28 December 2008

Vesturfarar:)

Þetta er svoooo gaman :)
Annan í jólum þá var ákveðið einn tveir og þrír að redda sér fari NÚNA vestur!!!!
Pétur minn keyrði okkur næstum til Hólmavíkur og þar kom á móti okkur hann Halli besti frændi :) Hann keyrði semsagt frá Flateyri til að ná í okkur :)
Það voru ég BÁP og Helgi :)
Á morgun koma síðan þau Pétur og Margrétin :)

Lalla lánaði okkur húsið sitt en það er læknabústaðurinn :)
Það er frábært að vera þar :)

Við mæðgur erum staddar hjá Guggu núna og á leið að borða hennar marg rómuðu fiskisúpu :)
Í fyrrakvöld beið hún eftir okkur með kjúlla kei og í gærkvöld vorum við í pizzupartýi hjá henni Gullu :)

Í gær átti hún mamma afmæli og var heljarinnar veisla hjá frúnni, þar sem Gugga og Ella sáu aðallega um að hlaða borðið af kræsingum :)

Já það er enn og aftur bara þetta sama gamla og góða....éta mat éta mat éta lon og don :)

Jólaballið var í dag frá kl þrjú til fimm í Samkomuhúsinu :)
Það var að venju mikið fjör og mikið grín :) Mjög mikið dansað í kringum jólatréð og strákarnir flottastir sem spiluðu og sungu fyrir okkur :)

BÁPan að venju byrjaði að titra og skjálfa þegar hljómsveitarmeðlimirnir fóru að tala um að nú færu jólasveinarnir ábyggilega að koma!!!! Þegar þeir mættu svo á svæðið byrjaði sú stutta að gráta og titra og vildi helst sitja í fanginu á mér!!!! Þetta ætlar greinilega ekki að eldast af henni!!!

Helvítið hann Grétar hefur náð að skelfa hana svona þegar hann var í rauðu fötunum hér ár eftir ár......þarf að ná á drenginn þann!!!!

En vildi semsagt bara láta ykkur vita að við erum komin vestur og höfum það rooooosalega gott :)

Vona að þið hafið það gott líka :)

3 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

En frábært! Mikill öðlingur er hann Halli að sækja ykkur! Ég bið að heilsa öllum og gleðilega rest!

Anonymous said...

Vá frábært en leitt þetta með jolasveina hræðslunna en þetta fer. Æðislegar kveðjur til allra sem eg þekki á flateyrinni góðu. Kveðja sverige

Anonymous said...

Rosa fínar myndir af ykkur á jólaballinu á síðunni hans Palla Önna!!!