26 January 2009

Bloggidiblogg :)

Góðan dag gott fólk :)

Það er nú frekar langt síðan ég bloggaði seinast!!!

Ásta mágkona búin að koma í heimsókn til okkar og stoppa í tvo daga :)

Það var heljarinnar partý á Ægisstígnum sl. laugardag......eða þannig!!!
Við Pétur og Ásta dilluðum okkur og sungum með lögunum sem Pétur spilaði fyrir okkur :) Ég byrjaði á að elda kjötsúpu og Pétur minn og Ásta matreiddu HUMAR sem etinn var með bestu bestu lyst :)

Fleiri vorum við ekki í þessu svaka partýi!!!! Reyndar kíktu þær "systur" Margrét Alda og Sigga og mátuðu fínu gleraugun :) Þetta var ótrúlega skemmtilegt hjá okkur :)

Í hádeginu í gær átum við síðan kjöt og kjötsúpu :)
Hún María Sifin mín mætti í smá kaffi og er hún alltaf jafn hress og skemmtileg :) Heppin ég að hafa kynnst henni :)

Við Ásta og Bergljót Ásta keyrðum síðan til Akraness í gær og gekk það vel :)
Ásta er að fara í vinnu til kl þrjú í dag og eftir það keyrum við í Hafnarfjörðinn til tengdó :) Nú svo á morgun fljúgum við vestur :) Jibbýýýýýý :)

Eigið góðan dag gott fólk :)

3 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Humar... Kjötsúpa... Mmmmm....

Anonymous said...

Á að vera fyrir verstan á Stutung

Anonymous said...

Jebbs á Flateyrinni á Stútung :)