12 December 2008

Draumur.

Mig dreymdi tvær nætur í röð, hana Sif mína þegar hún var lítil og í bæði skiptin var hún með rauðu húfuna sína sem á stóð nafnið hennar og í bæði skiptin var hún grátandi.

Mig hefur ekki dreymt hana oft síðan hún dó.
Ég man ekki núna fyrri drauminn en man þann seinni svona nokkurn veginn.

Draumurinn var þannig að ég var að labba að húsinu hans Alla Guðmunds á Flateyri, sem núna er LIONS húsið og leiddi ég þau Sif og Helga og voru þau alveg eins og þegar þau voru lítil, í úlpunum sem þau áttu þegar þau voru ca 3-5 ára og með rauðu húfurnar þeirra með nöfnunum þeirra á. Sif mín grét mjög og var mjög sorgmædd. Mér þótti það að sjálfsögðu leitt. Við vorum eins og ég sagði að ganga að húsinu.......meira man ég ekki en finnst eins og þetta eigi að merkja eitthvað!!!

Ætli henni Sif minni líði eitthvað illa eða er hún að reyna að segja mér eitthvað.....eða var þetta bara draumur sem ekkert merkir???

Ég reyndar held sjálf að hún sé að reyna að segja mér eitthvað.
Hvað haldið þið???

4 comments:

Anonymous said...

Kannski þú fáir fréttir af einhverrjum skildum eða tengdum Alla skræk. Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur i sverige

Anonymous said...

Skil nú ekkert því ég ætti að gera það!!!

Anonymous said...

FÓR Í DRAUMARÁÐNINGABÓKINA MÍNA GRÁTUR BOÐAR MIKLA GLEÐI NAFNIÐ SIF.ER FYRIR MJÖG GÓÐU.Vertu bara glöð yfir þessu.KV FRÁ gRUNDARSTÍG 2.

Anonymous said...

Nei við erum ekki með Helgu og Ella þau verða með Valdisi og co.Kveðja sverige