04 January 2009

Takk fyrir mig takk :)

Jæja þá erum við komin aftur í Skagafjörðinn og gekk ferðin vel :)
Nánast snjólaust alls staðar :)

Fórum í frábæra afmælisveislu í gærkvöld, þar sem Magga "granna" hélt upp á 40 árin sín í Vagninum :) Jón Svanberg fór á kostum sem veislustjóri og söngelsku bræðurnir (hennar Möggu) tóku lagið :) Fyrir utan allt annað sem var BARA skemmtilegt :)
Síðan var dansað fram eftir nóttu :) Frábært :)

Leiðinlegasta sem ég geri er að kveðja og reyndi ég að sleppa við það að mestu í dag.....ég fer nefnilega alltaf að væla þegar kemur að þeim stundum!!!
Þannig að þið kæra góða fólk sem ég hitti á Flateyri, vil ég bara þakka fyrir góðar samverustundir og gaman var að hitta ykkur öll :)

Vonandi tekst að setja inn myndir hjá mér sem fyrst, frá þessari frábæru ferð vestur :)

ES: Ég ætla að giska á að þau Inga Rún og Bragi muni eignast stelpu 6. janúar og mun hún verða 13 merkur og 51 cm................................
alltaf gaman að giska........................

9 comments:

Anonymous said...

Gott að það skli hafa verið svona gaman fyrir verstan hérna er 9 stiga frost ekkert smá kalt hafið það gott. Kveðja sverige

Harpa Jónsdóttir said...

Ég hefði nú gjarna viljað vera í afmælinu hjá henni Möggu okkar. En það verður ekki á allt kosið!

Anonymous said...

Það var gaman að þið gátuð verið í afmælinu, það hefði verið meira gaman ef að Harpa hefði getað komið líka.

Anonymous said...

Ég held að IngaRún eignist strák sem verður 21mörk/merkur hvað sem maður segir. ;)

fanneyf said...

Takk fyrir samveruna á Flateyri elsku Gógó - skilaðu kveðju til stóru uppáhalds frænkunnar.
Ég segi að Inga sé með stelpu sem fæðist þann 8 jan og hugsa hún verði 16 merkur eins og móðir hennar var.

Anonymous said...

Guð minn góður Margrét ekki 21 merkur, ég held að það verði stelpa og hún verði 16 merkur víst hún er ekki kominn og komi 10 jan en þetta er spennandi !!!!!!!!!!!!

Það var mjög gaman að hitta ykkur næst hittumst við í febrúar!!!!!!

Anonymous said...

nú er það stóra spurningin!! er spákonan á kambinum sannspá? ;) ég bíð spennt í dag og læt vita ef eitthvað gerist. en skv. ljósmóðurheimsókn þann 29. des var barnið þá þegar orðið 14 merkur og hefur væntanlega stækkað síðan þá, en vonum að dagsetningin sé rérr:)

Anonymous said...

rétt átti þétta að vera.... ekki rérr;)

Anonymous said...

hmmm 6. janúar er í dag! ég segi 09.01.09 en vona samt (mín vegna) að það verði 12.01.09 :) svo ég geti nú séð Óla alveg glænýjan! og ég ætla að segja 16 merkur og 53cm...