08 February 2011

Þetta er fyrsta og kannski eina bloggið mitt árið 2011....þar sem ég er svo löt við þetta !!!
En vonandi nenni ég að kíkja hingað inn öðru hverju, því sjálfri mér finnst gaman að lesa gamalt blogg frá mér :)

Nú fer að nálgast það að við höfum búið hér á Sauðárkróki í þrjú ár!!!
Enn líður okkur vel hér og höfum í raun nóg fyrir stafni :)

Strákarnir okkar þeir Helgi og Georg Rúnar komu til okkar um jólin og var Helgi líka um áramótin og miiikið hvað það var gott að hafa þessa yndislegu drengi okkar hjá okkur :)
Já þeir eru sko sannarlega algjörir gullmolar sem og stelpurnar okkar :)

Eins og flestir vita þá bættist við einn fjölskyldumeðlimur hjá okkur í byrjun október s.l. en það er hundurinn Vaskur !!!
Ég segi nú ekki að þetta hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina...að fá hund á heimilið....en hér er hann og verður líklegast áfram :)

Við höfum fækkað ferðum okkar vestur í Önundarfjörðinn fallega og höfum ekki farið þangað síðan í lok ágúst....en nú ætlum við að skella okkur um næstu helgi og er stefnan tekin á Stútung að sjálfsögðu og hlökkum við mikið til, enda alltaf gaman á Stútungi :)

Í lok marsmánaðar ætlum við Pétur að skella okkur til London, en hún Margrét Alda gaf okkur ferð þangað í jólagjöf :) Ég hlakka líka mikið til að fara þá ferð enda aldrei komið til London :)

En fyrst er að láta sig hlakka til að fara vestur og það geri ég svo sannarlega :)
Þangað til næst.....hafið það mjög gott (ef það er einhver sem enn kíkir hingað inn)
En allavegana ætla ég að hafa það mjög gott :)
Lifið heil !