27 February 2009

Skyndihjálpar námskeið.

Í gær fórum við á leikskólanum á skyndihjálpar námskeið.
Það var haldið í Varmahlíð.
Við vorum 60 konur (frá nokkrum leiksk.)
Það var einn kall sem kenndi.
Helvíti góður kennari og heitir Kalli.
Ef eitthvað kemur fyrir mig vil ég fá hann til að bjarga mér.....nú eða hann Pétur minn sem er líka mjög góður í skyndihjálp.

Við lærðum að sjálfsögðu m.a. að hnoða og blása.
Ég fékk sáran sting í hjartað þegar við vorum að læra allt um það.....mér varð hugsað tæp 5 ár aftur í tímann.....þegar hún Sif mín dó.

Sá allt fyrir mér....þegar Gulla mín gerði allt sem hún gat.....þegar Heiða hjúkka kom og gerði allt sem hún gat....ég blés ekki.....ég hnoðaði ekki.....ég hringdi á 112.....í Heiðu....í Pétur.....svo kom Pétur á löggubílnum og tók við af stelpunum, sem voru orðnar eldrauðar og kóf sveittar og uppgefnar.....svo kom sjúkrabíllinn.....og þeir reyndu.....svo tóku þeir hana með til Ísafjarðar....ég mátti ekki fara með sjúkrabílnum....skildi það ekki þá....en skil það núna.....Sifin mín dó......stór hluti af mínu hjarta dó.........

Þegar þetta er skrifað er ég sorgmædd og illt í hjartanu.
Ég er meistari í að "fela" líðan mína á daginn og finnst mér það gott.
Já mér er illt.
Hef ég áhyggjur af hverjir komast við völd eftir kosningar? Nei.
Skítt með alla pólitík, hún er ljót.
Í þeirri ljótu tík tekur fólk ekki utan um hvert annað né er umhugað um líðan hvers annars.

Ég er fegin að hafa farið á þetta skyndihjálpar námskeið, já mjög fegin.

21 February 2009

Laugardagurinn 21. febrúar :)

Það er kominn laugardagurinn 21. febrúar :)
Já þetta líður áfram.....frekar hratt :)
Bergljót Ásta er búin að vera heima alla vikuna, nema einn dag fór hún í skólann!!!
Hún er búin að vera með þennan leiðinda hósta blessunin!!!
Pétur gat mætt einn dag í vinnuna, annars er hann líka búinn að vera með þennan leiðinda hósta síðan við komum að vestan!!!
Við Margrétin hrækjum þessu úr okkur.....enn allavegana!!!

Ég hef svo gaman af að segja ykkur frá fólki sem á afmæli :)
Í dag á hín Olla systir Hjalla afmæli og óskum við henni til hamingju með daginn :)

Í dag á hún líka afmæli-----hún Tobba systir eins og ég kalla hana.......reyndar er hún Gullu systir :) Við óskum henni Tobbu okkar líka til hamingju með daginn :)
Bestu kveðjur til ykkar frá okkur :)

Eigið góðan dag gott fólk :)

20 February 2009

20. febrúar 2009

Árið 1990 20. febrúar átti ég að eiga hana Margréti Öldu....en hún lét nú bíða eftir sér til 5. mars það ár!!!!
Ég man bara að ég var sett þennan dag vegna þess að hún Guðfinna Hinriks á afmæli þann 20.

Og í dag er einmitt 20. febrúar og vil ég því senda henni Ninnu minni bestu afmæliskveðjur í tilefni dagsins :)

Það var gott að búa á móti henni Ninnu á Grundarstígnum :)
Ninna spáði í bolla og fór ég oft til hennar og bað hana að spá fyrir mér.
Hún lét mig alltaf fylgjast með slettunum sem hún benti á og sagði mér hvað þær merktu.
Ég fylgdist vel með.
Mér þótti aldrei gott kaffi en píndi því ofan í mig til að fá spádóm og ég man í fyrsta skiptið sem ég drakk úr bolla hjá henni, hljóp ég heim og ældi helv...kaffinu!!!!

