07 December 2008

Jólahlaðborð

Ásta mágkona komin í heimsókn :) Það er náttúrulega bara gaman :)

Við hjón fórum á jólahlaðborð í gær með sýslumannsembættinu.
Fyrst fórum við í heimahús sem var mjög skemmtilegt :)
Við vorum svo komin kl átta í íþróttahúsið á jólahlaðborðið :) Það átti að byrja kl hálf níu!!!
Í húsinu skilst mér að hafi verið um 650 manns :)

Það var mikið fjör og mikið gaman og hlökkuðum við til að fá okkur að borða:)
Fékk mér samloku hér heima um kl 5, sem betur fer.
Simmi og Jói voru veislustjórar, mjög skemmtilegir :)

650 manns í húsinu og klukkan orðin 9 og við aðeins farin að finna fyrir hungri.
Mikið fjör við borðið okkar----mjög gaman :)

650 manns í húsinu og klukkan orðin hálf tíu og maginn farinn að láta frá sér svengdarhljóð.
Simmi og Jói ekki alveg eins skemmtilegir, þegar hungrið var farið að segja til sín.

650 manns í húsinu og klukkan orðin tíu og svengdarhljóðin orðin háværari og ég á leið heim að borða pizzuna sem ég vissi að væri til þar.

650 manns í húsinu og klukkan orðin korter yfir tíu og ég alveg að líða út af, af hungri.
Simmi og Jói orðnir hundleiðinlegir og meira segja Jói eftirherma ekki einu sinni fyndinn.
Farin að heyra fólk tala um að fara heim að grilla.

Þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu var komið að okkur að fara í biðröðina við matarborðið. Ég hef aldrei hrúgað eins miklu á diskinn hjá mér og ég gerði í gær.....matur matur og ilmurinn yndislegur......ég var með kúfaðan disk......sósan flæddi út af honum.....svínakjötssneið lenti undir hangikjötssneiðinni......ég náði ekki að setja á diskinn heita kjötinu.

Tróð mér til baka að borðinu....með lekandi sósuna á leiðinni....settist við borðið gúffaði í mig allskyns setteringum af mat.......hef ekki séð það ólystugara.
Jói eftirherma orðin aðeins fyndinn þegar smá af mat var kominn ofan í mann og pirringurinn aðeins að minnka.
Það tók mig hugsa ég 3 mínútur að skella þessu ofan í mig......en biðin eftir matnum, hungrið og pirringurinn voru komin til að vera þetta kvöldið.

Labbaði heim um kl ellefu og fór að sofa.
Pétur minn sem hafði ætlað sér að bíða eftir eftirréttinum, var kominn heim um miðnættið og þá var eftirrétturinn ekki kominn.........

Steinsofnaði strax og dreymdi um Stútung þar sem allt gengur smurt og lítil sem engin bið eftir að komast að matarborðinu :) Það hlaðborð er svipað stórt og það sem var hér í gær.....en hér voru nærri 700 manns en á Stútung rúmlega 200 manns :)

Þetta var blogg dagsins.

5 comments:

Anonymous said...

Ja ég hefði dáið úr hungri ef eg hefði verið þarna Stutungur stendur auðvitað alltaf fyrir sinu eigið góðan dag kveðja sverige

ÁsdísA said...

Ha, ha, þetta var alveg frábær færsla. Ég fæ nefnilega aðsvif ef ég fæ ekki næringu reglulega. Hver sá eiginlega um veitingarnar þarna?
Kveðja til þín.

Anonymous said...

Sko maturinn var góður og allt það.....allavegana það sem ég náði að smakka áður en ég fór heim!!!

Það vantaði bara algjörlega allt skipulag á þetta :)

En svona er þetta bara og maður lærir af reynslunni vonandi.....reyndar þarf ég ekkert að læra af þessu nema þá að vera búin að borða góða steik áður en ég fer á hlaðborð, nú eða taka með mér nesti!!!!!

Anonymous said...

þetta var sko ég með seinustu færslu.....Spákonan!!!!

Anonymous said...

já gógó held að klukkan hafi verið orðin hálf tvö þegar allir voru búnir að fá eftirréttin