02 November 2009

Langt síðan......

Ákvað að blogga smá, þar sem hugur minn er svolítið (mikið heima þessar stundirnar :)
Og enn heldur er hugur minn fyrir vestan, þar sem þau fallegu hjón hringdu í mig á meðan þau voru á göngu á Flateyrinni :) En það voru auðvitað Gulla og Eiríkur Finnur :) Það var gott að heyra aðeins í þeim áðan :)

Mikið hvað ég sakna þeirra og já allra fyrir vestan !
Stundum langar mig að flytja aftur heim og stundum ekki !
Við erum að leita að öðru húsnæði hér, þar sem við missum þetta um áramótin !
Hér er bara ekkert að fá (til leigu) Höfum leitað mjög mjög mikið en ekkert hefur gengið....enn!
Pétur minn segir alltaf "þetta reddast" svo ég ætla nú bara að vona það :)

Strákarnir mínir stunda sjóinn af kappi og Margrétin mín komin til Danmerkur!
Reyndar er Helgi minn fyrir vestan núna þessa dagana :)
Margrét Alda fór í íþróttalýðháskóla á Jótlandi og líkar henni vel :) Skólinn er í átta mánuði, þannig að það verður langt þar til við hittum hana! En ég er svo glöð að henni lýður vel þar sem hún er :)

Bergljót Ásta mín fékk svínaflensuna (segir læknirinn) og var hún með háan hita þar til hún fékk lyfið sem gefið er við þeirri flensu og nú er hún orðin góð og fór í skólann í morgun :) Var búin að vera í 10 daga heima !
Það var bekkjarkvöld hjá henni áðan þar sem foreldrar máttu koma með og fór ég að sjálfsögðu með henni en Pétur minn komst ekki, þar sem hann er að vinna fram eftir nóttu !

Hef þetta ekki lengra núna en kannski styttist tíminn hjá mér á milli blogga hér eftir :)
Sennilegast þykir mér nú að allir séu búnir að gefast upp á að kíkja hingað inn, sem er ekki skrýtið :) En mér finnst gott að geta skrifað þetta þó enginn lesi :)
Hafið það sem allra best :)

8 comments:

Tinna said...

Verður maður ekki að kvitta þegar svona stórviðburðir gerast?
Kveðja frá Stokkhólmi.

Anonymous said...

Æðislekt að þú skulir vera komin i gang aftur gógó min alltaf gaman að lesa bloggið þitt.Haltu þessu bara við. Kveðja sverige.

jolly said...

'ubbs nafnið kom ekki en þú veist hver ég er frá sverige.

Ingvar said...

Það er fylgst með hérna líka...

Hinni Brósi said...

Neineineineinei,halló halló,ég hélt að þetta væri eitthvað djók þegar ég klikkaði á síðuna þína, er mín bara búin að finna bloggtakkann aftur????????? jibbí, notaðu hann nú vel systir góð,það er alltaf gaman að lesa bloggin þín þó að þau séu alllllllllgjör þvæla stundum nei bara grín heyrumst systir.

ella mágkona said...

Nei elsku Gógó mín ekki hætta að blogga ég er búin að sakna þín mikið hér á bloggunu svo vertu dugleg það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt... meira segja fer Gróa inn á það til að skoða myndir og finnst það gaman Gógó besta frænka!!!!
Kossar og knús á ykkur öll!!
Flateyri er best!!!!!

Anonymous said...

Hæhæ ég kíki nú eftir bloggi annað slagið. Vona að úr rætist með húsnæði hjá ykkur en það er nú örugglega eitthvað laust hér:) en annars alltaf gaman að lesa bloggið þitt haltu endilega áfram Vona að ykkur líði sem allra best
kv Guja Kristjáns

Anonymous said...

Hæhæ ég kíki nú eftir bloggi annað slagið. Vona að úr rætist með húsnæði hjá ykkur en það er nú örugglega eitthvað laust hér:) en annars alltaf gaman að lesa bloggið þitt haltu endilega áfram Vona að ykkur líði sem allra best
kv Guja Kristjáns