22 October 2008

Einn góður til að lesa þegar rafmagnið fer að fara af í vonda veðrinu.

Tvær vinkonur fóru á bar og drukku sig fullar eins og kvenna er siður þegar þær eru ekki með karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og ákváðu að pissa bakvið legstein.
Sú sem fyrst pissaði þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að því loknu. Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teygt sig í borða af kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið ferð sinni áfram og komust heim heilar á húfi.
Daginn eftir hringdi eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði; “Þessum kvennakvöldum þarf að fara að ljúka. Konan mín kom nærbuxnalaus heim í nótt.” “Algjörlega sammála!,” sagði hinn, “Mín kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér.”

2 comments:

Anonymous said...

Þessi var góður.!!!
Mamma var alltaf svo dugleg í rafmansleysinu. Hún ætlaði alltaf að fara að riksuga eða eitthvað. Nota tíman.

Anonymous said...

Ja einusinni þegar rafmagnið fór af og við sátum i eldusinu á Grundarstignum þá stóð mamma upp og sagði æi það er best að nota tækifærið og hella upp á kaffi við pabbi litum hvort á annað og sprungum úr hlatri