05 January 2009

Yndislegt bara :)

Mikið var nú hressandi að vakna 06:40 og drífa sig á fætur og mæta í vinnu :)
Dagurinn verður mun skemmtilegri þegar maður er svo lánsamur að geta mætt í vinnu :)
Í dag vann ég bæði á Furukoti, skrapp svo í eldhúsið á Krílakoti og aftur á Furukot :)
Þetta var bara gaman og dagurinn fljótur að líða :)
Núna er vinnutíminn minn líka MUN skemmtilegri því nú vinn ég frá kl. átta til fjögur og vinn í hádeginu, en áður vann ég frá kl. átta til FIMM og fór heim í hádeginu :)

Labbaði heim úr vinnunni í dásamlegu veðri.
Kom heim og tók upp úr töskunum:)
Við MAM búnar að vera að þvo og þurrka þvott :)
Pétur minn sá um kvöldmatinn........prumpubaunir:)
Verður því fjör og læti í okkar rúmi í nótt :(

Það er annars gott að vera komin aftur í fallega Skagafjörðinn en sakna fólksins míns á Flateyrinni minni :)

BÁPan var mjög glöð að vakna í morgun og henda sér í föt, því hún var að fara aftur í skólann :)
Hún var mjög glöð með það :)

Pollýanna hefur verið eins og skugginn minn í allan dag og er það gott :)
Vona að hún haldi sér hjá mér næstu dagana, því það er nefnilega bara helvíti gott að hafa hana sér við hlið :)

En nú er það rúmið og fjörið sem mun fylgja því í nótt :)

4 comments:

Anonymous said...

LOLOL !!!!!
Prumpubaunir, eru þær brúnar eða bakaðar???

Anonymous said...

Æ hvað ég samgleðst þer Gógó min og skil þig með Flateyri en þvi miður gat eg ekki verið það lengur en minar minningar þaðan er goðar að mestu. Buin að setja inn myndir á facebook bestu kveðjur sverige

Anonymous said...

Velkomin heim kæra fjölskylda :) Hlakka til að sjá myndir úr nýju vélinni - lét MAM vita hvernig bezt væri að auka plássið á síðunni hjá ykkur.

Anonymous said...

Gott ad allt er gott! Gledilegt nytt ar kæra vinkona. Mikið var gaman að hitta ykkur á Akureyri fyrir jólin. Ég sá skilaboðin frá þér á skjánum á aðfangadag, ditto!
Kiss kiss