08 February 2011

Þetta er fyrsta og kannski eina bloggið mitt árið 2011....þar sem ég er svo löt við þetta !!!
En vonandi nenni ég að kíkja hingað inn öðru hverju, því sjálfri mér finnst gaman að lesa gamalt blogg frá mér :)

Nú fer að nálgast það að við höfum búið hér á Sauðárkróki í þrjú ár!!!
Enn líður okkur vel hér og höfum í raun nóg fyrir stafni :)

Strákarnir okkar þeir Helgi og Georg Rúnar komu til okkar um jólin og var Helgi líka um áramótin og miiikið hvað það var gott að hafa þessa yndislegu drengi okkar hjá okkur :)
Já þeir eru sko sannarlega algjörir gullmolar sem og stelpurnar okkar :)

Eins og flestir vita þá bættist við einn fjölskyldumeðlimur hjá okkur í byrjun október s.l. en það er hundurinn Vaskur !!!
Ég segi nú ekki að þetta hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina...að fá hund á heimilið....en hér er hann og verður líklegast áfram :)

Við höfum fækkað ferðum okkar vestur í Önundarfjörðinn fallega og höfum ekki farið þangað síðan í lok ágúst....en nú ætlum við að skella okkur um næstu helgi og er stefnan tekin á Stútung að sjálfsögðu og hlökkum við mikið til, enda alltaf gaman á Stútungi :)

Í lok marsmánaðar ætlum við Pétur að skella okkur til London, en hún Margrét Alda gaf okkur ferð þangað í jólagjöf :) Ég hlakka líka mikið til að fara þá ferð enda aldrei komið til London :)

En fyrst er að láta sig hlakka til að fara vestur og það geri ég svo sannarlega :)
Þangað til næst.....hafið það mjög gott (ef það er einhver sem enn kíkir hingað inn)
En allavegana ætla ég að hafa það mjög gott :)
Lifið heil !

31 August 2010

Tíminn líður hratt...........

Sumarið er búið og komið er haust !
Margar skemmtilegar ferðir hafa verið farnar til Flateyrar og nú seinast fórum við Pétur vestur í brúðkaup þeirra Róslaugar og Grétars :)
Það var sko sannarlega flott og skemmtilegt......falleg brúðhjón, flott veisla, skemmtilegur veislustjóri, góður matur, flottar ræður og góð skemmtiatriði :) Frábær hljómsveit og meiriháttar söngur og dúndur skemmtilegt veislu fólk :)

Ég er glöð að hafa þær Margrétina mína og Bergljótu Ástuna mína báðar í húsi, þ.e.a.s. að Margrét Alda kom aftur frá Danmörku í byrjun júlí eftir átta mánaða veru þar í íþróttalíðháskóla :)
Ég hef hitt strákana mína tvo, þá Helga og Georg Rúnar minn nokkrum sinnum í sumar og getað knúsað þá og er það ljúft :)

Nú tekur hið daglega líf við......vinnan og skólinn hjá BÁP-unni :)
Bergljót mín er komin í fjórða bekk og því komin í efra húsnæði skólans hér og er hún virkilega glöð með það :)
Margrét Alda vinnur vaktavinnu í sundlauginni :)
En eins og alltaf .......
þá er lífið bara yndislegt :)

29 April 2010

Sumarblogg :)

Mér finnst hálf hallærislegt að hafa jólabloggið hér sem seinasta blogg, þar sem það er nú komið sumar :)

Við höfum það gott hér á Króknum og er mér alltaf að líka betur og betur að búa hér :) Sjálfsagt m.a. vegna þess að ég er alltaf að kynnast fólkinu betur og kynnast fleirum ;)
Skagafjörðurinn er líka fallegur eins og Önundarfjörðurinn minn og það er gott ;)
Pétri mínum líkar vel í sinni vinnu og Bergljót Ástan mín er sæl og glöð hér.....þó hún fái öðru hverju heimþrá til Flateyrar ;)
Hún er ánægð í skólanum, er í Tónlistarskólanum að læra á píanó (sem hún var byrjuð að gera fyrir vestan) og æfir sund hér, þannig að nóg er að gera hjá henni :)

