27 February 2009

Skyndihjálpar námskeið.

Í gær fórum við á leikskólanum á skyndihjálpar námskeið.
Það var haldið í Varmahlíð.
Við vorum 60 konur (frá nokkrum leiksk.)
Það var einn kall sem kenndi.
Helvíti góður kennari og heitir Kalli.
Ef eitthvað kemur fyrir mig vil ég fá hann til að bjarga mér.....nú eða hann Pétur minn sem er líka mjög góður í skyndihjálp.

Við lærðum að sjálfsögðu m.a. að hnoða og blása.
Ég fékk sáran sting í hjartað þegar við vorum að læra allt um það.....mér varð hugsað tæp 5 ár aftur í tímann.....þegar hún Sif mín dó.

Sá allt fyrir mér....þegar Gulla mín gerði allt sem hún gat.....þegar Heiða hjúkka kom og gerði allt sem hún gat....ég blés ekki.....ég hnoðaði ekki.....ég hringdi á 112.....í Heiðu....í Pétur.....svo kom Pétur á löggubílnum og tók við af stelpunum, sem voru orðnar eldrauðar og kóf sveittar og uppgefnar.....svo kom sjúkrabíllinn.....og þeir reyndu.....svo tóku þeir hana með til Ísafjarðar....ég mátti ekki fara með sjúkrabílnum....skildi það ekki þá....en skil það núna.....Sifin mín dó......stór hluti af mínu hjarta dó.........

Þegar þetta er skrifað er ég sorgmædd og illt í hjartanu.
Ég er meistari í að "fela" líðan mína á daginn og finnst mér það gott.
Já mér er illt.
Hef ég áhyggjur af hverjir komast við völd eftir kosningar? Nei.
Skítt með alla pólitík, hún er ljót.
Í þeirri ljótu tík tekur fólk ekki utan um hvert annað né er umhugað um líðan hvers annars.

Ég er fegin að hafa farið á þetta skyndihjálpar námskeið, já mjög fegin.

5 comments:

Anonymous said...

Þú ert dugleg og góð kona Gógó min Kveðja fra sverige

Anonymous said...

Elsku Gógó mín ég vildi að ég væri hjá þér og gæti tekið utan um þig ..

En hér get ég sagt þér smá sætt!! hún Gróa mín er nú svo ágnæð með þig að hún var að skrifa G um daginn og sögu um G og var hún svona ...
Gróa og Gógó eru góðar.

Anonymous said...

ég ætla að knúsa þig svo fast á mánudaginn gógó ;*

Anonymous said...

Takk stelpur mínar :)
En með þessu líka "fína" bloggi mínu var ég ekkert að biðja um vorkun eða neitt þess háttar :) Þið skiljið!!! Mér líður alveg vel og allt það....þetta bara rifjaðist svona upp fyrir mér og minningarnar enn sterkari þess vegna, þessa dagana!!!
Svona er bara lífið og já....dauðinn!!!

En Gróa sæt ekki spyr ég nú að :) Knúsaðu hana frá mér Ella mín :)

Heba: Þú kremur mig sko ekki!!!

Sellaví.......

Anonymous said...

parf ad athuga:)