12 February 2009

Afmæli..........

Ég er svo montin að vera komin með nýja myndasíðu hér í link :) Takk takk :)
Nú fara að hlaðast inn myndir þar vonandi sem fyrst :) Alltaf gaman að skoða myndir....ekki satt???

6. febrúar sl. varð hún Magnea fimmtug og sama dag átti hann Þórir okkar afmæli :)
Ég var búin að kyssa hana Magneu til hamingju og langar að segja til hamingju elsku Þórir okkar:) Ég er viss um að hún Júlla Baddý mín hefur stjanað við þig þann dag :) Þið eruð svo falleg hjón......ég er alveg að komast í væmnisgírinn!!!!

6. febrúar sl. eignuðust þau Hinrik Rúnar og Ella lítinn son (var kannski búin að nefna það á blogginu) og veit ég að hann fær nafn eftir nokkra daga.....held það verði Grói....eða Pétur eða eitthvað svoleiðis :) Til hamingju Hinrik og Ella :)

Hún Ásta mágkona átti svo afmæli þann 7. febr og gleymdi ég alveg í öllu amstrinu fyrir vestan að hringja í hana!!! En er nú búin að því núna sko :) Elsku Ásta til hamingju með daginn :)

Nú 10. febrúar átti svo frændi minn hann Auðunn Gunnar afmæli :) Til hamingju elsku Auðunn :)

Í gær 11. febrúar áttu þau heiðurshjón Jóna og Björn Ingi 30 ára brúðkaups afmæli :) OG ég gleymdi að hringja en segi núna til hamingju með daginn elsku systir og mágur :)

Þá erum við komin að 12. febrúar, sem er í dag en þá á hinn flotti pabbi (ekki þó pabbi minn) hann Bragi Ólafsson afmæli :) Til hamingju elsku Bragi :) Ég reyndi nú að hringja áðan í elskulega unnustu þína en hún hefur verið að hugsa um litla labbakút hann Ólaf :) Þið eruð svo glæsileg :) Vona að þið eigið góðan dag/kvöld saman :)

Já þetta er nú aldeilis, segi ég bara :)

En til hamingju þið öll og munið að mér þykir vænt um ykkur :)

4 comments:

Julia said...

takk fyrir kveðjuna til Braga, ég er búin að skila henni. og það var rétt hjá þér, ég var að reyna hafa hemil á barninu, hann var eitthvað fúll yfir að þú hafir haldið að hann væri stelpa!! ég prófa að hringja á morgun í þig:)

Anonymous said...

og þetta komment hér að ofan var frá mér ingurún

Anonymous said...

Hahahaha ertu búin að segja honum frænda litla að ég SPÁKONAN hafi haldið að hann væri stelpa!!! Hann á þá aldrei eftir að trúa mér er ég fer að spá fyrir honum í bolla!!!!
En nú ætla ég að reyna að fá einhvern mér til hjálpar um helgina að koma skypinu í gang :)

Ég hringi í þig Inga Rún mín :)
Knús til ykkar allra :)

Anonymous said...

Til hamingju þið öll með kveðju frá Grundarstíg 2 FL.