Ég fór seinast vestur um páskana og var það að sjálfsögðu alveg hrykalega gaman....eins og alltaf :) En þegar ég fór aftur í Skagafjörðinn þá var það í fyrsta sinn sem ég yfirgaf Flateyrina mína án trega og söknuðar ! Ég var virkilega glöð með það :)
Ég veit að Flateyrin verður alltaf þarna og ég get farið þangað nánast alltaf þegar mig langar til :)
En eins og ég segi, hér á Króknum líður okkur vel :)

Næsta ferð mín vestur verður kosninga helgina , 29. maí nk og hlakka ég mikið til :)
Að sjálfsögðu vona ég sannarlega að sjálfstæðisflokkurinn vinni þær kosningar svo við m.a. fáum hann Eirík Finn okkar sem bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ :)

Hér skín sólin glatt og því tími til útiveru, því verður þetta blogg ekki lengra núna ;)

Ég vil óska ykkur gleðilegs sumars kæru vinir mínir og þakka ykkur fyrir veturinn!
Vona að þið hafið það öll sem allra allra best :)

23 December 2009

Jóalablogg :)

Hef verið afskaplega jóla dugleg í gær og í dag og bíð því núna bara eftir jólunum :)
Fer að vinna á morgun til klukkan að verða hálf fimm og nokkru eftir það fæ ég strákana mína, þá Georg Rúnar og Helga :) Ég hlakka mikið til :)
Margrétin mín Alda verður í Kaupmannahöfn hjá Jónu systur og hennar fjölskyldu og munum við sakna hennar mikið mikið !

Annað kvöld er okkur (sem betur fer) boðið í skötu veislu til Magga Hinriks og Sonju, eins og í fyrra.....Mmmmmm hvað ég hlakka mikið til :)

Við fjölskyldan ætlum að njóta jólanna með samveru hvers annars, borða góðan mat, drekka malt og appelsín, spila og syngja (vonandi) saman og með gleði í hjarta og hugsa fallega eins og alltaf til hennar Sifjar okkar :)

Við eigum svo góða fjölskyldu og vini á Flateyri sem hugsa fallega um leiðið hennar Sifjar minnar og met ég það mikils :) Takk fyrir :) En ég hlakka líka til að fara vestur um áramótin og geta aðeins farið að leiði elsku Sifjar minnar !

Kæru vinir sem enn ramba hingað inn, óska ég gleðilegra jóla og óska ykkur frið í hjarta !

Bestu kveðjur :)

20 November 2009

Föstudagurinn 20. nóvember !

Þessi föstudagur byrjaði nú miklu verr en föstudagurinn 13. !!!
Ég fór sæl og glöð í vinnuna mína, sem er bara rétt yfir götuna !
Gekk bara svona í rólegheitum....já var alls ekki að flýta mér, rek tánna í gangstéttarbrún og flýg á hausinn!!! Eða reyndar lendi á báðum HNJÁNUM og renn aðeins.....jahh mér fannst það reyndar vera eitt tvö hundrað metrar....sem hafa sennilega bara verið 2 cm eða svo!!!
Lendi með andlitið utan í grindverkinu og lek svo niður!!!
Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur???? Svona eins og í teiknimynd!!!

Já semsagt ég smurði gangstéttina með sjálfri mér og argaði heilan helling!
Sem betur fer var þetta á þeim tíma sem flestir foreldrar voru búnir að koma með börnin sín á leikskólann....engu síður leit ég til beggja hliða til að athuga hvort nokkur hafi séð þetta......held ekki....allavegana þeir sem voru enn inn í bílunum sínum litu í aðra átt og svo sá ég nokkrar gardínur í nærliggjandi húsum blakta smá.....en held samt að engin hafi séð þetta ! Er afskaplega glöð með það ;)

Ég ligg þarna í smá stund og spyr sjálfa mig hví í veröldinni ég hafi ekki borið hendurnar fyrir mig en fékk engin svör hjá sjálfri mér !!!

