10 November 2009

Í réttum ramma ;)

Spákonan hangir enn heima og reynir að fá bót á hnjánum sínum....þó ekki hnésbót múhahahaha :)

Við mæðgur fórum á leiksýningu hér á Króknum, s.l. laugardag :) En leikfélagið hér var að sýna barnaleikritið Rúi og Stúi og var það mjög skemmtilegt :)

S.l. sunnudag var Feðradagurinn og þá fengum við Bergljót Ásta okkur göngutúr í blómabúðina og keyptum rauða rós sem BÁP færði pabba sínum í vinnuna, í tilefni dagsins og varð faðirinn afskaplega glaður :)

Í gær birtust óvænt hingað til okkar, þeir feðgar Þórir og Ingvar og varð mikil gleði að fá þá til okkar og áttum við góða stund með þeim og að sjálfsögðu gistu þeir hjá okkur :)
Þeir eru í söluferð um landið, en Ingvar og Vigdís kona hans eru með heildverslun með myndarömmum :)
Fyrir þá sem ekki vita þá er Þórir maður hennar Júllu Baddýjar og Ingvar tengdafaðir hennar :)
Og fyrir þá sem vilja kíkja á heimasíðu Í réttum ramma ehf þá er hún hér :
www.irettumramma.is

Í dag er rigning og fínt veður og sérstaklega gott og hollt að fá sér smá göngutúr :)

Eigið góðan dag :)

1 comment:

Harpa Jónsdóttir said...

Sko - bara tvö blogg með stuttu millibili! Frábært!