10 February 2009

Komin heim :)

Vinsamlegast ath að það var hún Margrétin mín sem skrifaði seinasta blogg sem er hér á síðunni!!! Lá greinilega frekar illa á henni :) En takk Margrét mín að setja inn myndirnar og takk "dönsku" systur að hægt er að smella beint á þær :)

En ég er semsagt komin heim aftur eftir frááááábæra ferð vestur :)
Þetta var svooo gaman að ég á eftir að ylja mér oft á minningum þessum, í vetur :)

Það er bara svo langt að telja upp það sem gert var að ég hreinlega nenni því ekki!!!
Bergljót Ásta var svo heppin að fá að vera í skólanum hjá Skarphéðni og Siggu og Sigga og öllum hinum og var hún virkilega glöð :)
Í sund fór hún reglulega til hennar Láru kláru :)
Gisti hjá Guggu og co tvær nætur og þar var stjanað við hana hægri vinstri :)
Hún lærði að hekla hjá Siggu í skólanum og segist vera að hekla trefil fyrir Elínu litlu frænku sína :)

Við gistum hjá Gullu og EFG sem er toppurinn og þar var stjanað við okkur hægri vinstri líka....þó frúin hafi verið á Stútungs æfingum öll kvöld :)

Við fórum í fimmtugs afmæli til hennar Magneu vinkonu, en hún hélt það á Sólbakka 6 :)
Það var alveg meiri háttar :)

Við fórum á Stútung sem var bara algjört ÆÐI :)
Það var svo gaman að það hálfa væri bara hellingur!!!!
Já þvílíkt fjör :)

Á meðan dvöl okkar stóð þá eignuðust Hinrik Rúnar og Ella lítinn strák :)
Myndir af honum má sjá á blogginu hennar Ellu (sem er í link hér á þessari síðu)

Ég veit ég gleymi að segja ykkur frá einhverju en það kemur bara seinna :)
Eigið góðan dag gott fólk :)

5 comments:

Anonymous said...

Frábært að heira að allt var svona vel lukkað hafið það gott og vona að hneið sé að lagast kveðja sverige

fanneyf said...

Ohh hefði svo verið til í að koma á Stutung. En vonandi á næsta ári. Til hamingju með litla frændann.

Harpa Jónsdóttir said...

Þú varst svo fín á myndunum hjá honum Palla!
Gaman að heyra að það hafi verið svona mikið fjör!

Gógó said...

Sæl og blessuð, takk fyrir spjallið áðan, gaman að heyra í þér.
Nú virkar hlekkurinn :)

Anonymous said...

Takk Júlla mín :)
Ég ætlaði nú líka að þakka ykkur Þóri fyrir kortið sem þið senduð okkur og geri það hér með :)
Ástar þakkir elsku frænka :)