allra best :)