25 December 2008

Jólin jólin og sveinarnir

Aðfangadagur kom þó engin Magga "granna" né Sigrún Gerða létu sjá sig, eins og venjan var þegar við bjuggum í Gula Húsinu :) Heyrði nú þó í grönnunni í síma :)

Jólasveinar tveir birtust hé fyrir hádegi með hávaða og látum :) Bergljót Ásta var á ganginum en um leið og þeir ruddust inn um dyrnar, sló hún heimsmet í langstökki þegar hún stökk inn í stofuna og annað heimsmet en það var í hástökki þegar hún stökk upp í fangið á pabba sínum!!!
Hún róaðist þó þegar ég var búin að láta þá vita að hún væri nú svona frekar hrædd við svona sveina og þeir hægðu á sér:) Báðu hana að spila á píanóið fyrir sig og spilaði hún jingle bells fyrir þá :) Þetta var sko aldeilis uppákoma sem hún á ábyggilega ekki eftir að gleyma :)

Hinrik bróðir smíðaði kross sem hann lét á milli leiðana hjá honum pabba og hennar Sifjar minnar:) Hann sendi mér mynd af því í gær og þótti mér vænt um það :)
Halli frændi fór líka að leiðinu hennar Sifjar minnar í gær og var ég mjög þakklát fyrir það:)
Ég veit reyndar að ég á mjög góða að sem kíkja til hennar þegar þau geta. Reyndar er veðrið þannig að ekki er hægt að kveikja á kerti hjá henni.

Það er samt hálf asnalegt að geta ekki eins og við höfum gert frá því hún Sif dó, en þá höfum við Pétur og börn farið til hennar á Jóladag og síðan hefur verið kaffiboð hjá okkur í því Gula á eftir!!! En við kveikjum bara á kertum hér heima og borðum síðan bara sjálf hveitikökurnar og hangikjetið og annað góðgæti sem finnst hér :) Hringjum síðan bara í fólkið og tölum við það í síma :)

Aðfangadagurinn var yndislegur í alla staði og leið okkur öllum vel hér í fyrsta sinn saman komin á Króknum um jól :) Sauðárkrókur er líka góður staður til að búa á :)

En nú ætlar þessi fallega og góða fjölskylda á Ægisstígnum að fara í smá bíltúr um bæinn!!!

3 comments:

Anonymous said...

Gleðilega hátíð allir á Ægisstígnum. Takk kærlega fyrir okkur hér á B6, þetta er æði:) Ég er búin að senda þér mail Gógó á gmailið, smá jólakveðja og svo linkur á myndir héðan frá aðfangadegi á B6.

Anonymous said...

Já gleðileg jól allir. Mikið hefur maður náð að hræða Bergljótu Ástu mikið á sínum tíma með hinum óaðfinnanlega jólasveinaleik á jólaböllunum. Vona að hræðslan fari nú að minka með tímanum.

Annar hlakkar "mér" óendanlega mikið til að hitta ykkur eftir nokkra daga. Vona innilega að þið komið fyrir helgi eða allavegana á helginni.

Bestu kveðjur.

Anonymous said...

Grétar ! Maður segir UM helgina en ekki á henni ;)

Margrét