Brölti á fætur og haltraði inn á leikskólann, settist þar niður og fór að væla yfir þessu!!!
Samstarfskonurnar voru nú frekar fúlar að hafa ekki verið í glugganum þegar þetta gerðist....ég er nú að vona að það sé vegna þess að þá hefðu þær getað stokkið út og hjálpað mér, frekar en að þær hefðu viljað sjá eitthvað skondið!!!!

Ég er afskaplega heppin að það sést ekki á andlitinu á mér enda má ég nú ekki við því....er víst nógu ljót samt EN er með ansi ljót sár á báðum hnjám og bólgu á öðru þeirra!!!

Þetta var semsagt föstudagurinn 20. nóvember !

19 November 2009

Spákonan og Kristinn Hallsson ;)

Afmælisveisla Péturs tókst mjög vel :)
Það komu á milli 30 og 40 manns og höfðum við gaman af :)

Spákonan byrjaði að vinna aftur sl. mánudag en er samt mjög slæm í fætinum (hnénu) enn....og ekki batnar það við vinnuna :(
Fór í dag til bæklunar læknis og sagði hann fátt annað en að ég ætti að gera æfingar með fæturna og koma svo eftir mánuð í sneiðmyndatöku til Akureyrar :(
Æ ég var að vona að fá einhverja bót á þessu....já helst í gær!!!
En svona er þetta nú bara !

Eins og ég sagði um daginn ætla ég að reyna að fara í jóla gírinn fyrir þessi jól :)
Við sóttum allt jóladót út í bílskúr í dag og eru kassarnir komnir inn á stofu gólf....það er þó byrjunin :)
Ég þreif eldhúsgluggana áðan og mun örugglega byrja um helgina að henda upp jólaseríum :)

Spákonan er með matar uppskrift vikunnar í fréttablaðinu Feyki og er þar mynd af henni......með allar sínar undirhökur og hann elskulegur eiginmaður minn, segir alltaf þegar hann sér mynd af undirhökunum og mér að við Kristinn Hallsson séum mjög lík !!!....vildi bara að ég hefði röddina hans Kristins líka ;)

Á morgun fer ég í fótsnyrtingu og miiikið hlakka ég til.....hef ekki nema einu sinni farið í svoleiðis síðan ég flutti frá Flateyri, þar sem hún elskulega Evelyn mín sá alltaf um tærnar á mér....þó hún hafi nú ekki verið hrifin af frekjunni í mér að heimta alltaf fótsnyrtingu hjá henni :)

Sunnudaginn eftir viku ætlum við hjón á útgáfutónleika Fjallabræðra og hlakka ég mikið til :)
Þeir eru haldnir í Háskólabíói :)

Lifið heil :)

13 November 2009

Föstudagurinn 13. nóvember.

Spákonan á Kambinum er ekki búin að sitja auðum höndum s.l. tvo daga :)
Er búin að baka hveitikökur, kleinur og nokkrar tertur.....og búin að hafa gaman af :)
Tilefnið er að elskulegur eiginmaður er 45 ára í dag :)

Já það er föstudagurinn 13. nóvember og Pétur Björnsson er 45 ára :)
Við eigum von á einhverjum gestum í dag og hlakka ég til :)
Veit fátt skemmtilegra en þegar margt fólk er í kringum mig :)

Ég ætla að njóta föstudagsins 13. og vona að þið gerið það líka :)

10 November 2009

Í réttum ramma ;)

Spákonan hangir enn heima og reynir að fá bót á hnjánum sínum....þó ekki hnésbót múhahahaha :)

Við mæðgur fórum á leiksýningu hér á Króknum, s.l. laugardag :) En leikfélagið hér var að sýna barnaleikritið Rúi og Stúi og var það mjög skemmtilegt :)

S.l. sunnudag var Feðradagurinn og þá fengum við Bergljót Ásta okkur göngutúr í blómabúðina og keyptum rauða rós sem BÁP færði pabba sínum í vinnuna, í tilefni dagsins og varð faðirinn afskaplega glaður :)

Í gær birtust óvænt hingað til okkar, þeir feðgar Þórir og Ingvar og varð mikil gleði að fá þá til okkar og áttum við góða stund með þeim og að sjálfsögðu gistu þeir hjá okkur :)
Þeir eru í söluferð um landið, en Ingvar og Vigdís kona hans eru með heildverslun með myndarömmum :)
Fyrir þá sem ekki vita þá er Þórir maður hennar Júllu Baddýjar og Ingvar tengdafaðir hennar :)
Og fyrir þá sem vilja kíkja á heimasíðu Í réttum ramma ehf þá er hún hér :
www.irettumramma.is

Í dag er rigning og fínt veður og sérstaklega gott og hollt að fá sér smá göngutúr :)

Eigið góðan dag :)

04 November 2009

Miðvikudagurinn 4. nóvember !

