15 December 2008

Skotárás :)

Já það er nú ekki öll vitleysan eins!!!
Þegar Pétur minn keyrði suður á föstudaginn lenti hann í skotárás!!!

Hann stoppaði í EKKI uppáhaldsbænum sínum á leiðinni : Borgarnesi :)
Stóð fyrir utan Hyrnuna þegar drengir komu akandi þar á bíl og miðuðu, skutu og hittu hann í kálfann......sem betur fer þó, þá voru þeir með loft riffill!!!

Pétur er náttúrulega lögga og því snar í snúningum eftir því.
Stökk inn í bílinn sinn, elti drengina og náði númerinu hjá þeim.
Fór á löggustöðina og tilkynnti þetta :)
Löggan náði óláns piltunum og tók af þeim riffilinn og þeir greyin vonandi lært að það borgar sig öngan veginn að skjóta á fólk og alls ekki á svona snögga löggu, eins og hann Pétur minn er :)

Þetta var löggusaga dagsins :)

6 comments:

Anonymous said...

Ohhhh hetjan hann. Ennnnnn
Hann var sko ekkert að segja okkur þetta. Ég frétti þetta á blogginu þínu og hringdi suður og þá var hann ekki einu sinni búinn að segja foreldrunum frá þessu !!!!

Anonymous said...

usss pørupiltarnir hljóta ad hafa séd thad á honum ad hann væri Skagamadur... :) kannski fullharkalegar adgerdir gegn honum samt!

Anonymous said...

Æ GÁsa mín ég var búin að gleyma tengslum þínum við Borgarnes!!!!
Þetta hljóta að hafa verið utanbæjar drengir!!!!

Knúsaðu Lunu frá mér :)

Anonymous said...

Já það er ekki bara hér í útlandinu sem hlutirnir ske. Flott hjá Pétri.
kv. Helga

Harpa Jónsdóttir said...

Ég á nú barasta ekki orð! Að skjóta á hann Pétur - þennan öðling!

Anonymous said...

Halló halló
Þetta ætlar engan enda að taka þessar ofsóknir á Pétur. En helst mætti líkja Pétir við hinn eina sanna James Bond 007 sem alltaf að lenda í brasi við bófana.Bitinn og skotinn en ég geri ekki ráð fyrir að það haggast hár á höfði Péturs er það nokkuð?
Gleðileg jól kæra fjölskylda.
Sigrún Sóley