19 November 2009

Spákonan og Kristinn Hallsson ;)

Afmælisveisla Péturs tókst mjög vel :)
Það komu á milli 30 og 40 manns og höfðum við gaman af :)

Spákonan byrjaði að vinna aftur sl. mánudag en er samt mjög slæm í fætinum (hnénu) enn....og ekki batnar það við vinnuna :(
Fór í dag til bæklunar læknis og sagði hann fátt annað en að ég ætti að gera æfingar með fæturna og koma svo eftir mánuð í sneiðmyndatöku til Akureyrar :(
Æ ég var að vona að fá einhverja bót á þessu....já helst í gær!!!
En svona er þetta nú bara !

Eins og ég sagði um daginn ætla ég að reyna að fara í jóla gírinn fyrir þessi jól :)
Við sóttum allt jóladót út í bílskúr í dag og eru kassarnir komnir inn á stofu gólf....það er þó byrjunin :)
Ég þreif eldhúsgluggana áðan og mun örugglega byrja um helgina að henda upp jólaseríum :)

Spákonan er með matar uppskrift vikunnar í fréttablaðinu Feyki og er þar mynd af henni......með allar sínar undirhökur og hann elskulegur eiginmaður minn, segir alltaf þegar hann sér mynd af undirhökunum og mér að við Kristinn Hallsson séum mjög lík !!!....vildi bara að ég hefði röddina hans Kristins líka ;)

Á morgun fer ég í fótsnyrtingu og miiikið hlakka ég til.....hef ekki nema einu sinni farið í svoleiðis síðan ég flutti frá Flateyri, þar sem hún elskulega Evelyn mín sá alltaf um tærnar á mér....þó hún hafi nú ekki verið hrifin af frekjunni í mér að heimta alltaf fótsnyrtingu hjá henni :)

Sunnudaginn eftir viku ætlum við hjón á útgáfutónleika Fjallabræðra og hlakka ég mikið til :)
Þeir eru haldnir í Háskólabíói :)

Lifið heil :)

1 comment:

Jolly said...

Æðislekt að lesa bloggið þitt. ´Mér fynst þu nu bara ferlega dugleg að geta þetta allt með bilað hné það er ekki það besta sem að manni er. Um að gera að hleipa jólunum inn þau eru svo æðisleg með öllum flottu ljosunum. 'oska þér góðs bata Gógó min hafið það gott. Kveðja frá sverige