18 February 2009

Dásamlegt :)

Jæja maður er bara sprækur sem lækur í dag :)

Bergljót Ásta fór í skólann í dag, þó hún hósti nú aðeins.....en hún ólm vildi fara og fær að vera inni í frímínútunum :)

Margrétin mín í skólanum eins og aðra daga :)

OG Pétur minn gat byrjað í dag að vinna :)
Í seinustu viku fór hann með puttann í myndatöku og kom þá í ljós að loksins er beinið byrjað að gróa :)
Eftir fjögurra mánaða veikindafrí var hann nú mjög glaður að geta loks byrjað....og frúin grætur það nú ekkert :)

Nú þar sem ég er alein heima var ég ákveðin í morgun kl sjö að ég ætlaði pottþétt undir sængina aftur......en nei það er svo gaman að geta valsað hér um ein, með tónlistina í botni.....svo frúin fór nú bara í það að búa um, taka úr uppþvottavélinni, setja í þurrkarann og í þvottavélina og halda áfram að þrífa og og og..........

Lífið er dásamlegt eins og maðurinn sagði.......

5 comments:

Anonymous said...

Hvenær mátt þú svo fara að vinna?

Anonymous said...

Ég ætla að fara að vinna nk. mánudag :) Hlakka ótrúlega mikið til :) Vona að hnéð virki þá eins og það ætti :)
Bestu kveðjur kæra "granna"

Harpa Jónsdóttir said...

Þetta er sem sagt allt að koma!

Anonymous said...

Jebbs sem betur fer :)
Og sólin skín hér svo fallega í Skagafirðinum :)
Sól úti, sól inni, sól í hjarta.....

Anonymous said...

Það er nu gott að heira að þetta sé allt að lagast hjá þer gógo min bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur i sverige