20 February 2009

20. febrúar 2009

Árið 1990 20. febrúar átti ég að eiga hana Margréti Öldu....en hún lét nú bíða eftir sér til 5. mars það ár!!!!
Ég man bara að ég var sett þennan dag vegna þess að hún Guðfinna Hinriks á afmæli þann 20.

Og í dag er einmitt 20. febrúar og vil ég því senda henni Ninnu minni bestu afmæliskveðjur í tilefni dagsins :)

Það var gott að búa á móti henni Ninnu á Grundarstígnum :)
Ninna spáði í bolla og fór ég oft til hennar og bað hana að spá fyrir mér.
Hún lét mig alltaf fylgjast með slettunum sem hún benti á og sagði mér hvað þær merktu.
Ég fylgdist vel með.
Mér þótti aldrei gott kaffi en píndi því ofan í mig til að fá spádóm og ég man í fyrsta skiptið sem ég drakk úr bolla hjá henni, hljóp ég heim og ældi helv...kaffinu!!!!

Ég á margar góðar minningar með og um hana Ninnu.......hannyrðabúðin í kjallaranum....kennslan í skólanum....dillandi hláturinn hennar og margt margt fleira :)

Núna býr Ninna og hefur lengi gert, á Grund.

Ninna mín hjartanlega til hamingju með daginn :)
Bestu kveðjur frá okkur á Króknum :)

No comments: