31 October 2008

Pirripirr

Þetta er sko sá dagur sem ég hef verið sem mest pirruð, síðan ég flutti hingað!!!

Vaknaði í morgun ekki fyrr en kl 07:40...
Í hádeginu beið mín launaseðill sem hljóðaði upp á 95 þúsund útborgað, fyrir vinnu frá kl 08-17...... greinilega einhver mistök sem verða leiðrétt í næstu viku....eins gott!!!
Frekar pirrandi dagur í vinnunni...
Gatan sem ég bý við ekki mokuð....nánast ófær!!!
Kreppan enn á fullu...
Og nánast allt annað.....og nú finn ég alls ekki hana Pollýönnuna mína....sama hvað ég leita!!!

Þakka fyrir að það er komin helgi!!!

30 October 2008

ENGINN djöfulsins titill

HELVÍTIS KREPPA
HELVÍTIS KREPPA
HELVÍTIS KREPPUTAL
JÁ HELVÍTIS KREPPUTAL.

ÞETTA ER LJÓÐ DAGSINS.................................

28 October 2008

Sellaví...........

Þau eru dimm élin sem koma núna þessa dagana!!!
Kannski ekki endilega úti en bara....já annarsstaðar.

Svona er bara þetta blessaða líf.
Eins og alltaf þá birtir upp um síðir.

Eigið góðan dag.

26 October 2008

26.0któber 2008

Í dag er 26. október og þá er það í dag sem liðin eru 13 ár frá snjóflóðinu á Flateyri, sem ekkert okkar mun gleyma.

Ég er sko sannarlega búin að gráta með öðru auganu og hlæja með hinu, með því að hlusta á viðtalið við hann frænda minn og vin Eirík Finn. Hemmi Gunn var með viðtal við hann í morgun í þætti sínum á Bylgjunni. Viðtalið er mjög ljúft og lagið sem hann Hemmi spilaði í lokin virkilega fallegt. Hvet ykkur til að hlusta.

Hægt er að fara inn á Bylgjan.is

Og í dag kveiki ég á kertum til minningar um alla þá sem fórust í snjóflóðinu.
Blessuð sé minning þeirra allra.

Sunnudags húmor.....

Þessir finnast mér alltaf svooo góðir og pissa næstum á mig af hlátri þegar ég les þá!!!

Allir krakkarnir horfðu á örbylgjuofninn nema Binni.....hann var þar inni.

Allir strákarnir sváfu vel í tjaldinu fyrir utan Skúla....hann var notaður sem súla.

Allir strákarnir voru með á körfuboltamyndinni nema Bergur....hann var dvergur.

Allir krakkarnir léku sér saman í körfubolta nema Gvendur....hann hafði engar hendur.

Allir krakkarnir fóru upp úr sjónum þegar hákarlinn kom, nema Linda blinda....hún var ennþá að synda.

Allir krakkarnir fóru að gráta við jarðarför kennarans nema Mæja....hún fór að hlæja.

Allir hlupu út úr brennandi kirkjunni nema Hermann....það var verið að ferm'ann.

Allir krakkarnir kunna að ríma nema Doddi....hann kunni það ekki!!!!

Múhahahahaha þetta er svoooo gaman :)

25 October 2008

Tékk tékk....

Það er eitthvað að þessu bloggi núna!!!
Er bara að tékka hvort þetta virkar!!!

Ókei þetta virkar :)

Verð náttúrulega láta vita hvað frúin er búin að vera dugleg í dag :)
En mín er sko búin að þrífa allt hátt og lágt :)
Er alltaf svo glöð þegar ég verð svona "húsmóðurleg"
Fór meira að segja út að moka snjó af tröppunum þvottahús megin og að framanverðu :)
Fór út með myndavélina og ætlaði að taka snjóa myndir.....en sá að það yrðu engar snjóamyndir núna!!! Var nefnilega búin að skoða snjóamyndirnar á blogginu hennar Ellu og hjá henni Steinunni.....já það er sko snjór fyrir vestan :)

BÁPunni var boðið að gista hjá Rebekku vinkonu sinni í nótt og fór hún héðan um klukkan tvö í dag, hún var svo spennt að hitta vinkonuna :)

PB: Pétur bitni og frúin í 99 verða því tvö í kotinu í kvöld.....uns Margrétin kemur úr vinnunni um klukkan ellefu :)

Frúin búin að kveikja á kertum og hugguleg heit: rómó :)
Heyrði í þeim utanlandshjónum áðan (Gullu og EFG)sem eru nú í Köben og eru danirnir bara góðir við þau :) Í fyrramálið klukkan átta er viðtal á Bylgjunni hjá Hemma Gunn við hann Eika bleika :) Á morgun er 26. okt : SNJÓFLÓÐADAGURINN Á FLATEYRI

Í dag var hann Kristján Halfdánarson jarðaður. Blessuð sé minning hans. Hann var virkilega góður maður hann Kiddi.

Frúin í 99 kveður.

Spegill spegill

Shrek, Angelina Jolie and Brad Pitt snæddu hádegismat saman.

Shrek sagði: Ég hef alltaf talið að ég sé sterkastur allra í heiminum, en hvernig get ég verið viss?

Brad sagði: Ég er nokkuð viss um að ég er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður á jörðinni, en ég hef aldrei fengið það staðfest.

Angelina samsinnti þessu. Hún sagði: Mér er sagt að ég sé dásamlegust allra kvenna, en stundum efast ég.

Þau ákváðu að besta leiðin til að fá staðfestingu á því hvort Shrek væri sterkastur, Brad sá kynþokkafyllsti og Angelina sú dásamlegasta, væri að spyrja hinn fræga talandi spegil: Spegill spegill herm þú mér....

Þau ákváðu að hittast aftur í hádegismat daginn eftir og bera saman bækur sínar.

Daginn eftir mætti Shrek með breitt bros á andlitinu.

Jæja, sagði hann. Það er satt. Spegillinn sagði mér að ég væri sá sterkasti í öllum heiminum.

Brad reigði sig og sagði: Og ég veit núna fyrir víst að ég er kynþokkafyllsti, núlifandi karlmaður á jörðinni.

En Angelina sem hafði setið álút, lyfti nú fallega sorgmædda andlitinu sínu og sagði: Hver í fjandanum er þessi Gógó ????

23 October 2008

Ekkert puttaprjón hér :)

Það er svo gaman þessa dagana að hlusta á hann Pétur minn :)

"þessi datt í sjóinn.....þessi dró hann upp....þessi...jahh já þessi var bitinn af!!!"

Svo syngur þessi elska:
" þumalfingur þumalfingur hvar ert þú...hér er ég hér er ég, góðan daginn daginn daginn....
vísifingur vísifingur hvar ert þú......buhu já hvar ert þú????

Nú og þar sem ég verð með bílinn á morgun og Pétri mínum vantar að komast til Akureyrar, þá er hann nú bara að hugsa um að fara á puttanum!!! Og syngur glaður "ég fer á puttanum, ég fer á puttanum"

Er þetta líf ekki yndælt :)

Inga Rún mín kærar þakkir fyrir að bæta í linkinn hjá mér :)
Litla norn ertekki glöð að Feykir er komin í link á þessari víð lesnu síðu??? :)

Frúin í 99 kveður fyrir nóttina :)

Heimsins besta Ididdi :)

Inga Rún ég elska þig :)

Þú ert alltaf svo góð :)
Þú ert líka svo frábær:)
Þú ert svo hjálpsöm alltaf :)

Takk fyrir alla hjálpina með bloggið mitt og annað :)
Vonandi næ ég að hringja í þig um helgina :)
Þúsund kossar til hans Braga míns :)

Hafðu það rosa rosa gott :)

Frúin í 99 kveður :)

22 October 2008

Einn góður til að lesa þegar rafmagnið fer að fara af í vonda veðrinu.

Tvær vinkonur fóru á bar og drukku sig fullar eins og kvenna er siður þegar þær eru ekki með karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og ákváðu að pissa bakvið legstein.
Sú sem fyrst pissaði þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að því loknu. Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teygt sig í borða af kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið ferð sinni áfram og komust heim heilar á húfi.
Daginn eftir hringdi eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði; “Þessum kvennakvöldum þarf að fara að ljúka. Konan mín kom nærbuxnalaus heim í nótt.” “Algjörlega sammála!,” sagði hinn, “Mín kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér.”

Feykir.is

Kíkið á Feykir.is en þar er frétt um 2. bekk í Árskóla :)
Bendi ykkur náttúrulega bara á þetta þar sem það er mynd af BÁPunni og öðrum stelpum :)


Bestu kveðjur frá frúnni í 99 :)

21 October 2008

Fönn fönn fönn

Hér er allt á kafi!!!
Þvílíkur vibbi :(

Snjórinn hér sem kom mest allur sl. nótt er svona jafn mikill og í jan-febr fyrir vestan.....þegar mest er!!!!

Allavegana pirrar þessi snjór mig jafn mikið og þegar hann er mestur fyrir vestan!!!

EN krakkarnir eru MJÖG glöð með þessa hvítu mjöll!!!!

Pirruð þó í 99 sé kveður.

20 October 2008

20. október 2008

Í dag eru 20 ár síðan hann pabbi minn dó.
Blessuð sé minning hans.

Í dag á hann Eiríkur Finnur afmæli :)
Við sendum honum allar okkar bestu afmælis óskir og megi hann eiga góðan dag í útlöndunum :)
Bestu kveðjur til þín kæri frændi :)

:)

Lífið er dásamlegt :)

Ég missti mig greinilega í áhyggjunum í gær á blogginu!!!
Auðvitað heldur Pétur sínum launum og allt það, ég var bara svo viss um að það yrði ekki.
En það verður :)
Öngvar áhyggjur hér :)
Verst þykir mér að þetta skuli vera hægri höndin hjá mínum manni.....sjáið þið hann ekki fyrir ykkur þegar hann er búinn on the doll og kallar "Ég er búúúinnn" og Níutíuognían þarf að hlaupa af stað......sem betur fer komin undir eitthundraðkílóin.........................

Eigið góðan dag og bítið í allt sem gómsætt er :)

Frúin í 99 kveður að sinni :)

19 October 2008

Þannig er nú það :)

Þetta er alls ekki gott og ótrúlegt hvað mér finnst óheppnin elta okkur á röndum!!!
Pétur verður frá vinnu í nokkrar vikur!!!

Mæðgurnar á heimilinu svolítið tens yfir þessu öllu saman.
Í kvöld stóðum við BÁPan á ganginum og það var bankað á dyrnar, við hrukkum báðar við og stukkum inn í stofu og ég sagði Pétri að það stæði einhver stór og feitur við dyrnar (það er sko litað gler á hurðinni) Minn fór til dyra og ykkur að segja bjóst ég við hinu versta.......en þá var þetta bara Maggi Hinriks að koma og tékka á hvernig Pétur hefði það :) Maggi er sko EKKI feitur :)

Bergljót Ásta grét og grét áðan þegar hún var komin upp í rúm því hún er svo hrædd um að glæponarnir komi hingað heim!!! Ég sagði henni að þeir gerðu það ekki "jú víhíst ef þeir sjáhá að það er enginn bíhííll fyrir utan" nei nei ekki hér á Sauðárkróki...."en samt á Akureyri"

Og svo kom þetta sem ég bjóst við "það eru sko engir glæponar á Flateyri og ég vil eiga heima þar"

En nú ætla ég að leggjast upp í rúm hjá dömunni og sofa hjá henni í nótt og segja henni góða sögu við opinn glugga og lofa Pétri Pan að hlusta á söguna okkar svo hann geti sagt börnunum í Hvergilandi frá henni :)

Við fórum nefnilega á leikritið Pétur Pan í dag og var það frábært :)

Frúin í 99 kveður að sinni (hlýt nú fljótt að hrynja í 98 eftir öll þessi læti og stress)

Góða nótt :)

Þetta er slæmt....

Þetta er EKKI gott!!!
Fingurinn er brotinn hjá Pétri!!!
Eins gott að hann var í leðurhönskum annars hefði dúddinn bitið fingurinn af!!!


ES: Stefán er sko yfirlögregluþjónn en ekki lögreglustjóri eins og ég skrifaði í færslunni á undan:)

Frúin í 99 kveður sjokkeruð yfir brotinu.

Færsla tvö í dag :)

Lögreglustjóri Stefán brást fljótt við fingurbiti lögregluvarðstjóra Péturs.
Hann mætti nefnilega hér áðan með auka fingur áður en hann keyrði PB á spítalann!!
Reyndar voru þeir fingur í pakka...finger ginger kex :)
Gott að hafa húmorinn á réttum stað :)

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í gær leikritið Pétur Pan :)
Ég ætla í leikhús klukkan fimm í dag með Bergljótu Ástu og Rebekku vinkonu hennar :)
Foreldrafélag skólans greiddi niður miðana fyrir börn í yngstu bekkjum skólans og þurfa þau aðeins að borga kr. 500 :) Gott framtak hjá þeim :)

Þeir sem eru með fingurbit og makar þeirra fá frítt inn!!!

Hugsa að við BÁPan getum deilt saman sæti þar sem maður er nú komin niður fyrir eitthundraðkílóin!!! Maður þarf sko ekki eins mikið pláss núna....eða hvað!!!

Frúin í 99 kveður að sinni :)

Bitinn.......

Eiginmaðurinn, lögregluvarðstjórinn kom heim úr vinnunni klukkan að verða sex í morgun.
Hann er með miklar umbúðir á vísifingri hægri handar.
HANN VAR BITINN!!!!

Já einhver helvítis dúddinn beit hann í puttann!!!
Djöfull gæfi ég mikið fyrir núna að geta mætt þessum hálfvita út á götu!!!

Pétur fékk tilheyrandi sprautu við svona biti og á að mæta í myndatöku á eftir til að vita hvort fingurinn sé brotinn!!!

Mér finnst að refsingin sem þessi dúddi ætti að fá, væri ferð til tannlæknis og láta draga allar geiflurnar úr honum á hans kostnað!!!

18 October 2008

Níutíuogníu........

Ég hef nú ekki verið feimin að segja frá hversu þung ég er og mun ekki verða :)
Ég kíkti í heimsókn í morgun til Möggu Rebekku mömmu og mömmu hennar :) Þær höfðu orð á því að ég hefði grennst!!! Ekki finnst mér það nú en um leið og ég kom heim, þurrkaði ég rykið af vigtinni inni á baðinu og steig á hana!!!!

Þegar ég byrjaði að blogga um þyngd mína var ég ein eitthundraðogþrjúkílógrömm!!!

Fór fljótlega niður í 101 og stóð lengi í þeirri tölu enda var engin ástæða þá að drífa sig niður henni....var bara smart að vera í 101 Reykjavík!!!

En nú er kreppa og þá aðallega í Reykjavík og mín komin úr 101.....enda ekki smart lengur að staldra þar við :) Nei nú er mín komin í 99.......... :) Já 99 á stöðinni var smart og finnst mér þetta flott tala og held mér vonandi í henni um tíma!!!

BÁPan mín var ótrúlega glöð áðan þegar ég tilkynnti nýjustu tölur eftir að ég steig ofan af vigtinni....jess þá máttu fara á trampólínið mitt!!!! Sagði henni nefnilega í sumar að þeir sem væru yfir 100 kílóin mættu ekki fara á það!!!

En þær í vinnunni voru eitthvað að tala um að þegar kreppa væri þá færi fólk að fitna!!! Ég hef líka heyrt að þeir sem eru í sorg hrinji niður!!!!

Ég er eins með það og annað, alltaf öfugt við aðra....ég t.d. þyngdist bara eftir að hún Sifin mín dó!!! Þannig að ég á nú alveg von á því að einhver kílóin fjúki bara af mér í kreppunni í staðinn fyrir að þau hlaðist á mig!!!! Maður má nú alltaf vona :)

Frúin í 99 kveður að sinni :)

17 October 2008

Sundsmokkar.....

María Sif heitir ein skvísan sem ég vinn með á Furukoti. Til gamans má geta þess að hún María Sif elskar kökur og kökubasara :) Mér finnst hún mjög skemmtileg....en það er nú sennilega bara af því hún heitir seinna nafninu SIF!!!!

Hún sagði okkur frá stelpu sem var að vinna í sjoppu og sunnudag einn kom til hennar maður og bað um "sundsmokka".....stelpu greyið fer á bak við og spyr yfirmann sinn eru til sundsmokkar hér!!! Hann neitar því og fer hún til mannsins og segir "nei því miður þeir eru ekki til"
Maðurinn verður frekar fúll og segir "nú hvahh er sunnudagsmogginn ekki kominn"

Múhahahahahaha mér finnst þessi alveg ógó fyndinn....en ykkur????

16 October 2008

Kringlur......

Ótrúlega langar mig í kringlu!!!

Fyrst voru kringlurnar hans Kidda bakara bestar.

Síðan kringlurnar þeirra Hjartar og Helgu.

Nú eru bestu kringlurnar frá Gamla bakaríinu og sakna ég þeirra.

Hef reyndar ekki smakkað þær hér (held ég)

Datt bara allt í einu í hug að mig langar í kringlu!!!

Myndir í albúmi hér til hægri :)

Vildi bara segja ykkur að hún Margrétin mín er búin að setja inn nýjar myndir í albúmið :)
Eru það myndir úr afmælisveislu BÁPunnar sem haldin var á Ólafshúsi :)
Myndir þegar daman fór sína fyrstu ferð á hjólinu sínu nýja (sem hún safnaði sér sjálf fyrir)
Myndir frá kveldinu er Tískustúlkan var kosin....en þær eru frekar dökkar.
Og síðan nokkrar myndir úr "nýja" húsinu eftir að tengdóin fóru hamförum hér um, mér til mikillar gleði :)

Kíkið á og hafið gaman af að skoða :)

15 October 2008

Blanco....

Sorry.....ekkert blogg í dag, en kannski á morgun :)
Er bara svo þreytt núna!!!
Vann frá kl átta til sjö.......

míveríóldjúnó!!!!

14 October 2008

Stormsveipir í heimsókn.......

Það hefur að sjálfsögðu verið brjálað að gera á Ægisstígnum seinustu daga :) Þ.a.l. ekkert komist í tölvuna :)

Tengdóin bæði komu sl. föstudag og fóru suður aftur í dag. Þau eru búin að vera eins og stormsveipir um allt húsið frá því þau komu og þangað til þau fóru!!! Já það mætti sko halda að Gugga og Jóna hafi verið hér!!! Ægisstígur 4 er bara kominn í stand.....allt upp úr pokum og kössum, myndir á veggi, föt í skápa, rafmagnssnúrur og dósir í lag og ég veit ekki hvað og hvað!!!! Þúsund þakkir fyrir hjálpina elsku Björn og Bergljót :)

Tískustúlkan okkar stóð sig með sóma þó öngva verðlaun hafi fengið :) Hún gerði þetta með príði og er hún lang flottust í okkar augum :)

Hafið það gott kæra fólk.

10 October 2008

Föstudagsblogg.......

Haldiði að Tískustúlkan okkar sé ekki bara búin að blogga :)
Kíkið á Maldan á Kambinum sem er í link hér en þar segir hún frá skemmtilegri tannlæknaferð sinni :)

Veit annars ekki hvað er að koma yfir höfuðið á mér því gærkvöld var ég alveg frá með helv....migrini aftur!!!!

Hnéð alls ekki að virka......dreg fótinn á eftir mér eins og Hringjarinn í N D!!!!!

Verð að vera dugleg í vodkanum um helgina en það er sko það eina sem slær á þetta!!!!

Þetta var sem sagt blogg og væll dagsins :)

Gleymið samt ekki netkosningunni og kjósið stelpu orminn okkar :)

Feykir.is :)

09 October 2008

Afmæliskveðja :)

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún Gulla
hún á afmæli í dag :)

Til hamingju með daginn elsku Gulla tulla okkar :)
Vonum að kallinn + Smári stjani við þig langt fram á kvöld :)

Bestu kveðjur frá okkur á Króknum :)

fEYKIR BEYGIST......

Ég er nú bara ekki að trúa því hvað þið getið verið miklir kjánar!!!
FeykiR um Feyki.........ofur einfalt :)

Auðvitað er það FEYKIR .is

Koma svoooo og kjósa í hverri tölvu einu sinni á sólarhring :)

Feykir.is : MARGRÉT ALDA :)

ES: Fatta núna Litla norn í Gamla húsinu þetta með Gróu og Gógó :)

Verð að biðja hana Ingu Rún að setja Feyki í link hjá mér :)

08 October 2008

Tölvutengd :)

Nú held ég að ég sé bara best geymd á ruslahaugunum!!!
Hnéð í algjöru ólagi og svo varð ég að fara heim í dag vegna mikils migrini!!!
Gerði mig meira að segja að fífli í vinnunni með því að fara að skæla af verkjum!!!
Varð reyndar smá hrædd um hausinn á mér....að eitthvað væri að fara að klikka þar :)
En eins og þið vitið er hausinn á mér sko enginn klikkhaus heldur einn sá allra besti!!!!
En þetta var væll dagsins :)

Erum orðin tölvutengd hér heima.....sem merkir það sennilega að þá geymist dót og drasl enn lengur í pokum og kössum hér!!!

Minni ykkur enn og aftur á að fara inn á Feyki.is og kjósa Margrétina mína....þið vitið sko hinar allar eiga svo margt skyldfólk hér sem kjósa þær :) Þannig að þið verðið að vera dugleg og standa með minni dóttur:) Mér finnst nefnilega svo flott hjá henni að hafa drifið sig í þetta :)
Það má kjósa í hverri tölvu einu sinni á sólarhring :)

Eigið góðan dag gott fólk :)

06 October 2008

Komst í tölvu :)

Jeiijjjj ég komst í tölvu.....en var næstum búin að gleyma hvernig ég á að logga mig inn!!!

Við erum enn ekki tölvutengd en það fer nú vonandi að koma að því :) Ég er nú svo sem fegin því að tölvan hefur þá ekkert verið að trufla mig, þar sem ég er enn að taka upp úr kössum og pokum :) Búin að henda fleiri tonnum af allskyns drasli :) Er meira að segja bara farin að hlakka til að flytja eftir ár......þar sem það verður þá svo lítið eftir til að pakka niður :)

Þetta er allt búið að ganga mjög vel hjá okkur enda þvílíkur kraftur í þessari fjölskyldu :) Er já samt enn í pokum og kössum og öngvar myndir komnar upp á veggi. Tek myndir seinna til að sýna ykkur....þegar mest allt er tilbúið :)

BÁPan var að safna sér fyrir gírahjóli og náði að kaupa sér eitt stykki svoleiðis á föstudaginn og er þvílíkt glöð að vita af því inn í bílskúrnum :) Dugleg daman sú :)

Mamma og Jóna komnar til Köben og Georg minn til Barcelona.....en þau fóru öll í morgun :)

Mig dreymdi í fyrrinótt að Einar Oddur heitinn hafi komið askvaðandi og þvílíkt reiður yfir efnahags-vandanum og rauk fram hjá mér en vildi ekkert við mig tala, því hann var á leið að redda málunum!!! Já það er ýmislegt sem maður getur dreymt!!!

Ég sé að einhver hefur kommentað í seinustu færslu að nú eigi allir að fara inn á Feyki.is og kjósa tísku stúlkuna og þá auðvitað hana Margréti mína og ætla ég nú rétt að vona að þið gerið það öll :) Keppnin er næsta laugardag :) Koma svoooo og kjósa :)

Helvítis hnéð á mér er með ALVERSTA móti og eftir flutningana dreg ég fjárans fótinn á eftir mér og með þvílíka verki alla daga......og svo er ég farin að vinna allan daginn í ofanálag.....8-17 !!!!

Jæja þetta er gott í bili...............en munið Feyki.is = Margrét Alda :)