10 December 2008

Hitt og þetta

Í fyrrakvöld sat ég pungsveitt að horfa á uppáhaldið mitt í sjónvarpinu, þá Fjallapunga....nei ég meina Fjallabræður :) Þeir eru yndislegir og ekki þykir mér verra að vita að þeir eru allir (að sögn Georgs og fl.) með stóra punga!!! Hlakka til að sjá þá á sviði og gvöð minn góður ég veit hvert ég mun horfa á meðan ég hlusta á þá þessa punga :) Jahh þeir eru margir í þessum kór sem ég hef nú skipt um bleiju á!!!! Sjálfsagt hef ég nú lagt drögin að söngkunnáttu þeirra líka á meðan ég passaði þá á leikskólanum.....enda segjast þeir syngja með pungnum!!! Ég gerði bara mitt besta þá :)

Að öðru....ekki hafði ég hugmynd um að fangar hafi tölvu inn á herbergi hjá sér!!!

Mér hefur tekist þessa tvo daga á meðan ég hef verið lasin hér heima, að sökkva mér í söknuð og smá þunglyndi........ég hlakka svo til þegar nýja árið er komið :)

Við ætlum suður um næstu helgi að kveðja Þóri og Júllu Baddý, þar sem þau munu flytja aftur til Köben núna í næstu viku tror jeg!!!

Við ætlum líka að reyna að kaupa einhverjar jólagjafir (en því erum við ekki byrjuð á) og vonandi að klára það dæmi!!!!

Ég ætla ekki að senda nein jólakort núna.
Ég mun bara blogga jólakveðju til ykkar allra og vonandi verðið þið jafn glöð með það :)

Ég hugsa mikið núna til aðfangadags....eða öllu heldur að það kemur engin Magga "granna" né Sigrún Gerða í heimsókn þá :(

Ég sakna líka .........já margs frá Flateyrinni minni, þessa dagana!!!

Mig langar í BB blaðið sem kom út í dag eða kemur út á morgun :)

Vildi að ég sæti núna hjá henni Gullu minni að borða sörur með henni :)
Eða væri hjá henni Öllu minni að t.d. naga utan af hryggjarbeinum úr örbylgjuofninum :) Nú eða bara að borða einhvern af þessum góða mat sem hún býr alltaf til fyrir okkur Gullu :)

Ég verð að bíða með Þorláksmessuskötuátið mitt þar til ég kem vestur !!!!

Jæja þetta er nóg í bili.

8 comments:

Unknown said...

Já Gógó, nú verða allir kórar farnir að nota leynivopnið þar sem Goggi og Dóri er nú búnir að uppljóstra því.

Þetta með fangann, hvað var það? Ertu þá að tala um fangann sem gerði dánartilkynningu af öðrum fanga í blöðunum?

Hvað varðar Flateyrina að þá verður nú aldeilis gaman að hitta ykkur um áramótin og hlakkar "mér" mjög mikið til þess. Þá verður nú aldeilis glatt á Halla...ég meina hjalla..

Bið annars að heilsa öllum á króknum enda hlýt ég að þekkja alla þar

Anonymous said...

Já Grési pési ég var að meina í sambandi við þann fanga....ég vissi bara ekki að þeir hefðu það svona gott og væru með tölvur og þ.h.!!! Hvað bara með gömlu góðu svipuna á þessa kalla!!!!

Já það verður nú bæði glatt á halla og hjalla um áramótin og veit ég að "þér" hlakkar rosa mikið til :)

Skila kveðjunni frá þér því þú hlýtur nú að þekkja einhverja hér....er þaggi!!!!

Anonymous said...

Oooooo hvað ég vildi óska að eg gæti fengið skötu og hamsa um jolin en mér verður ekki af þeirri ósk bið þvi ykkur öll sem fáið þess að njóta að hugsa til okkar Ella hérna i svija riki og eta smá fyrir okkur lika. Ég myndi lika alveg vilja vera fyrir verstan og upplifa það gamla en hafið það gott kæra fjolskilda. Kveðja sverige

Anonymous said...

Þið megið alveg éta skötu og hamsa fyrir mér. Ekki langar mig í þann viðb...... en njótið vel.
kveðja Helga

Anonymous said...

Nú missi ég af að sjá þig strauja á aðfangadag, ég verð bara að vona að Vigga verði að strauja þegar ég kem til hennar.

Anonymous said...

við bíðum spent eftir að þú komir vestur í átveislurnar okkar Öllu.

Harpa Jónsdóttir said...

Já Gógó mín svona er þetta stundum. Vonandi færð þú góða skötu þegar þú ferð vestur!

Anonymous said...

Gott að sjá að þú ert komin á kreik aftur. Hlakka til að sjá ykkur um helgina!!!