16 December 2008

Bónda-hveitijól :)

Jæja frúin á Ægisstígnum hefur ekki stoppað síðan hún kom heim úr vinnunni um kl fimm í dag :)

Því við mæðgur þrjár ákváðum að baka Bóndakökur núna úr því Pétur minn keypti Mónu súkkulaðisdropa í bænum áður en hann kom heim :) Þeir fengust ekki hér sl. laugardag sko!!!

Já kjallinn kom að sunnan í dag endurnærður, enda búinn að hafa það gott hjá mömmu og pabba í Reykjavíkinni :) Þannig að hann eldaði kvöldmatinn hér á meðan við MAM byrjuðum á Bóndakökunum, sem eru víst uppáhald Margrétinnar minnar!!!

Eftir það hélt ég áfram og bakaði fleiri hveitikökur............þær eru svo góðar og svo er ég búin að senda nokkrar frá mér :)

Þetta verða sko Bóndahveitikökujól í ár :)

En gaman að þessu með DV múhahahahahahaha :)

2 comments:

Anonymous said...

þú mátt endilega gefa mér uppskriftina af hveitikökonum. Eru þær ekki auðveldar. Ég er alltaf að leita að einhverju auðveldu.
Hafið það gott
kv. Helga

Anonymous said...

Ég er svo heppinn að hún Gugga MÁGKONA MÍN gaf mér sko fullt af Hveitikökum . Gott að eiga svona góða mágkonu!