13 February 2009

Alþjóðakvöld í Húsi Frítímans!!!

Ákveðið var í dag að við mæðgurnar þrjár á Ægisstíg 4 færum með nokkrum öðrum konum í kvöld í Hús Frítímans :) Þar var Frístundasvið og Rauði Krossinn að bjóða öllum íbúum Skagafjarðar upp á alþjóðakvöld, þar sem allar þjóðir áttu að koma saman :)
Við mæðgur hlökkuðum til :)

Þegar við mættum voru margir búnir að koma og fara en enn voru nokkrir.
Reyndar voru bara þarna pólverjar og ítali.
Við smökkuðum pólskan mat og kaffibrauð og drukkum kaffi:)
Spjölluðum að sjálfsögðu við fólkið á staðnum :)
Mjög huggulegt og kósí.

Þangað til Ania, pólsk samstarfskona mín kom með A-4 blað og sýndi okkur og sagði að svona blöðum hafi verið fest á alla bíla sem fyrir utan voru!!!
Ég varð öskureið er ég las það sem á blaðinu stóð!!!
Eins urðu hinir---reiðir og leiðir.
Fyrirsögnin á blaðinu var :Fjölmenning er þjóðarmorð
Síðan kom ljótur texti sem ekki verður skrifaður hér!!!
Neðst á blaðinu stóð :Alþjóðahyggja er menningarsjálfsmorð dulbúið sem "framþróun" og "frelsi"
Ísland fyrir Íslendinga

Ég segi nú bara hvað er að fólki????
Hver getur hjálpað svona fólki????

Ég er eiginlega alveg miður mín yfir þessu.

8 comments:

Anonymous said...

Ég er alveg sammála þér ég veit ekki hvað er að svona fólki. Ég bý sjálf í bæ hér í Svíþjóð sem hefur yfir 20 þjóðarbrot og hverfið sem við búum í er svona fjölmenninga hverfi og mér fynst það mjög fýnt. Það er gaman að hafa svona fjölbreytni. Ég held að það sé þekkingar leysi og hræðsla sem er að svona fólki. Svo vitum við líka að allir fá að kenna á þvi sem fáir gera. Við ættum stundum að rifja það upp hvernig sumir íslendingar hafa og haga sér erlendis. Maður hefur heirt og orðið vitni að því í gegnum tíðina hvernig íslendingar haga sér bæði hér og annarstaðar. Landin heldur stundum að hann sé nafli alheimsins. Að við séum þau gáfuðust, skemmtilegustu, fallegustu sem til eru. Við ættum aðeins að minka hrokan og líta í egin barm. Plús það að fallegasta fólk í heimi er reyndar blandað af flestum kynþáttum heims. Maður getur æst sig yfir þessu allan dagin og hefur ýmislegt um þetta að segja en læt þetta dug. Hafið það sem best á fróni. kv.Helga

Anonymous said...

Þetta er hreinlega sorglegt, vonandi hefur þetta ekki verið fullorðið fólk en bara óvitar sem ekki hafa þroska til að vita betur.

Anonymous said...

þvílíkt og annað eins að svona skuli koma fyrir okkur við sem eigum að vera svo upplýst þjóð, erum við ekki alltaf að stæla okkur að því að við séum öll læs, allir bólusettir, öll getum gengið í skóla, enginn svangur. Þetta á að leiða mannskeppnuna til meiri þroska og þá að við erum nú einu sinni smá peð á stóru taflborði. Mér finnst þetta ljótt, svo ljótt
kveðja Halla Signý

Anonymous said...

En svo að öðru, ég sá mig knúna til að hella niður kaffinu sem ég er búin að halda heitu sl. 10 daga þegar ég frétti af ykkur hjónum hérna á kjálkanum, pönnukökurnar orðnar þurrar og upprúllaðar á endanum fóru í hundinn. Siggi sem sat spenntur eins og krakki eftir nammi að fá að hitta Pétur sinn situr nú með skeifu... nei nei ekkert verið að koma við. Jæja en ég ætla nú samt að koma í kaffi og pönnsur þegar ég kem í Skagafjörðinn næst... hhuuuu
annars er ég á leið á þorrablót í Holti í kvöld, með hor niður á mjaðmir og kverkaskít ég bara dansa þetta úr mér, söknum ykkar!!!!!!
kveðja Halla Signý

Anonymous said...

Já Íslendingar hafa alltaf verið mikklir rasistar það er bara málið þvi miður eg veit bara að herna þar sem við búum eru ekkert nema útlendingar rétt eins og við erum herna og þetta eru góðir grannar alltaf kurteisir og aldrey neitt vesen hérna i minum tröppugangi við erum bara alltaf fljot að dæma aðra og kenna um ef eitthvað gerist og þetta á ekki eftir að skána á Íslandi nuna þegar kreppan eikst það get eg lofað ykkur bestu kveðjur úr útlandinu haha hafið það gott.

Anonymous said...

núna skammast ég mín fyrir að vera íslendingur!
og ég á bágt með að trúa því að það hafi enginn af þeim, sem stóðu á bakvið þetta, átt á einhverjum tímapunkti einhvern vin eða fjölskyldumeðlim í útlöndum..
og hananú!

hdj

Anonymous said...

Hvað er að fólki? Og á Sauðárkróki!! Hvar er umburðalyndið?

Ég var nú á Akureyri fyrir kannski tveimur árum og þá vildi starfsfólkið í Ríkinu ekki afgreiða pólverjana um vodkan sinn því þeir voru með dollara. Ég tók dollarana hjá þeim og fékk afgreiðslu um leið!

Þetta er dapurt en satt, ojbara!!

Anonymous said...

Mjög mjög sorglegt hvað fólk er fordómafullt!