Ég á margar góðar minningar með og um hana Ninnu.......hannyrðabúðin í kjallaranum....kennslan í skólanum....dillandi hláturinn hennar og margt margt fleira :)

Núna býr Ninna og hefur lengi gert, á Grund.

Ninna mín hjartanlega til hamingju með daginn :)
Bestu kveðjur frá okkur á Króknum :)

18 February 2009

Æ þetta er búið!

Æ hvað ég vonaði að Villi Valli fengi verðlaunin!
Æ hvað ég er samt glöð að hann var tilnefndur!
Æ hvað hún Dorrit var sæt!
Æ hvað hún var krúttleg að reyna að syngja með í lokin!
Æ hvað hún er bara mikil dúlla!
Æ hvað hann Örvar(svili minn sko) var flottur í söngnum!
Æ hvað hann Valgeir er eitthvað....jámm!
Æ hvað Baggalútur eru alltaf skemmtilegir!
Æ hvað ég vildi að þetta hefði verið lengur!
Æ það er ekki oft sem kona nennir að góna á sjónvarp!
Æ ég segi bara góða nótt!

Dásamlegt :)

Jæja maður er bara sprækur sem lækur í dag :)

Bergljót Ásta fór í skólann í dag, þó hún hósti nú aðeins.....en hún ólm vildi fara og fær að vera inni í frímínútunum :)

Margrétin mín í skólanum eins og aðra daga :)

OG Pétur minn gat byrjað í dag að vinna :)
Í seinustu viku fór hann með puttann í myndatöku og kom þá í ljós að loksins er beinið byrjað að gróa :)
Eftir fjögurra mánaða veikindafrí var hann nú mjög glaður að geta loks byrjað....og frúin grætur það nú ekkert :)

Nú þar sem ég er alein heima var ég ákveðin í morgun kl sjö að ég ætlaði pottþétt undir sængina aftur......en nei það er svo gaman að geta valsað hér um ein, með tónlistina í botni.....svo frúin fór nú bara í það að búa um, taka úr uppþvottavélinni, setja í þurrkarann og í þvottavélina og halda áfram að þrífa og og og..........

Lífið er dásamlegt eins og maðurinn sagði.......

17 February 2009

17. febrúar 2009

Í dag er afmælisdagur látinnar vinkonu minnar, hennar Gittu.
Ég sakna þess að heyra ekki rödd hennar en við töluðumst oft saman í síma.

Ég held það sé að koma vor.
Ég er að þrífa hjá mér.
Lítið að frétta svosem.
BÁPan er lasin, síðan á sunnudag.

Ég sakna enn og aftur vina minna.
Ég sakna Sifjar minnar.
Og já ég sakna margs.
Söknuður er sár.

14 February 2009

Þorvarður Hinriksson :)

Með Ellu og Hinriks leifi get ég sagt ykkur að búið er að gefa litla drengnum þeirra nafn :) Heitir hann ÞORVARÐUR í höfuðið á pabba Ellu :) Fékk hann nafnið í dag :)
Til hamingju með það öll saman :)

Hlakka ótrúlega mikið til þegar Þorvarður fer að geta talað smá, að spyrja hann hvað hann heitir!!!! Sé það alveg fyrir mér :)

En þetta er mjög íslenskt og fínt, enda drengurinn fæddur á Þorranum :)

Aftur til hamingju með nafnið kæra fjölskylda :)

13 February 2009

Alþjóðakvöld í Húsi Frítímans!!!

Ákveðið var í dag að við mæðgurnar þrjár á Ægisstíg 4 færum með nokkrum öðrum konum í kvöld í Hús Frítímans :) Þar var Frístundasvið og Rauði Krossinn að bjóða öllum íbúum Skagafjarðar upp á alþjóðakvöld, þar sem allar þjóðir áttu að koma saman :)
Við mæðgur hlökkuðum til :)

Þegar við mættum voru margir búnir að koma og fara en enn voru nokkrir.
Reyndar voru bara þarna pólverjar og ítali.
Við smökkuðum pólskan mat og kaffibrauð og drukkum kaffi:)
Spjölluðum að sjálfsögðu við fólkið á staðnum :)
Mjög huggulegt og kósí.

