14 October 2008

Stormsveipir í heimsókn.......

Það hefur að sjálfsögðu verið brjálað að gera á Ægisstígnum seinustu daga :) Þ.a.l. ekkert komist í tölvuna :)

Tengdóin bæði komu sl. föstudag og fóru suður aftur í dag. Þau eru búin að vera eins og stormsveipir um allt húsið frá því þau komu og þangað til þau fóru!!! Já það mætti sko halda að Gugga og Jóna hafi verið hér!!! Ægisstígur 4 er bara kominn í stand.....allt upp úr pokum og kössum, myndir á veggi, föt í skápa, rafmagnssnúrur og dósir í lag og ég veit ekki hvað og hvað!!!! Þúsund þakkir fyrir hjálpina elsku Björn og Bergljót :)

Tískustúlkan okkar stóð sig með sóma þó öngva verðlaun hafi fengið :) Hún gerði þetta með príði og er hún lang flottust í okkar augum :)

Hafið það gott kæra fólk.

4 comments:

Anonymous said...

Fáum við myndir af tískustúlkunni?
Lady Bögg

Anonymous said...

JÁ hún Margrét hún er sko flottust!!

það væri nú gaman að koma til ykkar í fína húsið!!

Anonymous said...

Hæ hæ, já fáum við ekki myndir af tískustúlkunni og nýja húsinu??? Hún hefði kannski unnið ef maður hefði fattað að Feykir beygist! Meira sauðshátturinn í manni... Frábært hvað hún stóð sig vel.

En við vorum búin að tala um heimsókn, heimilisfólkið á Hverfisgötutnni og það gengur ekki næstu helgi svo við verðum bara að finna tíma sem allra fyrst. Allir biðja voðalega vel að heilsa og óska ykkur til hamingju með nýja húsið.
Bestu kveðjur.

Harpa Jónsdóttir said...

Hún er LANGflottust - ekki spurning!