22 December 2008

Dásamlegt er þetta.....

Á morgun er seinasti dagur í vinnu fyrir jólafrí og mikið hlakka ég til að komast í frí :)

Pétur minn og BÁPan fóru suður í gær og komu til baka núna áðan ásamt honum Helga mínum :)
Þau sluppu við leiðinlega veðrið :)

Georg minn fer til Barcelona í fyrramálið :)

Á morgun er svo SKÖTU dagurinn uummmm.......það er sko virkilega tilhlökkunnarefni :)
Skata, kartöflur og mikið af mörfloti yfir :) Jammíjamm :)

Síðan verður farið í Skaffó og keypt restina af því sem vantar.
Skipt á rúmunum annað kvöld og kannski skúrað þá líka :)
Pétur, Helgi og Bergljót Ásta ætla að henda upp jólatrénu á morgun og skrautinu á það:)
Og þá er þetta tilbúið :)

Leiðinlegasta spurningin þessa dagana sem ég fæ er sú sama og fyrir hver jól: "ertu búin að öllu?" Ég veit nefnilega aldrei hvað þetta ALLT er............

Hlakka til að blogga meira á morgun :)

5 comments:

Harpa Jónsdóttir said...

Hugsaðu þér hvað það væri hræðilegt að vera búin að ÖLLU. Þá ætti maður nefnilega EKKERT eftir. Og það hlýtur að vera slæmt.

Anonymous said...

Frábært hvað ALLT er dásamlegt og yndislegt hjá ykkur. :)

Anonymous said...

Það er hundleiðilegt veður hér !!!
En ég fer í skoðun kl.10 og ætla svo að mætta í Skötu á Vagninn mikið hlakkar mig til!!!

Okkur hlakkar líka mikið til að sjá ykkur það er sko stóri pakkinn okkar!!!!!!!!!!

Anonymous said...

gangi þér vel að klára restina Gógó mín, en ég mæli með að þú sleppir bara hinu og þessu, ekkert gaman að því að gera ALLT fyrir jólin!

bestu kveðjur til allra frá ingu og braga

Anonymous said...

Sæl Gógó og fjölskylda
Ég er búin að ÖLLU eða þannig :) nema senda þér og þínum jólakveðju og það geri ég hér með. Gleðileg jól kæra fjölskylda og megi farsælt og skemmtilegt ár bíða ykkra handan við hornið.
Jólakveðja
Sigrún Sóley og fjölskylda.