Þangað til Ania, pólsk samstarfskona mín kom með A-4 blað og sýndi okkur og sagði að svona blöðum hafi verið fest á alla bíla sem fyrir utan voru!!!
Ég varð öskureið er ég las það sem á blaðinu stóð!!!
Eins urðu hinir---reiðir og leiðir.
Fyrirsögnin á blaðinu var :Fjölmenning er þjóðarmorð
Síðan kom ljótur texti sem ekki verður skrifaður hér!!!
Neðst á blaðinu stóð :Alþjóðahyggja er menningarsjálfsmorð dulbúið sem "framþróun" og "frelsi"
Ísland fyrir Íslendinga

Ég segi nú bara hvað er að fólki????
Hver getur hjálpað svona fólki????

Ég er eiginlega alveg miður mín yfir þessu.

12 February 2009

Afmæli..........

Ég er svo montin að vera komin með nýja myndasíðu hér í link :) Takk takk :)
Nú fara að hlaðast inn myndir þar vonandi sem fyrst :) Alltaf gaman að skoða myndir....ekki satt???

6. febrúar sl. varð hún Magnea fimmtug og sama dag átti hann Þórir okkar afmæli :)
Ég var búin að kyssa hana Magneu til hamingju og langar að segja til hamingju elsku Þórir okkar:) Ég er viss um að hún Júlla Baddý mín hefur stjanað við þig þann dag :) Þið eruð svo falleg hjón......ég er alveg að komast í væmnisgírinn!!!!

6. febrúar sl. eignuðust þau Hinrik Rúnar og Ella lítinn son (var kannski búin að nefna það á blogginu) og veit ég að hann fær nafn eftir nokkra daga.....held það verði Grói....eða Pétur eða eitthvað svoleiðis :) Til hamingju Hinrik og Ella :)

Hún Ásta mágkona átti svo afmæli þann 7. febr og gleymdi ég alveg í öllu amstrinu fyrir vestan að hringja í hana!!! En er nú búin að því núna sko :) Elsku Ásta til hamingju með daginn :)

Nú 10. febrúar átti svo frændi minn hann Auðunn Gunnar afmæli :) Til hamingju elsku Auðunn :)

Í gær 11. febrúar áttu þau heiðurshjón Jóna og Björn Ingi 30 ára brúðkaups afmæli :) OG ég gleymdi að hringja en segi núna til hamingju með daginn elsku systir og mágur :)

Þá erum við komin að 12. febrúar, sem er í dag en þá á hinn flotti pabbi (ekki þó pabbi minn) hann Bragi Ólafsson afmæli :) Til hamingju elsku Bragi :) Ég reyndi nú að hringja áðan í elskulega unnustu þína en hún hefur verið að hugsa um litla labbakút hann Ólaf :) Þið eruð svo glæsileg :) Vona að þið eigið góðan dag/kvöld saman :)

Já þetta er nú aldeilis, segi ég bara :)

En til hamingju þið öll og munið að mér þykir vænt um ykkur :)

10 February 2009

Komin heim :)

Vinsamlegast ath að það var hún Margrétin mín sem skrifaði seinasta blogg sem er hér á síðunni!!! Lá greinilega frekar illa á henni :) En takk Margrét mín að setja inn myndirnar og takk "dönsku" systur að hægt er að smella beint á þær :)

En ég er semsagt komin heim aftur eftir frááááábæra ferð vestur :)
Þetta var svooo gaman að ég á eftir að ylja mér oft á minningum þessum, í vetur :)

Það er bara svo langt að telja upp það sem gert var að ég hreinlega nenni því ekki!!!
Bergljót Ásta var svo heppin að fá að vera í skólanum hjá Skarphéðni og Siggu og Sigga og öllum hinum og var hún virkilega glöð :)
Í sund fór hún reglulega til hennar Láru kláru :)
Gisti hjá Guggu og co tvær nætur og þar var stjanað við hana hægri vinstri :)
Hún lærði að hekla hjá Siggu í skólanum og segist vera að hekla trefil fyrir Elínu litlu frænku sína :)

Við gistum hjá Gullu og EFG sem er toppurinn og þar var stjanað við okkur hægri vinstri líka....þó frúin hafi verið á Stútungs æfingum öll kvöld :)

