21 December 2008

Þetta er nú bara yndislegt :)

Gaman var í morgun þegar Önni, Sigrún og stelpurnar kíktu í kaffi til okkar áður en þau brunuðu vestur :) Þau tóku fyrir okkur jóla jóla til fjölskyldunnar fyrir vestan :)

Við fórum til Akureyrar í gær og keyptum jólagjafir :)
Skemmtilegasta við Akureyrarferðina var þó samt að hafa aðeins getað hitt hana Strúllus okkar :) Hana höfum við náttúrulega ekki séð síðan í brúðkaupi hennar og Bjarka :)

Á leiðinni heim hlustuðum við að sjálfsögðu á Rás 2 og urðum himinglöð þegar tilkynnt var að FJALLABRÆÐUR væru í 6. sæti á vinsældarlista Rásar 2 :)
Húrra fyrir þeim :) Þeir eru náttúrulega bara lang lang flottastir :)

Pétur minn og BÁPan óku suður í dag með jóla jóla sem áttu að fara í þá áttina og til að ná í hann Helga minn :) Líka til að knúsa hann Georg Rúnar minn áður en hann fer til Barcelona :)
Leitt þykir mér að geta ekki gefið honum gott knús en ég á það bara inni uns ég hitti hann síðar :)

En enn og aftur auglýsi ég eftir fari vestur frá BRÚ fyrir okkur BÁPuna þann 26. eða 27. desember!!!!

Það eru svosem engin komment undanfarið þannig að ég er farin að halda að allir séu komnir í tölvujólafrí :)

En samt ef einhver veit um far............

2 comments:

Anonymous said...

Flottar myndir. það er svona þegar aldurin fer að færast yfir mann þá fer sjónin að daprast. Næst verður það sími með extra stórum tölum.
Þetta er vonandi ekki svona HÓ HÓ jólasveinn sem þú gætir fengið skothótun á eins og skeði fyrir einn hér um árið?
Sprellendur biður að heilsa. Kv. Helga

Harpa Jónsdóttir said...

Veit ekkert um far, en langaði bara að segja hæ. Hæ.