29 April 2010

Sumarblogg :)

Mér finnst hálf hallærislegt að hafa jólabloggið hér sem seinasta blogg, þar sem það er nú komið sumar :)

Við höfum það gott hér á Króknum og er mér alltaf að líka betur og betur að búa hér :) Sjálfsagt m.a. vegna þess að ég er alltaf að kynnast fólkinu betur og kynnast fleirum ;)
Skagafjörðurinn er líka fallegur eins og Önundarfjörðurinn minn og það er gott ;)
Pétri mínum líkar vel í sinni vinnu og Bergljót Ástan mín er sæl og glöð hér.....þó hún fái öðru hverju heimþrá til Flateyrar ;)
Hún er ánægð í skólanum, er í Tónlistarskólanum að læra á píanó (sem hún var byrjuð að gera fyrir vestan) og æfir sund hér, þannig að nóg er að gera hjá henni :)

Ég fór seinast vestur um páskana og var það að sjálfsögðu alveg hrykalega gaman....eins og alltaf :) En þegar ég fór aftur í Skagafjörðinn þá var það í fyrsta sinn sem ég yfirgaf Flateyrina mína án trega og söknuðar ! Ég var virkilega glöð með það :)
Ég veit að Flateyrin verður alltaf þarna og ég get farið þangað nánast alltaf þegar mig langar til :)
En eins og ég segi, hér á Króknum líður okkur vel :)

Næsta ferð mín vestur verður kosninga helgina , 29. maí nk og hlakka ég mikið til :)
Að sjálfsögðu vona ég sannarlega að sjálfstæðisflokkurinn vinni þær kosningar svo við m.a. fáum hann Eirík Finn okkar sem bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ :)

Hér skín sólin glatt og því tími til útiveru, því verður þetta blogg ekki lengra núna ;)

Ég vil óska ykkur gleðilegs sumars kæru vinir mínir og þakka ykkur fyrir veturinn!
Vona að þið hafið það öll sem allra allra best :)

9 comments:

Lady Bögg said...

Knús á þig, mín kæra !

Anonymous said...

Haha takk kæra mágkona :)
Ég á þá allavegana einn lesanda hér....ennþá ;)
Knús á þig til baka :)
Gógó

ella said...

Já og mig líka mér finnst alltaf gaman að lesa blogg. ég veit alveg af hverju þú fórst glöð frá Flateyri síðast það var af því að þú hittir mig ekkert ...

Kveðja Ella

Anonymous said...

Hahaha Ella :)
En já gaman að þú kíkir enn á bloggið mitt....ég er sjálf svo löt að skoða blogg :( Þarf að fara að bæta úr því ;)
Kveðja
Gógó

Anonymous said...

Æðislegt að fá blogg frá þér og gott að heira að þu skulir vera að sættast við aðra landshluta knus frá sverige

ella said...

Ég aftur!!!!!! En þú veist að þú er að flytja aftur til Flateyrar því að þú sagðir ætla að flytja aftur ef Eirikur verður bæjarstjóri og það verður hann ég veit það ................

Anonymous said...

Mikid er gott ad tad hafi verid hrYkalega gaman fyrir vestan um páskana kæra módir min. Tad hlytur ad vera gott :)

Anonymous said...

Margrét Alda!!!! Ertu að segja mér að það sé EKKI Y í hrYkalega?????
Jahh hvur andskotinn.....jæja þú líkist móður þinni allavegana með því að taka eftir villum elskan ;)

Ella: Mun skoða það....en e r e k k i v i s s n ú n a !!!!!!

Kveðja
Spákonan á Kambinum :)

Anonymous said...

Genial fill someone in on and this post helped me alot in my college assignement. Gratefulness you as your information.