Við fórum í fimmtugs afmæli til hennar Magneu vinkonu, en hún hélt það á Sólbakka 6 :)
Það var alveg meiri háttar :)

Við fórum á Stútung sem var bara algjört ÆÐI :)
Það var svo gaman að það hálfa væri bara hellingur!!!!
Já þvílíkt fjör :)

Á meðan dvöl okkar stóð þá eignuðust Hinrik Rúnar og Ella lítinn strák :)
Myndir af honum má sjá á blogginu hennar Ellu (sem er í link hér á þessari síðu)

Ég veit ég gleymi að segja ykkur frá einhverju en það kemur bara seinna :)
Eigið góðan dag gott fólk :)

06 February 2009

Jæja ágæta fólk !

Ég er búin að fá mig full sadda af þessu endalausa væli um nýja myndasíðu og láta myndirnar frá áramótunum frá Flateyri inn. Í dag, var sá dagur sem þetta gerðist, ég gafst upp og bjó til nýja síðu og lét myndirnar næstum 300 inn, sleppti ekki einni einustu mynd. Þannig að það fóru allar myndirnar inn og ef það sé ekki flott mynd af ykkur inná þá bara "æjæj". Myndaðist ekki nógu vel í þetta skipti. En heimurinn verður ekkert leiðinlegri við það ...

Njótið elskurnar

nýja myndasíðan er hérna

Sæl að sinni ...

Dagur leikskólans og afmæli :)

Jæja í dag er Dagur leikskólans :)
Til hamingju öll leikskólabörn og starfsfólk :)

Í dag á hann Þórir eiginmaður Júlíu afmæli og sendum við honum bestu afmælisóskir :) Þórir minn þær mamma og Gugga biðja líka fyrir rosa góðum kveðjum til þín :)

Hún Magnea á líka afmæli í dag....enda mætt hingað vestur konan :)
Frúin er fimmtug og óskum við henni líka til hamingju með daginn :)

Þetta er svo frábær dagur enda ákvað sólin að skína núna......bæði í hjarta sem sinni.....og já úti líka :)

Eigið góðan dag gott fólk :)

05 February 2009

Afmæli og afmæli......

Það er svo mikið að gera hjá frúnni þessa dagana.....að hugsa um rassinn á sjálfri sér, að hún gleymir að segja frá ýmsu!!!!
Eins og t.d. gleymdi ég að segja ykkur frá því að hún Lára klára átti afmæli sama dag og hann Georg minn, þann 2. febrúar :)
Til hamingju með það Lára mín :)

Sigga Eggerts átti afmæli í gær :)
Til hamingju Sigga mín :)

Nú svo í dag á hún frú Þorbjörg Sigþórsdóttir afmæli :)
Hún Tobba okkar á heilsugæslunni :)
Frúin er fimmtug í dag :)
Sigurður Hafberg hennar eiginmaður varð fimmtugur þann 5. janúar :)
Til hamingju hjón með öll þessi ár til samans :)
Ætla rétt að vona að þau komist vestur á laugardaginn til að taka þátt í Stútung með okkur :)

Jæja en afmælin halda áfram á morgun.....
Meira blogg þá :)

03 February 2009

Kyndilmessa :)

Í gær byrjaði Kyndilmessa :)
Ljóðið sem ég lærði um hana er svona:

Ef í heiði sólin sést
á sjálfa Kyndilmessu
Snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu.

En hvernig er ykkar útgáfa???

Annars er allt gott að frétta héðan :)
Pétur minn er mættur á svæðið, en kom hann keyrandi í dag :)

Hafið (eða fjöllin) það gott sem lengst :)

02 February 2009

Hann á afmæli í dag :)

5 mínútum yfir ellefu að morgni til (þriðjudeg) fyrir 27 árum þá fæddi ég mitt fyrsta fallega barn :)
Hann fékk nafnið Georg Rúnar.....en eins og ég hef áður sagt hér ætlaði ég að nefna hann Ermar.....en þá varð allt vitlaust!!!!

Til hamingju með daginn elsku Georg Rúnar minn :)
Vona að þú eigir góðan dag í dag :)
Elska þig mikið mikið :)
Kveðja frá okkur öllum til þín :)