04 November 2009

Miðvikudagurinn 4. nóvember !

Hef lítið annað að gera þessa dagana, en að hanga í tölvunni á milli þess sem ég þvæ þvott, elda og legg mig !!!
Var sem sagt skipað af lækninum að vera heima þessa vikuna og þá næstu og reyna að fá hnéð á mér gott ! Hef verið að drepast í því í nokkra mánuði og alltaf hefur það verið að versna :(
Ég fer í sjúkraþjálfun þrisvar í viku og er að vona að það sé að gera mér gott :)
Þann 16. nóv (minnir mig) á ég að mæta hjá bæklunar lækni sem kemur hingað á Krókinn :)
Þá er bara að vona að hann geti sagt mér hvað það er sem er að hrjá mig (hnéð) :)

Annars er nú bara allt gott að frétta af okkur hérna :)
Það er langt síðan við höfum bara verið svona þrjú í heimili og er það frekar tómlegt !
Ég hef alltaf verið frekar fyrir margmenni en hitt !
Myndi sjálfsagt fara að eignast fleiri börn ef aldurinn væri ekki orðinn svona hár hjá mér....jahh bara svo við yrðum fleiri hér á bæ ;)

Ég hef ákveðið að breyta til og ætla núna að láta mig hlakka til jólanna og já, bara hlakka til að fá desember mánuðinn :) En það hef ég nú ekki gert í nokkur ár !
En hér með hlakka ég mikið til :)

Þetta var nú bara svona smá blogg :)
Eigið góðan dag og sérstakar kveðjur til Dúnnu og Didda :)

3 comments:

jolly said...

Æ ekki gott þetta með hnéið Gógó min en vonandi fer það batnandi. Ég hef alltaf verið mikið jola barn og hlakka alltaf til að skreita.Fallegt þegar allir eru bunir að setja upp öll jolaljosin stittir skammdeigið Hafið það gott. Kveðja frá Sverige.

ella mágkona said...

Hvað er að gerast Gógó brálað að gera hjá mér að skoða bloggið þitt!!!! Æi leiðilegt með hnéin en þið systkinin eruð öll stórgölluð !!!! En þetta með jólin lýst mér vel á það vantar bara mig!!!! en við verðum bara duglega að vera í bandi!!

ella said...

Hvað blogga bara í tvo daga svo ekki meira ???????