Hef lítið annað að gera þessa dagana, en að hanga í tölvunni á milli þess sem ég þvæ þvott, elda og legg mig !!!
Var sem sagt skipað af lækninum að vera heima þessa vikuna og þá næstu og reyna að fá hnéð á mér gott ! Hef verið að drepast í því í nokkra mánuði og alltaf hefur það verið að versna :(
Ég fer í sjúkraþjálfun þrisvar í viku og er að vona að það sé að gera mér gott :)
Þann 16. nóv (minnir mig) á ég að mæta hjá bæklunar lækni sem kemur hingað á Krókinn :)
Þá er bara að vona að hann geti sagt mér hvað það er sem er að hrjá mig (hnéð) :)

Annars er nú bara allt gott að frétta af okkur hérna :)
Það er langt síðan við höfum bara verið svona þrjú í heimili og er það frekar tómlegt !
Ég hef alltaf verið frekar fyrir margmenni en hitt !
Myndi sjálfsagt fara að eignast fleiri börn ef aldurinn væri ekki orðinn svona hár hjá mér....jahh bara svo við yrðum fleiri hér á bæ ;)

Ég hef ákveðið að breyta til og ætla núna að láta mig hlakka til jólanna og já, bara hlakka til að fá desember mánuðinn :) En það hef ég nú ekki gert í nokkur ár !
En hér með hlakka ég mikið til :)

Þetta var nú bara svona smá blogg :)
Eigið góðan dag og sérstakar kveðjur til Dúnnu og Didda :)

02 November 2009

Langt síðan......

Ákvað að blogga smá, þar sem hugur minn er svolítið (mikið heima þessar stundirnar :)
Og enn heldur er hugur minn fyrir vestan, þar sem þau fallegu hjón hringdu í mig á meðan þau voru á göngu á Flateyrinni :) En það voru auðvitað Gulla og Eiríkur Finnur :) Það var gott að heyra aðeins í þeim áðan :)

Mikið hvað ég sakna þeirra og já allra fyrir vestan !
Stundum langar mig að flytja aftur heim og stundum ekki !
Við erum að leita að öðru húsnæði hér, þar sem við missum þetta um áramótin !
Hér er bara ekkert að fá (til leigu) Höfum leitað mjög mjög mikið en ekkert hefur gengið....enn!
Pétur minn segir alltaf "þetta reddast" svo ég ætla nú bara að vona það :)

Strákarnir mínir stunda sjóinn af kappi og Margrétin mín komin til Danmerkur!
Reyndar er Helgi minn fyrir vestan núna þessa dagana :)
Margrét Alda fór í íþróttalýðháskóla á Jótlandi og líkar henni vel :) Skólinn er í átta mánuði, þannig að það verður langt þar til við hittum hana! En ég er svo glöð að henni lýður vel þar sem hún er :)

Bergljót Ásta mín fékk svínaflensuna (segir læknirinn) og var hún með háan hita þar til hún fékk lyfið sem gefið er við þeirri flensu og nú er hún orðin góð og fór í skólann í morgun :) Var búin að vera í 10 daga heima !
Það var bekkjarkvöld hjá henni áðan þar sem foreldrar máttu koma með og fór ég að sjálfsögðu með henni en Pétur minn komst ekki, þar sem hann er að vinna fram eftir nóttu !

Hef þetta ekki lengra núna en kannski styttist tíminn hjá mér á milli blogga hér eftir :)
Sennilegast þykir mér nú að allir séu búnir að gefast upp á að kíkja hingað inn, sem er ekki skrýtið :) En mér finnst gott að geta skrifað þetta þó enginn lesi :)
Hafið það sem allra best :)